Coco heillaði og ýtti Justice League niður um sæti

Ofurhetjurnar í Justice League náðu aðeins að halda toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans í eina viku, því teiknimyndin Coco, sem gerist í Mexíkó á degi hinna dauðu, og frumsýnd var nú um helgina, gerði sér lítið fyrir og fór rakleitt á topp listans. Þar með ýtti hún Justice League niður í annað sætið.

Í þriðja sæti eru svo Þór og Marvel ofurhetjurnar vinir hans í Thor: Ragnarok, á sinni fimmtu viku á lista.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. Dramamyndin Wonder, með stjörnuleikurunum Julia Roberts og Owen Wilson, fór beint í fjórða sætið, og hin heillandi dansmynd og heimildarmynd La Chana, fór beint í 17. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: