10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllilegustu hrollvekjur allra tíma. Vefsíðan biður notendur sína að gefa slægjumyndum ( Slasher ), draugamyndum ( Haunted House ) og blóðsúthellingarmyndum ( Gore ) einkunn frá 1 – 10 og meta myndirnar út frá því hve miklu blóði er úthellt, hve spennandi myndin er og hve óþægileg hún er.

martyrs

Niðurstaðan er listi yfir tíu hræðilegustu myndir allra tíma, byggt á atkvæðum þúsunda þátttakenda.

Það kemur reyndar á óvart að nokkrar sígildar myndir eru ekki á listanum, en þó eru klassískar myndir eins og Dawn of the Dead og Cannibal Holocaust á listanum.

Hræðilegasta myndin samkvæmt könnuninni er hin fransk-kanadíska Martyrs frá árinu 2008.

Reyndar eru þrjú efstu sætin skipuð nýlegum myndum, öllum frá þessari öld, en auk Martyrs skipa Evil Dead endurgerðin frá árinu 2013 og A Serbian Film sæti 2-3.

Hér er listinn eins og hann var þegar þessi frétt var skrifuð:

1. Martyrs (2008)
2. Evil Dead (2013)
3. A Serbian Film (2010)
4. Dead Alive (1992)
5. Inside ( 2007 )
6. Eden Lake ( 2008 )
7. Cannibal Holocaust (1980)
8. Ringu (1998)
9. Rec (2007)
10. The Changeling (1980)

Hér fyrir neðan er svo topplistarnir eftir hverjum flokki fyrir sig:

Blóðsúthellingar

1.  Dead Alive (1992)
2. Evil Dead (2013)
3. Cannibal Holocaust (1980)
4. Martyrs (2008)
5. The Green Inferno (2013)
6. Hostel (2005)
7. Hostel: Part II (2007)
8. Inside (2007)
9. Saw IV (2007)
10. Saw II (2005)

Óþægindi

1. A Serbian Film (2010)
2. Martyrs (2008)
3. Cannibal Holocaust (1980)
4. Audition (1999)
5. The Exorcist (1973)
6. Antichrist (2009)
7. Inside (2007)
8. Eden Lake (2008)
9. The Human Centipede II: Full Sequence (2011)
10. Ring (1998)

Spenna

1. Alien (1979)
2. Eden Lake (2008)
3. Aliens (1986)
4. Rear Window (1954)
5. The Shining (1980)
6. The Conjuring 2 (2015)
7. [Rec] (2007)
8. The Orphanage (2007)
9. Ring (1998)
10. Shutter (2004)

Sammkvæmt bresku vefsíðunni The Independent þá hyggst Reel Scary bæti við einum flokki til viðbótar á næstunni; Hrökkvi-við myndum ( Jump Scares ). Við bíðum spennt!