Áskorun lífs míns að leika Mandela

Idris Elba segir að það hafa verið mestu áskorun lífs síns að leika Nelson Mandela.

elba

Luther-leikarinnn túlkar fyrrum leiðtoga Suður-Afríku í myndinni Mandela: Long Walk to Freedom. Naomie Harris leikur fyrrum eiginkonu Mandela, Winnie.

„Að leika þetta hlutverk var mesta áskorun lífs míns. Ég hvorki lít út né tala eins og hann en vonandi slapp ég með þetta,“sagði Elba. „Það var dálítið yfirþyrmandi þegar ég vissi að ég myndi leika Nelson Mandela. En það er mikill heiður að hafa fengið að leika þennan mikla dýrling.“

Mandela: Long Walk to Freedom er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Mandela frá árinu 1994. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september.