Sjarmi og stemning af gamla skólanum

Fly Me to the Moon er skemmtilega óhefðbundin rómantísk gamanmynd með gamaldags sniði þar sem sjarmann vantar ekki hjá stórleikurunum Channing Tatum og Scarlett Johansson. Svo vilja að minnsta kosti fyrstu umsagnir gagnrýnenda meina og er samantekt allnokkurra sú að myndin haldi flugi með retró-stemningu og nái góðri lendingu. Hermt er að þau Tatum og Johansson myndi kostulegt og eftirminnilegt skjápar.*

Johansson leikur markaðsfrömuðinn Kelly Jones sem verður verkefnastjóranum Cole Davis (Tatum) til trafala þegar sá síðarnefndi er í sínu allra erfiðasta verkefni, að lenda geimflaug á tunglinu. Þegar Hvíta húsið úrskurðar að verkefnið sé of mikilvægt til að það megi mistakast, er Jones skipað að setja upp falska tungllendingu til vara ef eitthvað færi úrskeiðis.

Leikstjóri myndarinnar er Greg Berlanti, sem leikstýrði meðal annars Love, Simon frá 2018 sem vakti mikla athygli og hlaut góðar undirtektir. Fly Me to the Moon verður frumsýnd hér á landi 17. júlí. 

*Sjá má hér óþýdd brot af ummælum gagnrýnenda:

“Gilroy’s script may not be historically accurate, but it is rigorously researched and ingeniously structured, using forgotten or little-publicized aspects of the mission in unexpected ways. – Variety

“At its core, Fly Me To The Moon is a thoroughly enjoyable, memorably novel rom-com that regularly surprises in a genre that often doesn’t, and we’re all better for it.” – Collider

“Fly Me to the Moon is an utterly delightful exercise in romantic nostalgia and the type of old-fashioned escapism Hollywood tends to shy away from nowadays.” – FandomWire

“A Must See” – Screenrant

“… balances a retro approach to onscreen romance, and indeed the romance of literally shooting for the stars, with well-earned moments of introspection and poking at the emphasis placed on aesthetics and being ‘convincing’ over genuine emotion and honesty.” – FILMink

“A supremely delightful and old-fashioned comedy that brings to mind the screwball genre pieces of Doris Day and Rock Hudson in their prime.” – The AU Review