Fyrsta myndin af Hiddleston í Crimson Peak

Fyrsta opinbera ljósmyndin af leikaranum Tom Hiddleston í nýjustu kvikmynd Guillermo Del Toro, Crimson Peak, var opinberuð í dag. Del Toro á að baki myndinr á borð við Pan’s Labyrinth. Lesendur ættu að þekkja Hiddleston í hlutverki Loka úr Avengers-myndunum.

Crimson Peak fjallar um metnaðarfullann rithöfund sem lendir í togstreitu í eftirleik fjölskylduharmleiks, þar sem togast á ást á æskuvini og tæling dularfulls aðila. Til að flýja drauga fortíðar, þá lendir hún í húsi sem andar, blæðir … og man.

Crimson Peak er væntanleg í kvikmyndahús þann 15. október á þessu ári. Hér að neðan má sjá ljósmyndina.

tomhiddleston