Frumsýning: Zero Dark Thirty

Myndform frumsýnir á föstudaginn næsta, 8. febrúar, myndina Zero Dark Thirty í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri.

Myndin er tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki. Jessica Chastain fékk Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hófst víðtæk leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Zero Dark Thirty segir frá leiðangri sérsveita Bandaríkjahers til þess að hafa hendur í hári bin Ladens, sem náði hámarki þegar sérsveitirnar handsömuðu og drápu bin Laden í árás á afgirta húsaþyrpingu í Pakistan þann 6. maí árið 2011.

Fróðleiksmolar til gamans: 

Heiti myndarinnar, Zero Dark Thirty, er sérsveitardulmál sem þýðir í raun „30 mínútum eftir miðnætti“, en það var einmitt á þeim tíma sem Osama Bin Laden var skotinn til bana.

Myndin var tilnefnd til fernra Golden Globe-verðlauna og hlaut
Jessica Chastain þau fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna.
Zero Dark Thirty er nú tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna, þar á
meðal sem besta mynd ársins.

Aðalhlutverk: Jessica Chastain, Joel Edgerton, Chris Pratt, Kyle
Chandler, Jennifer Ehle og Jason Clarke og Harold Perrineau
Leikstjórn: Kathryn Bigelow
Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri