Er Wakanda bandamaður eða óvinur – Myndband

Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever kemur í bíó ellefta nóvember næstkomandi en í myndinni fáum við meðal annars að kynnast nýjum persónum og nýjum heimi, neðansjávar!

Angela Bassett.

Í splunkunýju myndbandi, sem hefst á lagi Bob Marley, No Woman No Cry,  og hægt er að horfa á hér fyrir neðan, byrja leikarar og leikstjóri á að minnast Chadwick Boseman sem lék Black Panther í fyrstu myndinni, en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2020, aðeins 44 ára að aldri.

Chadwick Boseman.

Leikkonan Angela Basset, sem fer með hlutverk Ramonda, segist í myndbandinu vera þakklát fyrir að vera hluti af Black Panther heiminum og segir leikarana alla vera mjög tengdir myndinni tilfinningalega.

Mikill missir

Winston Duke sem leikur  M´Baku segir að það hafi verið mikill missir að Boseman.

Ryan Coogler leikstjóri myndarinnar segir að leikarinn hafi verið listrænn félagi og lagt mikið af mörkum til sögunnar og persónusköpunarinnar.

Ryan Coogler leikstjóri.

Lupita Nyongo, sem leikur Nakia, segir að það hafi verið gaman að koma aftur til Wakanda, eins og hún orðar það.

Mikið að gerast

Letitia Wright, sem leikur Shuri, segir að mikið gerist í nýju myndinni sem sé frábært. Margar nýjar og spennandi persónur séu kynntar til leiks og nýr heimur neðansjávar sé kynntur.

Ein af þeim nýju persónum sem kynntar eru til sögunnar er Namor sem eins og segir í myndbandinu er líklega ein elsta teiknimyndasögupersónan sem til er.

Neðansjávarkonungurinn.

Leikarinn sem túlkar hann, Tenoch Huerta, segir það hafa verið draumi líkast að fá að leika hann.

Namor er konungur neðansjávarríksins sem heitir Talocan. Hann er eins og guð á meðal lifenda, að sögn Huerta.

Veldin takast á. Namor spyr Ramondu hvot Wakanda sé bandamaður eða óvinur.

Danai Gurira  sem leikur Okoya, segir að það sé mikill innileiki í myndinni sem hafi hvatt alla til að gefa allt sem þau áttu í kvikmyndina.

Sjáðu myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan:

Okoye
Namor