Blind á morðstað

mia farrowScreen Germs framleiðslufyrirtækið er með í undirbúningi endurgerð hrollvekjunnar See No Evil frá árinu 1971, en Mia Farrow fór þar með aðalhlutverk.

Mike Scannell skrifar handritið og þeir Bryan Bertino og Adrienne Biddle frá Unbroken Pictures framleiðslufyrirtækinu, munu framleiða myndina.

Í hinni upprunalegu See No Evil lék Farrow unga blinda konu sem snýr aftur á heimili frænda síns úti í sveit í Englandi, og kemur þar að fjölskyldunni myrtri og morðingjanum enn í húsinu.

Screen Gems og Unbroken hafa nú þegar unnið saman að spennuhrollinum He´s Out There,  sem Scannell skrifar einnig handritið að og Dennis Iliadis leikstýrir. Bertino er einnig að vinna að handriti myndarinnar The Strangers 2, sem er framhald myndar frá árinu 2008, The Strangers, sem hann bæði leikstýrði og skrifaði handrit að.