Alexis Arquette er látin

Transkonan Alexis Arquette lést í gær, 47 ára gömul, umkringd fjölskyldu sinni. Hún var leikkona og systir leikaranna Patricia Arquette, David Arquette og Rosanna Arquette.

arquette

Alexis var skírð Robert Arquette. Leiklistarferillinn hófst þegar hún var 12 ára og á meðal hlutverka voru í Bride of Chucky og Of Mice and Men, auk þess sem hún lék eftirhermu Boy George í The Wedding Singer.

Alexis gerði heimildarmynd um kynleiðréttingu sína árið 2007 sem hét Alexis Arquette: She´s My Brother.