Á annan veg til New York

Íslensk kvikmyndahátíð verður haldin í Lincoln Center í New York dagana 18. – 26.apríl næstkomandi. Kvikmyndadeild Lincoln Center skipuleggur hátíðina í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sýndar verðar 20 myndir sem spanna frá árinu 1949 til 2011, en þetta er ein yfirgripsmesta kynning sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið á erlendri grundu til þessa.

Kvikmynd Hafsteins Sigurðssonar, Á annan veg, verður opnunarmynd hátíðarinnar. Hafsteinn, ásamt öðrum íslenskum leikstjórum, munu taka þátt í pallborðsumræðum um íslenskar kvikmyndir.

Árlega heimsækja 5 milljón manns ýmsa listviðburði í Lincoln Center, en íslenska kvikmyndahátíðin ber yfirskriftina Images from the Edge: Classic and Contemporary Films from Iceland, eða: Myndir frá jaðrinum: Sígildar og nýjar íslenskar kvikmyndir.

Myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni eru eftirfarandi:

Milli fjalls og fjöru (1949) í leikstjórn Lofts Guðmundssonar,
Síðasti bærinn í dalnum (1950) í leikstjórn Ævars Kvarans,
79 af stöðinni (1962) í leikstjórn Erik Ballings,
Land og synir (1978) í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar,
Rokk í Reykjavík (1982) í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Á hjara veraldar (1983) í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur,
Hrafninn flýgur (1984) í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar,
Hringurinn (1985) í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Skytturnar (1987) í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Ingaló (1992) í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen,
Englar alheimsins (2000) í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar,
BSÍ (2001) í leikstjórn Þorgeirs Guðmundssonar,
Nói Albínói (2003) í leikstjórn Dags Kára Gunnarssonar,
Mýrin (2006) í leikstjórn Baltasar Kormáks,
Reykjavík Rotterdam (2008) í leikstjórn Óskars Jónassonar,
Sveitabrúðkaup (2008) í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur,
Draumalandið (2009) í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar,
Brim (2010) í leikstjórn Árna Ólafur Ásgeirssonar.
Á annan veg (2011) í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og
Eldfjall (2011) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar.

Upplýsingar um kvikmyndirnar má finna hér og hér.
Upplýsingar um hátíðina á vef Lincoln Center má finna hér.

Stiklu fyrir hátíðina má sjá hér fyrir neðan.

Stikk: