Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Börn 2006

(Children)

Frumsýnd: 9. september 2006

93 MÍNÍslenska

Karítas er einstæð fjögurra barna móðir sem af örvæntingu reynir að ná endum saman. Á meðan hún er upptekin af deilu við fyrrverandi sambýlismann sinn um forræði yfir dætrum þeirra þremur, áttar hún sig ekki á að líf elsta sonar hennar Guðmundar, sem er fórnarlamd eineltis, stefnir smám saman til glötunar. Eini vinur Guðmundar er Marinó, öryrki sem... Lesa meira

Karítas er einstæð fjögurra barna móðir sem af örvæntingu reynir að ná endum saman. Á meðan hún er upptekin af deilu við fyrrverandi sambýlismann sinn um forræði yfir dætrum þeirra þremur, áttar hún sig ekki á að líf elsta sonar hennar Guðmundar, sem er fórnarlamd eineltis, stefnir smám saman til glötunar. Eini vinur Guðmundar er Marinó, öryrki sem býr ásamt móður sinni í sama stigagangi í Breiðholtinu. Þegar handrukkarinn Garðar klúðrar verki sem hann er ráðinn til og tvíburabróðir hans Georg er laminn illilega í framhaldinu er honum útskúfað bæði úr undirheimum og úr eigin fjölskyldu.... minna

Aðalleikarar

Vel heppnað íslenskt þunglyndi
Börn er raunsæ og nokkuð átakanleg karakterstúdía. Miðað við íslenskan standard er þessi mynd afar vel heppnuð og það góða við hana er að hún virkilega nær að fanga þennan eymdarlega, kalda raunveruleika sem býr yfir okkar litla samfélagi (ef leitað er á réttum stöðum) og fjölskylduvandamálin eru þannig sett fram að maður trúir hverri einustu senu.

Lítil kátína finnst hérna, öllu heldur er alvarleikinn sýndur í sínu fjölbreyttasta. Þetta orsakar því auðvitað að áhorfið er á köflum mjög þunglynt og væri maður skilinn eftir andlega miður sín ef að myndin væri ekki krydduð fáeinum góðum bröndunum á milli sena. Ég kann annars vel við það hvernig myndinni er stillt upp. Formúlan er að sjálfsögðu hundgömul (þrjár sögur blandaðar í eina) en myndin sjálf er lítið að velta sér upp úr klisjum og hún græðir eiginlega mest á því að vera klikkað vel leikin (Gísli Örn Garðarsson stendur þar allsvakalega upp úr og stóð sig frábærlega). Samtölin, sem mér skilst að séu að mörgu leyti spunnin á staðnum, koma líka ágætlega út og virka mjög náttúruleg. Íslenskar kvikmyndir hafa gjarnan þjáðst fyrir það að vera einmitt mjög þvingaðar og ósannfærandi í samtölum.

Tónlistarnotkunin er afar sérstök. Myndin eiginlega nýtur sín mikið við notkun hennar, þrátt fyrir að hún sé fremur lágstemmd. Myndatakan ásamt klippingunni kemur einnig þó nokkuð vel út. Ég er enn að átta mig á því samt hvað myndin er í raun og veru að segja með því að hafa útlitið í svarthvítu, þrátt fyrir að hafa ekkert út á það að setja nauðsynlega. Kannski er Ragnar Bragason leikstjóri að reyna að sjá til þess að áhorfandanum líði sem verst, svo maður nái að tengja sig betur við persónurnar. Það er mjög einfaldur - og jafnframt ódýr - bragur á framleiðslunni, sem setur nokkuð hversdagslegan svip á myndina. Það er ekkert verið að fegra eitt né neitt og umhverfið er rosalega dautt, á góðan hátt.

Myndin er þó ekki að neinu leyti fullkomin og því miður finnst manni stundum eins og sagan/sögurnar viti aldrei hvert á að stefna, en það fylgir eflaust þegar lítið sem ekkert handrit er til staðar, heldur bara karakterprófílar. Persónan Marínó var heldur ekkert að virka á mig, enda gerði hann mjög lítið. Ólafur Darri stóð sig mjög vel en það hefði mátt gera miklu meira með
þessa persónu. Í hvert sinn sem myndin einblíndi á hann fannst mér hún dala talsvert í flæðinu. Svona "ohhh, ekki hann!" fílingur.

Það er samt mjög sterkur boðskapur í lokin (sem segir manni að sama hversu lágt kominn maður er, þá er alltaf hægt að byrja upp á nýtt) og myndin sýnir ekki bara íslenska eymd á vel heppnaðan máta heldur hefur hún ýmislegt að segja um ósjálfbjörgun, einelti og óöryggi - bara þetta helsta sem fylgir börnum, eða jafnvel fullorðnu fólki sem hegðar sér eins og börn. Það er að vísu ein tiltekin sena sem ég botna ekkert í og það er þegar aðalkrakkinn tekur upp kisu og hendir henni niður ruslalúguna. Hvað var málið með það, Ragnar?

