12 íslenskir leikarar í Encanto

Teiknimyndin Encanto, sem fjallar um óvenjulega fjölskyldu sem býr á töfrandi stað sem kallast Encanto í Kólumbíu þar sem hvert einasta barn sem fæðist fær að gjöf ofurkrafta – öll börn nema eitt, Mirabel, verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 24. nóvember.

Salka Sól talar fyrir Mirabel.

Í myndinni fer einvalalið íslenskra leikara með hlutverk, og ber þar hæst Sölku Sól Eyfeld sem fer með aðalhlutverkið, en hún talar fyrir Mirabel.

Í ensku útgáfunni fer leikkonan Stephanie Beatriz með hlutverk Mirabel, en Beatriz ættu flestir að þekkja úr gamanþáttunum Brooklyn 99.

Beatriz í hlutverki Rosu í Brooklyn 99.

Sjáðu leikaralistann í heild sinni hér fyrir neðan:

Mirabel – Salka Sól Eyfeld

Abuela – Ragnheiður Steindórsdóttir

Bruno – Rúnar Freyr Gíslason

Luisa – Ásdís Þula Þorláksdóttir

Isabela – Rakel Björk Björnsdóttir

Dolores – Aldís Amah Hamilton

Camilo – Logi Pedro Stefánsson

Antonio – Árni Gunnar Magnússon

Pepa – Lára Sveinsdóttir

Julieta – Þórunn Erna Clausen

Félix – Þór Breiðfjörð

Agustín – Valur Freyr Einarsson

Þýðandi leik og söngtexta: Björn Thorarensen

Söngstjóri: Björn Thorarensen

Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir

Upptökustjóri: Hrund Ölmudóttir