Falskur fugl – Fyrsta sýnishornið

Vísir.is birti fyrr í dag fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri bíómynd, Falskur fugl, en það má einnig sjá hér að neðan: 

 

Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen.

Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu.

Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd 25. janúar næstkomandi.