Framtíðarmynd Fords í fyrsta sæti

enders_game ender´s gameHarrison Ford- framtíðar-myndin Ender’s Game er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina en áætlaðar tekjur hennar yfir alla helgina eru 27 milljónir Bandaríkjadala.

Bad Grandpa mun líklega ná öðru sætinu með 17 milljónir dala í áætlaðar tekjur, og tvær nýjar myndir munu líklega koma þar á eftir í þriðja og fjórða sæti.

Þetta eru þær gömlukalla-hangovermyndin Last Vegas með 17 milljónir dala í tekjur og Free Birds, eða Furðufuglar, eins og hún heitir hér á Íslandi, (myndin var frumsýnd hér á landi nú um helgina ) með 16 milljónir dala í tekjur.