37 þúsund hafa séð Avatar: The Way of Water

Avatar: The Way of Water, stórmynd James Cameron, hefur nú laðað nærri 37 þúsund manns í bíó á Íslandi. Tekjur myndarinnar á Íslandi nema nú um 63,5 milljónum króna en alþjóðlega hafa 1,4 milljarðar Bandaríkjadala skilað sér í kassann.

Avatar: The Way of Water er aðsóknarmesta myndin þriðju vikuna í röð hér á Íslandi en mynd númer tvö á lista er Stígvélaði kötturinn 2: Hinsta óskin, þar sem spænski hjartaknúsarinn Antonio Banderas fer með hlutverk kattarins klóka.

Í þriðja sæti er svo hin ævisögulega I Wanna Dance with Somebody, sem fjallar um stórsöngkonuna Whitney Houston.

Jólamóðir í sjötta sæti

Ein ný íslensk kvikmynd er á lista. Það er Jólamyndin Jólamóðir sem fer rakleitt í sjötta sæti listans á sinni fyrstu viku á lista. 184 hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd milli Jóla og nýárs.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: