Fyrsta stikla úr Lost City – Sandra Bullock og Channing Tatum í frumskógarháska

Fyrsta stiklan fyrir Sandra Bullock, Brad Pitt, Channing Tatum og Daniel Radcliffe ævintýramyndina Lost City var að detta í hús, en myndin segir frá höfundi rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt fyrirsætunni á bókarkápunni. Persóna Daniel Radcliffe vill að hún hjálpi sér að finna Týndu borgina og bregður á það ráð að ræna henni – og fyrirsætan ákveður að bjarga deginum!

Myndin er væntanleg í bíó 25. mars hér á landi.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: