Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“

Íslendingar og fleiri víða hafa tjáð sig. Þar á meðal The Guardian.


Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu.

Uppistandið hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar það var frumsýnt og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands.

Þann 2. desember stóðust margir Íslendingar ekki mátið að kíkja á sýninguna á streyminu. Viðbrögð hafa víða verið jákvæð og má til dæmis finna líflegan þráð í Facebook-hópnum Kvikmyndaáhugamenn um afraksturinn og áhorf fólks. Bjarni Thor Arason, höfundur færslunnar, kemur með hressandi hvatningu til hópsins með orðunum: „Ættu ekki Íslendingar að sjá sóma sinn í að klikka á það grimmt næstu daga til að hjálpa honum að trenda?“

Þessu svarar einn notandi: „Við komum Magna alla leið í Rockstar. Ættum að geta skellt Ara á gott repeat fram yfir helgi.“

Þetta er það sem fleiri notendur höfðu um uppistandið að segja:

„Var að klára þetta og vá hvað ég hló… pissaði næstum í mig á kafla.“


„Mikið norðurlandagrín hjá honum, grét næstum af hlátri yfir þessum special, vona innilega að Ari fá að gera fleiri specials hjá Netflix!“


„Var að klára þetta og þetta var bara gott! ekki það besta sem ég hef séð en finnst geggjað að sjá Ara fá svona séns og þetta er líka bara stórt fyrir okkur sem þjóð.“


„Skemmst er að segja frá því að Ari er, þegar þessi texti er ritaður, vinsælastur á Netflix hér á Íslandi.“


„Það er sjálfsagt að horfa á þetta því það er meinfyndið.“

Hinn virti miðill The Guardian birti í dag dóm um uppistandið og gefur þrjár stjörnur af fimm. Segir í dómnum að sé klárt mál að þetta verði ekki síðasta uppistand Ara á Netflix.

Brian Logan, gagnrýnandi The Guardian, segir Ara á tíðum notast við klisjur í bröndurunum og hitta ekki allir í mark. Í samantektinni segir hann þó nálgun Ara vera ferska og ætti sýningin auðveldlega að höfða til margra.

Í dómi The Guardians segir meðal annars (á frummálinu):

Sometimes, the cliches induce a wince. “That’s what [the Brits] are so good at,” says Eldjárn at one point: “they keep calm and carry on.” Seriously? But usually, it works. The stereotypes will be unfamiliar to most Netflixers: who knew that their fellow Scandis hold Icelanders to be poorly organised, or that Norwegians ski-jump with their voices?