Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Exorcism of Emily Rose 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. nóvember 2005

What happened to Emily?

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Þegar ung stúlka, Emily Rose, deyr, þá telja allir að ástæðan sé særing sem séra Moore framdi á henni, rétt fyrir dauða hennar. Presturinn er handtekinn vegna gruns um morð. Hin trúlausa Erin Bruner er verjandi Moore, en málið verður ekki auðvelt, þar sem enginn vill trúa séra Moore.

Aðalleikarar


The Exorcism of Emily Rose er þó nokkuð góð mynd fyrir lítil guðhrædd hjörtu en hún heillaði mig ekki. Hún er góð að því leiti að hún er svo raunhæf og trúverðug, það er ekkert í myndinni sem beint sannar að Emily hafi ekki verið geðveik.

Jennifer Carpenter sýndi að vísu frábæran leik í Hlutverki Emily Rose og var hún einnig mjög trúverðug sem andsetin.

En það einfaldlega vantar eitthvað í þessa kvikmynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er gjeggjuð og ég mæli með henni ég hélt samt að hún væri hræðilegri en hún er það ekki það var búið að segja mér að hún væri hræðileg og svoleiðis. Og um leið og að ég fór á hana var ég alveg hvað er ég að gera og var að deyja en svo var hún fínn ég hló að eins á henni en brá í sumum atriðum en lifði af :P ég mæli með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Exorcism of Emily Rose er VEL þess virði að sjá í bíóhúsum landsins. Ég er alls enginn aðdáendi exorcist myndanna og hef yfirleitt alltaf fundist þær myndir hreint út sagt mjög ótrúverðugar og leiðinlegar. En þessi er allt öðruvísi, sannar annað og er alls ekki í þeim hópi enda mjög ólík öðrum exorcist myndum. Þessi mynd er byggð á sannri sögu, sem fær hárin til þess að rísa enn meira en ef þetta væri einhver skáldskapur! Ég held samt að það sé alls ekki betri mynd akkúrat núna í bíó. Leikararnir eru brilliant góðir og eru gjörsamlega sniðnir í hlutverkin sín, og túlkunin hjá stelpunni sem leikur Emily Rose er ólýsanleg. Það sem mér finnst mjög gott og sérstakt við myndina er að hún skilur þig algjörlega eftir í því sem þú trúir, hún skilur þig eftir hlutlausann & leyfir þér algjörlega að dæma sjálfur um þetta, hvort hún hafi verið flogaveik eða haldin djöfli. En eitt er víst ef ég mun einhvern tímann vakna á slaginu 3 mun ég gjörsamlega missa mig. En þessi mynd er rosalega vönduð og vel gerð, fer ekkert út af strikinu og ekkert verið að reyna að spæsa myndina upp með einhverjum skáldskap, það er farið rosalega vel með söguna eins og hún var aðeins örfáar breytingar eins og nafnið, hvar myndin gerist og hvenær. Mynd sem er VEL þess virði að sjá! Eflaust búast margir kannski við blóðbaði og ég veit ekki hvað og verða fyrir vonbrigðum, en mér finnst hún mjög góð og mæli hiklaust með henni. Hún fær fullt hús hjá mér :)


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, eftir að maður kom út af þessari mynd, var maður soldið vonsvikinn. Þó að það séu nokkrir punktar góðir í myndinni, svo sem tónlistin, leikur hjá leikurumu, þá nær hún ekki að gera mann nógu hræddan yfir atburðinum. Ég persónulega var ekki neitt það hræddur yfir þessari mynd. Hef séð mun betri dæmi um góða hrollvekju. En samt er myndin mjög realistic. Leikstjórinn einblínir meira að segja frá sögunni heldur en að nota flottar brellur í myndinni eða búa til einhvern uppspuna, og það er stór kostur. Sagan í myndinni er vel sögð og þökk sé góðum leik hjá helstu leikurum, þá nær hún að hefja sig upp yfir að vera bara svona miðlungsmynd. Og vekur myndin upp spurningar hjá fólki um trú og það hvort að illir andar séu til. Mæli samt með annarri mynd en þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Exorcism of Emily Rose er mynd sem ég sá í bíó og eftir á hugsaði með mér hvað ég var eiginlega að horfa á, því myndin skilur nákvæmlega ekkert eftir sig. Reynt er að aðskilja sig frá nýlegu Exorcist tilrauninni, Exorcist: The Beginning (og Dominion upprunalegu útgáfunni) og reynt í staðinn að gera mynd byggða á sannsögulegum atburðum sem áttu sé stað í Þýskalandi á áttunda áratugnum. Í þetta skipti er sagan að mikli leiti endurlit að atburðunum sem áttu sér stað gegnum réttarhöld yfir prestinum sem framkvæmdi athafnirnar yfir stelpunni Emily Rose, frumleg tilraun en alls ekki vel framkvæmd. Mér leið eins og þetta væru tvær mismunandi myndir settar saman í eina, klippingin eyddi gersamlega allri spennunni og öll mikilvægu augnablikin eru eyðilögð gegnum þessa lélegu framkvæmd, engin spenna, enginn hroll gegnum alla myndina. Allt sem tengist persónusköpun eða breytingum er fyrirsjáanleg, öll uppbyggingin og öll sagan leiðir að engu, mögulegt að þessi mynd sé leikin heimildarmynd? Sem kvikmynd yfir höfuð án hryllingsþemanu þá er lítið til þess að segja frá, eina athyglisverða við söguna er að réttarhöldin voru að einbeita sér á vísindum vs. trú, annars þá er þetta mjög tóm mynd sem sýnir litla hæfileika né áhuga á efninu sem verið að segja frá. Ég tel tvær stjörnur vera algert hámark fyrir þessa mynd miðað við hve mikið ´ekkert´ þessi mynd var.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.10.2023

Exorcist: Believer – Nýtt tímabil hafið í andsetningarhrolli

Í heimi hryllingsmynda eru fáar undirgreinar sem hafa náð viðlíka heljartökum á áhorfendum og andsetningarmyndir. Hugmyndin um ill öfl sem taka stjórn á líkama og sál einstaklinga nær inn að innstu kviku okkar og s...

24.10.2016

Nýtt í bíó - Doctor Strange

Samfilm frumsýnir nýjustu Marvel myndina Doctor Strange á föstudaginn næsta, þann 28.október, í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíói, Selfossbíói og Ísafjarðarbíói. ...

02.01.2013

Frumsýning - Sinister

Sambíóin frumsýna hryllingsmyndina Sinister á föstudaginn næsta, þann 4. janúar. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin hafi fengið afar góða dóma þeirra sem séð hafa og kunna að meta góðar hrollvekj...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn