Band, Prey for the Devil og vöruinnsetningar í nýjum Bíóbæ

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem frumsýndur er alla miðvikudaga á Hringbraut, og er nú „vöruskotinn“ eins og aðstandendur lýsa honum sjálfir, er farið um víðan völl.

Fyrst drepa þeir félagar Gunnar Anton og Árni Gestur fæti niður í hrollvekjunni Prey for the devil. Þeir ítreka að myndin heiti ekki Pray (biðja) – for the devil, enda skýrist það af nunnum og prestum í myndinni.

Álfrún Helga Örnólfsdóttir.

Yfirþyrmandi auglýsing?

Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikona heimildarmyndarinnar Band kemur í heimsókn í myndver, og ræðir um myndina nýju. Þá eru svokölluð „product placement“ eða vöru innsetningar í kvikmyndum skoðaðar. Hvenær er þetta yfirþyrmandi auglýsing og hvenær er þetta partur af söguþræðinum? spyrja þeir Gunnar og Árni.

En til að komast að svarinu þarf að horfa á þáttinn, sem er einmitt hér fyrir neðan: