Fjórir leikarar og sjö brjálæðingar

Gamanmyndin kolsvarta In Bruges hefur eignast þónokkra aðdáendur síðan hún kom út, en þeir verða eflaust ánægðir að heyra að Colin Farrell og Martin McDonagh, maðurinn sem skrifaði og leikstýrði In Bruges, munu leiða saman hesta sína á ný.

Farrell mun fara með hlutverk í myndinni Seven Psychopaths eftir McDonagh, en hann mun ganga til liðs við þá Mickey Rourke, Sam Rockwell og Christopher Walken. Myndin fjallar um handritshöfund (Farrell) sem vinnur að handritinu ‘Seven Psychopaths’. Brátt dregst hann inn í áætlun vina sinna (Rockwell & Walken) til að ræna hundi þekkts mafíósa, en hlutirnir flækjast þegar hundurinn hverfur og mafíósinn, leikinn af Rourke, fer í hefndarhug.