Afhverjum fórum við ekki bara til Vegas – Fyrsta stikla úr The Ritual

Menn takast á við áföll og missi með ýmsum hætti. Sumir sökkva sér ofaní sorgina, en aðrir dreifa huganum með einhverju áhugamáli svo dæmi séu tekin. Rafe Spall og skólabræður hans í hrollvekjunni The Ritual ákveða hinsvegar að fara í fjallgöngu í skuggalegum skógi í Skandinavíu.

Þetta byrjar allt á góðum nótum í fyrstu stiklu sem er komin út fyrir myndina. Félagarnir eru á röltinu þar til þeir rekast á illa útleikið dýr uppi í tré. Upp frá því verður fjandinn laus og ýmiss konar atburðir fara að hrella þá.

Eins og einn þeirra segir í stiklunni: „Afhverju fórum við ekki bara til Vegas,“ og rataðist honum þar aldeilis satt orð á munn.

Myndin kemur í bíó í Bretlandi 13. október nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: