Deadpool mættur í blóðugri stiklu

20th Century Fox hefur sett í loftið fyrstu stikluna úr Deadpool. Þar er á ferðinni enn ein ofurhetjan úr smiðju Marvel. Þessi er reyndar eins konar andhetja sem kallar ekki allt ömmu sína, eins og sjá má í blóðugri stiklunni sem er bönnuð börnum. Grínið er samt aldrei langt undan. DEADPOOL

Ryan Reynolds fer með aðalhlutverkið og það eru framleiðendur X-Men sem sjá um að koma myndinni á hvíta tjaldið.

Stiklan var frumsýnd í þætti Conan O´Brien á TBS-stöðinni en hann var á meðal gesta á Comic Con-hátíðinni á dögunum.

Deadpool fjallar um fyrrverandi sérsveitarmanninn Wade Wilson sem veikist og ákveður að gangast undir tilraunakennda læknismeðferð. Í kjölfarið breytist hann í  Deadpool, kaldhæðna ofurhetju með lækningarmátt, sem leitar uppi manninn sem var nálægt því að drepa hann.

Myndin kemur í bíó í febrúar á næsta ári.