Frumsýning – The Possession

Sambóióin frumsýna hrollvekjuna The Possession á föstudaginn næsta, þann 23. nóvember.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að The Possession sé æsispennandi mynd um unga stúlku sem verður andsetin eftir að hún opnar fornt og dularfullt skrín sem reynist vera dvalarstaður ills anda.

Myndin er framleidd af Sam Raimi, sem gerði Spiderman þríleikinn, hrollvekjuna Drag Me To Hell og The Gift. Leikstjóri er danski leikstjórinn Ole Bornedal, sem gerði Nightwatch.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

Söguþráður myndarinnar er þessi: Jeffrey Dean Morgan leikur Clyde, fráskilinn föður tveggja stúlkna sem búa hjá honum. Dag einn rekst hann ásamt dætrum sínum á gamalt skrín á garðsölu og ákveður að kaupa það handa yngri dótturinni, Em. Á skríninu er að finna sérkennilega skrift og við fyrstu sýn virðist engin leið að opna það.

Það kemur líka fljótlega í ljós að það er eitthvað mikið dularfullt við skrínið. Em byrjar að heyra raddir sem virðast koma innan úr því og þegar hún skoðar það betur rambar hún skyndilega á að opna það.

Og þar með má segja að fjandinn verði laus …

Fróðleiksmolar til gamans: 

Myndin er byggð á sannri sögu en hinn illi andi sem glímt er við er kominn úr þjóðsögum gyðinga þar sem segir að  villuráfandi og jafnvel illra anda sem sleppa út  „Dybbuk“-skrínin séu nokkurs konar dvalarstaður þegar þau eru opnuð.
Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert gefur The Possession þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og setur hana í flokk með betri myndum af þessu tagi. Orðrétt segir hann í lok gagnrýni sinnar að „The Exorcist has influenced a lot of films, and this is one of the better ones.“

Leikstjóri er Ole Bornedal

Helstu leikarar eru Jeffrey Dean Morgan, Kyra Sedgwick, Natasha Calis, Jay Brazeau, Madison Davenport og Grant Show. 

Myndin verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, og er bönnuð innan 16 ára.