Forsmekkur fyrir Prometheus stikluna

Fyrsta stiklan fyrir endurkomu meistarans Ridley Scott, Prometheus, verður frumsýnd á morgun á vefsíðu Apple og er það klárlega mikið fagnaðarefni okkur kvikmyndanerðina. Prometheus er fyrsta hrollvekjan sem Ridley Scott leikstýrir síðan hann gerði allt vitlaust í bíóhúsum árið 1979 með geim-hrollvekjunni Alien, en Prometheus er sögð vera tengd þeirri seríu.

Hér fyrir neðan er smá forsmekkur fyrir stikluna þar sem við sjáum fyrsta myndefnið úr Prometheus. Aðalleikarar myndarinnar, þau Noomi Rapace, Michael Fassbender, Idris Elba og Charlize Theron koma öll fram í þessum stuttu bútum og lítur allt út fyrir að Prometheus sé enn stærri en flesta grunaði:

Fyrsta stikla myndarinnar lak á netið um daginn og er klárt mál að aðdáendur Alien eiga vart eftir að halda vatni eftir þá stiklu, en hún er mjög lík frægu stiklunni fyrir þá mynd. Einnig skal taka fram að Gullfoss sést í fyrstu stiklunni þannig að stollt íslendinga og lands okkar í þáttöku myndarinnar mun vonandi vekja áhuga almennings hérlendis fyrir myndinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að heyra tónlistina sem mun heyrast í stiklu myndarinnar:

Eru menn ekki spenntir yfir endurkomu Ridley Scotts í geirann sem hóf feril hans? Hvað fannst fólki um Alien-seríuna?