Í einkunn fær myndin hjá mér 7/10 og ég er feginn að hafa getað fengið það tækifæri að líta á hana, sem ég ætlaði fyrst ekki að gera. Ég er vanalega með dálitla fælni gagnvart íslenskum kvikmyndum og hef ég séð þær miklu fleiri slæmar heldur en góðar. Sem betur fer er þessi mynd allt í allt mjög langt frá því að vera hallærisleg eða fráhrindandi, sem þýðir að þetta sé skrefið í réttu áttina fyrir íslenskt drama. Það er komið nóg af þessum leikhústöktum og ég er spenntur að sjá hvað verður úr Ragnari í framtíðinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, önnur íslensk kvikmynd, þeim er að fjölga þetta árið, en er þeim að batna? Ég ætla að reyna að forðast hvernig aðrir gagnrýnendur eiga það til að skrifa um íslenskar myndir, ég ætla ekki að bera þessa saman við aðrar íslenskar kvikmyndir né tala um hve einstök Börn sé því hún fjallar um íslenska sociológík í Breiðholtinu. Samkvæmt því sem ég hef frétt þá er Börn aðallega spunnin mynd, línurnar eru víst skapaðar í tökunum sjálfum og leikararnir geta búið til sitt eigið rugl milli línanna. Hvort það sé betra eða verra er ég ekki viss, en mörg samtölin minntu á beinni þýðingu frá Tarantino handriti. Börn reynir svo mikið að vera raunveruleg og eðlileg að það sést í gegnum það, en ég hrósa samt leikstjóranum fyrir að reyna það, þó það virkaði misvel. Leikararnir eru fínir, þá aðallega Ólafur Darri Ólafsson sem mér fannst eiga myndina. En ég skil ekki af hverju þessi mynd var í svart hvítu, ég sá ekki ástæðuna fyrir því og enginn hingað til hefur getað útskýrt af hverju, það var örugglega einfaldlega val leikstjórans, en ég var alltaf að reyna skilja af hverju. Börn er svona, ´íslenska Crash´, margar sögur sem tengjast saman á einhvern hátt, og í lokin er reynt að lemja einhverjum móral í söguna sem á að enda myndina fyrir áhorfendanum. Ég myndi lýsa Börn sem íslenska kvikmynd sem fjallar um fólk sem líður illa í Breiðholtinu, ég sjálfur er orðinn löngu þreyttur á þessar íslenskari áráttu til þess að fjalla um eymd og leiðindi í kvikmyndum sem er nákvæmlega það sem Börn gerir, og undir lokin reynir að neyða einhverjum móral í áhorfandann sem virkaði ekki á neinn einasta hátt á sjálfan mig. Börn er fljótgleymin mynd, stórgölluð, og ekki gleyma, með hallærislega tónlist, fyrir utan útlensku lögin sem voru ágæt. Þessi mynd er að fá góða dóma á flestum stöðum, hún er íslenska valið í óskarsverðlaunin, en mér hundleiðist þessa mynd, hún fær þessar tvær stjörnur fyrir að vera sæmilega þolanleg, en ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er frábær!! Samtölin eru sannfærandi og persónurnar mjög trúverðugar. Það besta er að maður fær að kynnast manninum í hverri persónu svo að maður finnur til með þeim, jafnvel handrukkaranum. Hinn geðsjúki Marinó,sem Darri leikur, nær manni alveg. Ég hef ekki farið á íslenskar myndir í mörg ár vegna þess hve lélegar þær eru oft og að auki miklu dýrara á þær. Ég bíð venjulega eftir því að sjá þær í sjónvarpi. Forvitnin dró mig á þessa og í fyrsta sinn í langan tíma þá fór myndin meira að segja fram úr væntingum. Að auki sem er til fyrirmyndar þá kostar kr. 800 á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá þessi mynd var æðisleg! kom þvílíkt á óvart.. drullu sætur aðalleikari.. mjög góður söguþráður. verð líka að hrósa tónlistinni, akkurat rétta tónlistin við stemmningu atriðana. eina sem ég get sagt er Klassa mynd ;o)


kveðja : Sunna skvísa..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er í raun og veru tímammótaverk í íslenskum kvikmyndum. Fyrsta myndin sem byggist á samtölum í spuna og útkoman á hegðun og atferli leikarana er ótrúlega raunveruleg.

Það sem að snertir mann fyrst og fremst í þessari mynd er fádæma góð frammistaða allra leikara myndarinnar og sviðsmyndin er grár raunveruleikinn sem endurspeglast í tilfininga þrungri tónlist Péturs Ben.

Ég skil þó vel að þessi mynd er ekki fyrir alla og þegar ég tala um þessa alla þá er ég að tala um hollywood bíóliðið. Þetta Hollywood pakk sem fer í bíó til þess að fara í bíó og finnst myndir einsog Snakes on Plane, The long weekend og Mr. and Mrs. Smith vera áhugaverðar myndir. þessi mynd er ekki þannig og ef þið fílið ekki myndir sem byggja á raunsæi nútímans með þungu yfirbragði, þá skuliði ekki fara á þessa. Enn ef þið eruð ekki einungis Holywood pakk, þá er þetta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2024

Hopkins segir atburðina geta endurtekið sig

Árið 1988, sendi BBC sjónvarpsserían “That’s Life!” út þátt um Nicholas Winton, fyrrum verðbréfasala sem hjálpaði til við að bjarga 669 börnum undan Nasistum í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Eins ...

09.03.2024

Rústa táknmyndum æskunnar

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað ...

18.02.2024

Fór í stranga megrun fyrir Bob Marley: One Love

Breski leikarinn Kingsley Ben-Adir, sem leikur jamaíska reggítónlistarmanninn Bob Marley í bíómyndinni Bob Marley: One Love sem komin er í bíó hér á Íslandi, lagði mikið á sig í undirbúningi fyrir tökur myndarinna...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn