Fyrsta myndin úr 'Elvis & Nixon'

The Hollywood Reporter birti í dag fyrstu myndina úr kvikmyndinni Elvis & Nixon. Michael Shannon fer með hlutverk konung rokksins, Elvis Presley og Kevin Spacey fer með hlutverk fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Richard M. Nixon.

Myndin verður frumsýnd seinna á þessu ári og leikstýrir Liza Johnson myndinni. Hún hefur m.a. áður gert myndirnar Return frá árinu 2011 og Hateship Loveship frá árinu 2013.

Elvis fékk sinn fyrsta fund með Nixon þann 13. desember árið 1970, eftir að hafa skrifað bréf til hans. Í samtali þeirra kom meðal annars fram skoðun Elvis á andamerísku atferli Bítlanna, áhyggjur hans af aukinni eiturlyfjaneyslu og ósk hans um að fá inngöngu í bandarísku alríkislögregluna, en það var víst aðalástæða heimsóknarinnar.

Hér að neðan má sjá fyrstu myndina úr Elvis & Nixon.

elvisnixon