Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór með vini mínum á þessa mynd í bíó þá kom það mér soldið á óvart að hún væri á frönsku (fyrsta franska myndin sem ég sá). En svo var þetta eins og hún hafi komið aftan að mér og barið mig í hnakkan með hafnaboltakylfu sem hafði sama massa og 1 rúmmetra steypuköggull! Hún var að mínu mati hrein snilld þar sem sást hversu öflugar myndir frakkar höfðu fram að færa. Ekkert líkt þessum venjulegu Hollywood-klisjum. Og kom ég mjög sáttur útúr bíóinu!

Svo keypti ég myndina og tók betur eftir hinum og þessum atriðum. Það var aðeins eitt sem fór virkilega í taugarnar á mér og það var þegar Max Kerkerian slóst við ný-nasistana. Þá komu svona bardagahljóð eins og í tölvuleikjum og gömlum myndum. Seinna fattaði ég að þessi hljóð komu einmitt úr tölvuleiknum sem eitthvað ný-nasistapar var að spila í sama herbergi. Þaðan kom einnig tónlistin sem var undir í bardagaatriðinu.

Eftir þessa uppgötvun rann yfir mig nýtt ljós og sá ég þá að þessi mynd var frumlegri en ég hélt. Svo var líka eitt sem ég rak augun í og það var að blóðið sem slettist útúr þeim eða lak (eða whatever) virtist mjög svo raunverulegt.

Myndatakan var af bestu gerð eins og öll umgjörð og frágangur myndarinnar. Mikill skuggi lá yfir myndinni og sveipaði hana dulúð. Satt er það að hún er soldið fyrirsjáanleg en miðað við allt annað sem við henni kemur þá er það aðeins smáræði!

(Líklega er málið það að ég hef lært að bera ekki of miklar væntingar til myndanna sem ég horfi á.)

This movie is worth every star!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Serving Sara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vinur minn dró mig með sér á þessa mynd! Hann hafði miklar væntingar til hennar því hann er mikill aðdáandi Friends-þáttanna (einkum Matthew Perrys). Ég sat þarna og horfði á þessa svotilgerðu gamanmynd sem ég hafði nær engar væntingar um. Svo að ég komi mér nú beint að efninu þá fannst mér þessi mynd vera ein af þessum týpisku rómantísku gamanmyndum sem komu út í milljónatali á ári hverju! Hver hefur ekki séð svona myndir áður þar sem sama ruglið endurtekur sig: boy meets girl og svo vitum við alveg hvert framhaldið er!

Svo er leikur hennar Hurley ekkert framúrskarandi og frekar verri en í Austin Powers eitt ef eitthvað er. Það eina sem markvert er að Matthew Perry heldur sér á gamla góða strikinu og heldur allri myndinni uppi með sínum einstæða húmor!

Ekkert markvert hér á ferð og bara sama gamla dæmið sem ætti helst banna í kvikmyndahús því hún er ekki peninganna virði (en alltaf eru til undantekningar)!

Og þess má geta að vinur minn varð fyrir frekar miklum vonbrigðum meðan mér fannst myndin bara allt í lagi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei