Aðdáendur æfir yfir nýjum upplýsingum um Palpatine

Eins og eflaust er mörgum Star Wars-aðdáendum er kunnugt voru viðtökurnar við nýjustu og níundu mynd svonefndu Skywalker-sögunnar, The Rise of Skywalker, vægast sagt blendnar. Ef marka má gagnrýnendavefinn Rotten Tomatoes hefur engin leikin Star Wars kvikmynd hlotið slakari dóma og hafa margir hverjir verið duglegir að deila um gæði myndarinnar.

Ýmsir umræðuþræðir varðandi nýju myndina hafa verið í brennidepli en einn sá umtalaðasti er í garð keisarans alræmda, Sheev Palpatine, og aðkomu hans í sögunni. Fjölmargir áhorfendur kvörtuðu yfir þeim takmörkuðu upplýsingum sem fylgdu endurkomu skúrksins, ekki síður í ljósi þess að allt útlit var fyrir því að hann væri allur undir lok sjötta kaflans, Return of the Jedi.

Nú hafa annars vegar nýjar vendingar komið í ljós varðandi Palpatine – og eins og búast má við er útkoman afar umdeild. Upp úr miðjum mars verður gefin út bók sem er byggð á handriti kvikmyndarinnar (e. novelization) en bókin hefur verið aðgengileg í forsölu og hafa ýmis horn Twitter-heimsins logað yfir því sem kemur þar fram.

Athugið að neðangreindur texti inniheldur spilla

Í einni tiltekinni efnisgrein er því uppljóstrað að Palpatine – í þeirri mynd sem hann birtist í The Rise of Skywalker – sé eftirmynd eða klón af hinum upprunalega.

Hvort þetta þýði þá að hinn raunverulegi Palpatine sé enn dauður eða enn lifandi á einhvern veg veit í rauninni enginn, en þetta hafa ýmsir missáttir notendur um málið að segja: