Fyrsta stiklan úr The Huntsman: Winter´s War

Fyrsta stiklan úr ævintýramyndinni The Huntsman: Winter´s War, sem er framhald Snow White and the Huntsman, er komin út.

snowhite

Chris Hemsworth og Charlize Theron snúa aftur í hlutverkum sínum. Hemsworth sem Eric en Theron sem illa drottningin Ravenna. Á meðal annarra leikara eru Emily Blunt og Jessica Chastain.

Leikstjóri er Chedric Nicolas-Troyan.

Myndin er væntanleg í bíó í apríl á næsta ári.