Black Panther með gott forskot á toppinum

Aðra vikuna í röð eru landsmenn Wakanda í kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er með talsvert forskot á kvikmyndina í öðru sæti, Kalla káta krókódíl, en hún var líka í öðru sætinu í síðustu viku.

Black Panther: Wakanda Forever þykir vel heppnuð enda mjög vinsæl.

Þriðja sæti listans féll í skaut The Menu, sem er ný á lista. She Said, sem er einnig ný á lista, fór beint í sjötta sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: