23 persónuleikar – M. Night Shyamalan með nýja hrollvekju

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu hrolllvekju The Sixth Sense leikstjórans M. Night Shyamalan, Split, er komin út, og það má segja að miðað við stikluna þá lofi myndin nokkuð góðu, enda er okkur boðið upp á illmenni með klofinn persónuleika, sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum – mörgum mjög hrollvekjandi en öðrum góðviljaðri, m.a. er ein persónan lítill drengur.

mnindf

Um er að ræða fyrstu hrollvekju M. Night Shyamalan í átta ár, en The Visit, var mynd sem byggðist á „fundnu efni“ og meira í stíl við myndir leikstjórans The Happening, After Earth og The Last Airbender.

Í Split leikur X-Men leikarinn James McAvoy hlutverk Kevin, mannræningja sem þjáist af persónuleikaröskun.  Þeir sem sáu hina eftirminnilegu The Witch, sem er reyndar enn í sýningum í Bíó Paradís, kannast við eina stúlkuna sem Kevin rænir, leikkkonuna Anya Taylor-Joy.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: