Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast við eins konar söngleik í leikstjórans Michael Gracey, en hann sat við stjórnvölinn á hinni massavinsælu The Greatest Showman.

Robbie Williams var á sínum tíma einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlandseyja. Hann hóf ferilinn sem einn liðsmanna strákasveitarinnar Take That, þá sextán ára gamall, og skaust hratt upp stjörnuhimininn þegar sólóferillinn náði flugi. Samkvæmt vef Deadline verður ekkert skafið af neinu í kvikmyndinni og er hún sögð fjalla um upprisu, slagara, þunglyndi og fíkn tónlistarmannsins með opinskáum hætti.

Gracey er einnig einn af framleiðendum myndarinnar ásamt Craig McMahon og Jules Daly, sem kom meðal annars að kvikmyndunum The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, The Grey og hinni væntanlegu The Tomorrow War.

Ekki er enn búið að staðfesta hvaða leikari fer með aðalhlutverkið en tökur á myndinni hefjast í sumar.