43 þúsund hafa séð Mario bræður

The Super Mario Bros. eiga greinilega stóran aðdáendahóp á Íslandi því myndin um þá kumpána hefur nú setið á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í heilar fjórar vikur! Alls hafa nú 43 þúsund manns barið myndina augum.

Í öðru sæti er sem fyrr hrollvekjan Evil Dead Rise sem fengið hefur góða gagnrýni og sömuleiðis er hin bráðskemmtilega Dungeons & Dragons: Honor among Thieves áfram í þriðja sæti listans.

Nýju myndirnar Suzume, What´s Love go to Do with it og Inifinty Pool fóru beint í 6., 15. og 20. sæti listans.

Endursýning Avatar: The Way of Water fór beint í ellefta sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: