Frumsýning: The Conjuring

Sambíóin frumsýna hrollvekjuna The Conjuring á miðvikudaginn næsta, þann 28. ágúst í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Selfossbíói.

conjuring

„Leikstjórinn James Wan, sem gerði m.a. Saw, Dead Silence og Insidious, heldur áfram að hræða okkur í nýjustu mynd sinni The Conjuring sem hefur fengið frábæra dóma og er af mörgum talin ein besta hrollvekja allra tíma,“ segir í frétt Sambíóanna.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

The Conjuring er byggð á einni af frásögnum hjónanna Eds og Lorraine Warren, en þau notuðu bróðurpart ævi sinnar í að rannsaka þúsundir atvika sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga. Á meðal þekktustu sagnanna úr sagnabanka þeirra er til dæmis frásögnin af Amityville-draugaganginum sem hefur verið kvikmynduð tvisvar.

conjuring_ver2_xlgÍ þetta sinn var athygli þeirra vakin á meintum draugagangi á sveitaheimili í Rhode Island-ríki Bandaríkjanna þar sem Perronfjölskyldan bjó. Fjölskyldan hafði um hríð verið ásótt af einhverjum óútskýranlegum öflum og svo fór að móðirin setti sig í samband við Warren-hjónin og bað þau um aðstoð til að komast að því hvað væri á seyði og þá hvernig hægt væri að binda enda á þessa martröð fjölskyldunnar.

Og svo fór að þetta mál átti eftir að verða eitt það athyglisverðasta sem Warren-hjónin höfðu nokkurn tíma rannsakað …

Aðalhlutverk: Vera Farmiga, Patrick Wilson, Lili Taylor, Ron Livingston, Shanley Caswell og Hayley MacFarland

Leikstjórn: James Wan

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi og Selfossbíó

Aldurstakmark: 16 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• The Conjuring fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans og tók inn rúmlega 41 milljónir dollara á frumsýningarhelginni. Hún er með 8,1 í einkunn á Imdb.com þegar þetta er skrifað og hafa notendur vefjarins keppst við að hlaða hana lofi. Það er því alveg óhætt að lofa væntanlegum áhorfendum gæðahrolli sem svo sannarlega mun fá hárin til að rísa.

• Atburðirnir sem lýst er í myndinni gerðust á árunum 1973 til 1974, en næsta viðfangsefni Warren-hjónanna á eftir þessu var síðan Amityville-draugagangurinn.