Ævintýraheimur á toppi aðsóknarlistans

Nýja J.K. Rowling ævintýramyndin, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, er vinsælasta kvikmynd landsins eftir sýningar helgarinnar. Sömu sögu er að segja af bandaríska vinsældarlistanum, þar sem myndin tyllti sér einnig á toppinn. Tekjur myndarinnar hér heima námu tæpum 14 milljónum króna, sem var töluvert meira en tekjur næst vinsælustu kvikmyndarinnar námu.

Myndin í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans er teiknimyndin The Grinch, og í þriðja sæti kom tónlistarkvikmyndin ævisögulega Bohemian Rapsody um sögu hljómsveitarinnar Queen.

Auk Fantastic Beasts eru tvær aðrar nýjar myndir á listanum. Litla Moskva eftir Grím Hákonarson fer beint í þrettánda sætið og rómantíska gamanmyndin Juliusz sest í það sextánda.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hann stóran: