Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera.

Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður – óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúar-ríki sínu.

Hvað liggur þó á bakvið þessa glæsilegu sýnimennsku? Afneitun hans með vísindakirkjuna, hæfileika hans og galla.

Þáttastjórnendur Poppkúltúrs stóðust ekki mátið að stúdera undarlegan prófíl, feril og einkalíf Krúsarans.