Það verður að bíómynd

Fimm krakkar hitta veru að nafni Psammead, sem getur látið óskir rætast. Um þetta fjallar bíómyndin Four Children and It, eða Fjögur börn og Það, sem aftur er byggð á nútímaútgáfu Jacqueline Wilson af skáldsögu E. Nesbit frá árinu 1902;  Five Children and It.

michael-caine-20090305-497131

Búið er að ráða fyrstu leikara í myndina, en það eru engir aðrir en Michael Caine, Bill Nighy og Matthew Goode.

Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem við fáum að sjá Psammead á skjánum. Árið 2004 talaði breski leikarinn Eddie Izzard fyrir „It“ ásamt Freddie Highmore og Kenneth Branagh, og þar áður gerði BBC tvær þáttaraðir sem í Bandaríkjunum voru þekktar undir nafninu The Sand Fairy, auk þess sem til er teiknimynd frá níunda áratug síðustu aldar um þessa sögupersónu.

Tökur eiga að hefjast í Bretlandi í ágúst.