Eichinger – framleiðandi Nafns Rósarinnar og Resident Evil látinn

Kvikmyndagerðarmaðurinn Bernd Eichinger er látinn 61 árs að aldri. Eichinger er þekktur fyrir metsölumyndir eins og Resident Evil og The Name of the Rose. Auk þess skrifaði hann handritið að hinni rómuðu mynd um Hitler; Downfall.

Banamein Eichingers var hjartaáfall, en hann lést í Los Angeles í Bandaríkjunum á heimili sínu þar í borg, þegar hann borðaði kvöldmat með fjölskyldu og vinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá framleiðslufyrirtæki hans Constantin Media.

Á meðal frægra mynda sem hann framleiddi var myndin um „dýragarðsbörnin“ í Christiane F, árið 1982, en það er sönn saga af unglingseiturlyfjaneytendum í Berlín. Einnig framleiddi hann myndir eins og The Neverending Story og miðalda spennusöguna The Name of the Rose sem byggð er á skáldsögu Umberto Eco með Sean Connery í aðalhlutverkinu.

Af fleiri myndum má nefna mynd sem gerð var eftir sögunni Ilmurinn, eða Perfume: The Story of a Murderer, eftir sögu Patrick Sueskind.

Eichinger fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir handrit sitt að Downfall.