Fyrsti Fox Terrier á pólinn

Norska teiknimyndin Titina kom í bíó um helgina. Hún fjallar um tvo aðalsmenn og kjölturakkann Titina af Fox Terrier kyni sem fylgir þeim í háskalega loftbelgsferð á Norðurpólinn á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar.

Spenntir landkönnuðir.

Framleiðandi myndarinnar er Mikrofilm í Osló ásamt hinu belgíska Vivi Film, sem er meðframleiðandi.

Titina (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8

Tveir aðalsmenn og kjölturakki fara í háskalega ferð á Norðurpólinn. ...

Eins og fram kemur í frétt ScreenDaily hafa bæði fyrirtækin komið við sögu Óskarsverðlaunanna. Mikrofilm fékk tilnefningu fyrir stuttmyndina Me And My Moulton árið 2015 og Vivi Film var meðal framleiðenda The Triplets of Belleville sem tilnefnd var til Óskarsins árið 2003. Einnig kom fyrirtækið að The Secret of Kells.

Les triplettes de Belleville (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 94% Rotten tomatoes einkunn90%

Ungum manni er rænt þegar hann keppir í Tour de France hjólreiðakeppninni. Það vill svo til að hann er barnabarn frú Souza, sem leggur upp í mikla ævintýraför til að frelsa hann úr klóm ræningjanna. Með henni í för eru hundurinn Bruno og hinar öldruðu Belleville-systur, sem ...

Myndin var tilnefnd til fjölda alþjóðlegra verðlauna og hefur unnið fjölmörg þeirra, en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimynd og fyrir besta titillag kvikmyndar árið 2004.

Kostaði 1,3 milljarða

Í fréttinni segir að Titina hafi kostað um 8,5 milljónir evra, eða 1,3 milljarð íslenskra króna. Leikstjóri er Kajsa Næss.

Hundurinn Titina öðlaðist heimsfrægð fyrir ferðina sem fjallað er um í myndinni þegar hann fylgdi ítalska flugverkfræðingnum Umberto Nobile og norska landkönnuðinum Roald Amundsen í loftbelg á Norðurpólinn.

Ævintýrið er endursagt með augum hundsins sem með þessu varð fyrsti og eini Fox Terrier hundurinn til að stíga fæti á pólinn, sem er umhverfi sem er honum vægast sagt framandi.

Myndin var frumsýnd á Animation Is Film Festival 21-23. október á síðasta ári.

Þakklát fyrir orkuna

Næss sagði þegar myndin var valin á hátíðina að fjöldi manna hefði unnið hörðum höndum að því að gera hana. Hún væri þakklát fyrir alla ástina, orkuna og alla listræna hæfileikana sem lagðir voru í framleiðsluna, allt frá þeim sem teiknuðu undirbúningsskissurnar að hönnuðum, teiknimyndafólki, tónskáldi og hljóðhönnun.