Barðist alla leið á toppinn

Baráttan um toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi endaði á þann veg að hnefaleikamyndin Creed 3 vann og tók toppsætið af Marvel myndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania.

Bræður munu berjast.

Tekjur Creed 3 voru 4,5 milljónir og áhorfendur 2.300 talsins.

Creed 3 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 88% Rotten tomatoes einkunn96%

Eftir að hafa náð á toppinn í hnefaleikunum hefur ferill Adonis Creed gengið vel og fjölskyldulífið verið í blóma. Þegar æskuvinur og fyrrum hnefaleikastjarna, Damian, kemur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist, vill hann sýna og sanna að hann ...

Ástríkur sjöundi

Þrjár nýjar myndir til viðbótar komu í bíó um síðustu helgi og lentu þeir kumpánar Ástríkur og Steinríkur í sjöunda sætinu, Missing fór beint í ellefta sætið og Empire of Light í það sautjánda.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: