Fyrsta stikla úr Beast, nýjustu mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta stiklan úr Beast, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks er komin út. Myndin segir frá tveimur táningsstúlkum og föður þeirra sem komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni. 

Í aðalhlutverkum eru Idris Elba, Sharlto Copley, Leah Jeffries og Iyana Halley.

Horfðu á stikluna hér fyrir neðan: