Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Darkness Falls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég horfði á Darkness falls í gærkvöldi. Ég var lengi búin að ætla gera það en nennti aldrei. Myndin fjallar um goðsögnina the toothfairy, konu sem börnin gáfu alltaf síðustu tönnina sína til. Svo lennti hún í því að brennast hræðilega og gekk alltaf með postulínsgrímu eftir það. Einu sinni hurfu tvö börn úr þorpinu og var henni kennt um það. Þorpsbúar tóku hana og hengdu. Í andslitunum lagði hún bölvun á þorpsbúa, að hver sá sem myndi líta hana augum myndi hún drepa. 150 árum síðar, þar sem sagan gerist missir ungur strákur tönnina sína. Kella kemur að sækja hana og strákurinn sér hana. hún reynir að drepa hann. Þetta er eiginlega allt það sem myndin er um. Mér fannst leikararnir standa sig vel og vondi karlinn var vel lukkaður, ógeðsleg rödd og svona. Mér fannst samt lausnin á flækjunni vera of einföld. Þau björguðust of auðveldlega. Mér finnst myndin vera ágæt en það vantar samt eitthvað. Þessi mynd er fín til að glugga í einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Contact
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um unga konu, Ellie sem þráir ekkert heitar heldur en að finna líf á öðrum hnöttum. Þegar hún var lítil voru hún og pabbi hennar alltaf að fylgjast með himninum í stjörnukíkji ogað reyna ná sambandi við umheiminn. Svo gerist það að pabbinn er bráðkvaddur og stelpan missir manneskjuna sem elskar mest af öllum. Myndin gerist samt aðallega þegar hún er fullorðinn kona. Þá gerist það að hún nær sambandi við aðra plánetu eða vídd (Vega). Þá fara hjólin að snúast og Ellie fær tækifæri til að sanna sig. Irr ég var svo reið þegar ég horfði á myndina og það var einhver karl sem stal alltaf af henni hrósinu. Þessi mynd er frábær og Jodie æðisleg að venju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butterfly Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi hérna mynd er það sem maður kallar hreina snilld. Hún rígheldur manni allan tímann, hún er það spennandi.Hún kemur mjög á óvart. Ég átti von á því að þetta yrði einhver hræðilega mislukkuð Holliwood mynd en sú var sko ekki raunin. Hún fjallar um ungan mann leikin af Ashton Kutcher(sem stóð sig vel í hlutverkinu). Þessi persóna sem Ashton leikur erfði í fæðingu náðargáfu frá pabba sínum. Náðargáfan fellst í því að ef þeir lesa dagbókina sína falla þeir í trans og komast til fortíðarinnar og geta breytt orðnum hlutum. Afleiðingarnar eru misjafnar og fjallar myndin um það. Það er mjög erfitt að útskýra myndina en sjón eru söguríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hrafninn flýgur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér erum við að tala um klassíker, algjöra klassíker. Hver kannast ekki við setningarbrot eins og þungur hnífur og fleiri. Leikararnir eru allir að standa sig með sóma að mínu mati. Frábært að sjá Eddu Björgvinsdóttur í einhverju öðru heldur en einhverju grínhlutverki. Maður finnur hinsvegar líka fyrir söknuði þar sem að tveir leikarar eru dánir Helgi Skúlason og Sveinn M. (ég held að hann heiti það). Myndin gerist á landnámsöld, þegar fólk flýr í stórum hópum frá Noregi undan Haraldi Lúfu. Tveir fóstbræður flýja hingað til lands og setjast hér að. Svo 20 árum seinna kemur furðulegur gestur í heimsókn og vígaferli hefjast..... Mér finnst náttúran fá að njóta sín einstaklega vel, allskonar fallegar myndir teknar á heiðum og björtum sumardögum. Handritið er nokkuð gott miðað við hvað það getur verið erfitt að skilja og túlka hugsunarhátt fornmanna. Maður þarf að vera í ákveðnu stuði fyrir þessa mynd. Hún fær 3 stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stúlkan mín er mynd sem fjallar um unga stúlku sem býr á útfararstofu ásamt pabba sínum, ömmu og klikkuðum frænda. Hún á ofsalega góðan vin sem heitir Thomas J. Vada (stelpan) er dauðhrædd við dauðann og allt það sem hún sér heima hjá sér. Hún mótast af því og heldur í sífellu að hún sé dauðvona. Pabbi Vadu þarf að ráða förðunarfræðing á útfarastofuna (Jamee Lee). Förðunarfræðingurinn og pabbinn verða ástfanginn og byrja saman. Vada er alls ekki sátt við það. Mér finnst þessi mynd vera einum of væminn. Maður alveg fær klígju, sérstaklega ef maður er farinn að horfa mikið á hana. Það er flottur leikur í myndinni sérstaklega hjá krakkaleikurunum. Mér finnst þessi mynd ekki vera nógu skemmtileg. Hún fær 2,5 stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slap Her, She's French!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg þessi dæmigerða mynd sem er gaman að sjá einu sinni. Hún er hálfömurleg og full af amerískum fordómum fyrir Frökkum og evrópubúum. Það er alveg óþolandi þessi hugsunarháttur í kananum að dæma alltaf önnur lönd útfrá því hversu auðveldlega er hægt að verða sér um hamborgara. Ástæðan fyrir að ég sá þessa var vegna þess að það voru ódýrir miðar í bíó. Myndin er með hefðbundið unglingamynda minni þ.e vinsælasta stelpan, fegurðadrottning, bitch og ríkidæmi, þið vitið. Söguþráðurinn er pínulítið frumlegur. Þið ættuð að sjá sjá Slap her.. þið sem hafið gaman af unglingamyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
City of Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ofsalega falleg mynd. Hún fjallar um það að allsstaðar þar sem við erum eru englar í kringum okkur sem hjálpa okkur og styðja andlega. Þeir sjá líka um að sækja okkur þegar við deyjum. Nicholas Cage leikur svoleiðis engil í þessari mynd. Einn daginn er hann sendur til þess að sækja hjartveikan mann. Maðurinn er á skurðarborðinu hjá lækni nokkrum, leiknum af Meg Ryan. Þegar sjúklingurinn hennar deyr á borðinu hjá henni verður Meg alveg miður sín. Nicholas veitir henni andlegan stuðning. Það er eikkað skrítið samt. Honum finnst hann finna fyrir tengslum við hana og ákveður að gera sig sýnilegan fyrir henni. Mér finnst hugmyndin á bakvið myndina alveg rosalega góð. Myndin er ekki beint skemmtileg. Hún er svona blanda rómantík, sorg og fegurð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kindergarten Cop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni miðlungsmynd í alla staði nema í leik, þá er ég að tala að nýkosna landstjórann Arnold S.Sagan er alveg ágætlega skemmtilega og gaman að sjá þess mynd kannski þegar maður er í stuði til að horfa á krúttleg börn. Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa mynd er persónan sem er samstarfslögreglukona Arnolds í myndinni. Hún er voða hress og á skemmtilegar línur í myndinni. Það eru skemmtilegir brandarar í myndinni, bara ekki nóg. Lítið meira hægt að segja! Ágætis skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sling Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Á bakvið þessa mynd er alevg rosalega skemmtileg saga. Karl er fatlaður og á foreldra sem hafa ekki mikið álit á honum að þeim sökum. Einn daginn kemur hann að mömmu sinni að hafa samfarir með öllum tilheyrandi hljóðum. Hann misskilur þetta og heldur að elskuhuginn sé að misþyrma móður sinni og drepur hann. Þá er hann sendur á geðveikrahæli. Þegar kemur að því að útskrifast fer hann í heimabæ sinn og kynnist þar ungum pilti sem hefur það frekar bágt, mamma hans er með algjörum drullusokki. Karl og strákurinn verða miklir vinir og treysta hvor öðrum. Þetta var bara brotabrot um söguþráðinn. Já Billy Bob og sömuleiðis strákurinn eiga svo sannarlega allt hrós og öll verðlaun skilið fyrir frábæra túlkun. Reyndar fullt af öðrum leikurum líka. Þessi mynd er með betri myndum sem ég hef séð, maður gleymir henni seint.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Útlaginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst útlaginn vera góð byrjun á víkingamyndum í íslenskri kvikmyndaflóru. Það er algjör skylda að hafa lesið Gísla sögu áður en maður sér hana. Auðvitað er ýmislegt í myndinni sem mætti vera betur gert. T.d þetta gerist á víkingaöld og þá var bara ekkert hlaupið í sápu og sjampó. Fólk var skítugt og það var bara eðlilegt. Í Útlaganum voru allir leikarar nýbaðaðir með rafmagnað hár. Ég held að þetta hafi bara verið svona byrjenda mistök í gerð víkingatímabils mynda. Allir sem hafa gaman af Gísla sögu og Njálu og í rauninni bara á öllum gömlu fornsögunum og kviðunum ættu að sjá þessa. Hún hjálpar manni að skilja. Uppáhaldið mitt í þessari mynd er Auður Vésteinsdóttir kona Gísla. Leikkonan túlkar hana nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér hana þegar ég las bókina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Once Were Warriors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd sýnir okkur inn í vítisheim fjölskyldna sem þurfa að þola ofbeldi af einhverjum ástæðum eða er misboðið alvarlega. Söguþráð myndarinnar er hægt að færa upp á alla vestræna menningarheima. Karlinn alki, konan lætur bjóða sér að vera barinn, krakkarnir ekki að standa sig með sálarlífið í molum. Jake er húsbóndi á sínu heimili og gerir það sem hann vill án tillits til annara fjölskyldumeðlima. Heldur brjáluð drykkjupartý, lætur börnin sín gjörsamlega vera afskiptalaus. Hann á það til að vera almennilegur en það endar alltaf illa. Myndin inniheldur hræðileg ofbeldisatriði, EKKI fyrir viðkvæma. Myndin er svakaleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ofsalega hjartahlý og falleg kvikmynd hér á ferðinni. Hún fjallar um villikonuna Nell. Nell hefur eiginlega bara hlotið svipað uppeldi og Móglí. Lærði bjagaða ensku af móður sinni sem var fötluð. Nell býr bara ein í skóginum yfirvöld geta auðvitað ekki látið það líðast að láta fólk lifa eins og hún á seinnihluta 20.aldar. Þau senda þess vegna teymi til að fylgjast með henni og ákvarða hvort hún þurfi inn á stofnun.... ég segi ekki meira. ég er mikill Jodie aðdáandi og finnst hún standa sig frábærlega, stelur alveg senunni af öðrum. Frábær saga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
While You Were Sleeping
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni alveg týpísk Söndru Bullock mynd. Sandra leikur einmanna konu sem býr ein með kettinum sínum og vinnur við það að selja lestarmiða. Líf hennar er frekar einmannalegt þangað til að maðurinn sem hún er skotin í á laun, lendir í hremmingum og þarf að fara á sjúkrahús. Hún þekkir þennan mann ekki baun og hann hefur varla tekið eftir henni þar sem hún situr og þiggur af honum aur fyrir lestarmiða á hverjum morgni. Allavega hún fylgir honum á sjúkrahúsið þar sem allt fer í vitleysu og það endar þannig að fjölskyldan heldur að Sandra sé tilvonandi eiginkona hans. Þannig byrjar söguatburðarrásin fyrir alvöru. Þessi mynd er frábær skemmtun fyrir kvennverurnar sérstaklega, ég hugsa að fordómalausir karlmenn hafi líka gaman af þessu. Algjör saumaklúbbamynd!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spice World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi hérna mynd er alveg yndisleg. Full af minningum um tímann þegar allar stelpur voru í sinni eigin Spice girls hljómsveit heima í stofu, svefnherbergin voru nánast veggfóðruð með myndum af þeim og allar stelpur tönnluðust á orðunum girl power. Nánast allar stelpur dreymdi um að fá að hitta Spice girls. Þessi mynd var eins konar innsýn inn í líf Spice girls, þó svo að myndin væri að mestu skáldskapur þá voru það áhrifin. Þessi mynd á svona að persónugera þær og láta þær virka meira ekta. Myndin er með hálf ömurlegan söguþráð og leikurinn er nú ekki upp á marga fiska. Þess vegna er hún í rauninni ekki fyrir neina nema þær stúlkur (og drengi) sem dýrkuðu Spice girls allan hringinn og kannski ábyrgðarfullar mæður þeirra. Ég get ekki annað en gefið henni fullt hús stiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Craft
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi hérna mynd er svona mitt á milli þess að vera spennu og hryllingsmynd. Ég myndi ekki segja að þetta væri eingöngu unglingsstúlku mynd. Mér finnst þessi vera frekar svona creepy. Hún fjallar um hluti sem eru lítt rannsakaðir, öfl sem fæstir þekkja og sumir trúa ekki á. Sarah flytur í stórborg og byrjar í nýjum skóla. Hún kynnist þar nýjum stelpum (3) sem eru að reyna galdra. þær geta það ekki vegna þess að það vantar eina í hringinn (í nornahring þurfa að 4) . Þær leyfa Söruh að vera með,þá fara galdrarnir að ganga upp. Stelpurnar allar fyrir utan söruh byrja að misnota galdrana eftir að allt sem þær óska sér fer að gerast. Sarah reynir að fá þær, sérstaklega eina, til að hætta misnotkuninni. Þá saka Söruh um svik og fara að reyna buga hana með göldrum. Í þessari mynd líkt og einni sem heitir Jawbreaker er komið inn á hugtakið sannur vinur. Mér fannst þessi mynd góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni ein mesta lákúra jarðsögunnar. Svo ömurleg að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að henni. Það bara gengur ekki að hlaða nokkrum stórstjörnum í eina mynd og ætlast til þess að hún verði fræg vegna þess. Það verður einhver vitglóra að vera í myndinni. Myndin fjallar um það að vígaóðar geimverur frá Mars ráðast á jörðina og ætla bókstaflega að eyða öllu mannkyni. Þá auðvitað á aðallhetja margra bíómynda (forseti Bandaríkjanna) að kippa málunum í liðinn. Þessi hálfa stjarna sem ég gef þessari þvælu, kemur til vegna þess að geimverurnar voru flottar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Becomes of the Broken Hearted?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni framhaldsmynd sem bara átti að græða á. Þurrmjólka beljuna alveg til hins allra síðasta dropa. Handritið er bara alveg ómögulegt, ekkert vit í því. Fjallar um það að sonur Jakes klíkugæjinn er myrtur. Kærastan hans og yngri bróðir ákveða að hefna hans og fara í hina klíkuna (þetta minnir á Hells angels og Banditos) og ætla sér að fá höfðingja þeirrar klíku til að hjálpa sér. Svo fer sagan líka til Jakes sjálfs. Hann er að reyna vera betri maður og fer meira að segja á veiðar. Það er góður leikur í myndinni þeir sem hafa séð fyrri myndina ættu að taka hana ef þeir eru í virkilegum vandræðum með að velja spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
To Die For
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

To die for fjallar um unga konu Susan sem ætlar sér að verða fræg sjónvarpskona sama hvað það kostar. Í rauninni er hún bara geðveik. Hún giftist inn í ítalska fjölskyldu sem er ekkert alltof hrifin af henni. Í myndinni fer hún að vinna að sjónvarpsþætti með nokkrum unglingum sem hafa fengið ömurlegt uppeldi. Hún gerir hluti fyrir þá sem enginn hefur áður gert, er góð við þau og lítur ekki á þá sem úrhrök. Þannig ginnir hún unglingana til þess að framkvæma ákveðinn hlut. Myndin er dálítið eins og heimildarmynd þ.s að félagar Susan koma við og við inn í myndina og segja nokkur orð. Myndin er frekar þung en það er allt í lagi að sjá hana einu sinni. Góður leikur hjá Nicole
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Goonies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein af þessum myndum sem erfitt er að gleyma. Handritið er alveg ótrúlega skemmtilegt. Myndin fjallar um krakka gengið the Goonies. Þessir krakkar passa ekki alveg inn í ímyndina að vera cool, eru nördar. Þau finna einn daginn fjársjóðskort uppi á háalofti og ákveða að leita að honum. Fjársjóðskortið leiðir þau að felustað Fratellis glæpa fjölskyldunnar og fara þá hjólin að snúast. Úr Goonies eru margar eftirminnilegar persónur t.d Chunk og Mamma fratellis. Skúrkarnir eru mjög vel heppnaðir. Myndin eldist alveg rosalega vel og er góð skemmtun fyrir alla. Nema þau allra yngstu kannski:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jawbreaker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er ein fjandi góð á ferðinni. Þessi mynd kemur fram með boðskapinn hið góða sigrar hið harða. Hún setur jafnframt því fram spurninguna: hvað eru vinir? Fjórar stelpur eru aðal brýnin í sínum skóla. Þær eru flottar og allir horfa upp til þeirra. Einn daginn ákveða fjórar þeirra að hrekkja eina á afmælisdaginn (það er siður í Ameríku). Grínið gengur aðeins út í öfgar með þeim afleiðingum að það verður slys og afmælisbarnið deyr. Ein, Julie vill umsvifalaust tala við lögguna. En hinar eru sko ekki á þeim buxunum. Útfrá þessu verður flétta sem dregur mesta lúða skólans, Furn Mayo inn í málið. Í myndinni er skemmtileg tónlist og finnst mér að allir standi sig vel í leiknum. Þessi mynd er skemmtileg og kemur ótrúlega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Save the Last Dance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jahá, það eru ekki margar myndir sem ná svona vel til mín eins og Save the last dance gerir. Ég veit ekki hvað það er sem olli því að ég fór hverja einustu helgi og leigði þessa mynd á tímabili. Julia leikur stelpu sem æfir ballet af kappi en missir móður sína í bílslysi og hættir þá að dansa. Hún flyst til NY og kynnist þar nýju fólki, aðallega svertingjum. Hún verður kærasta Seans. Þau þurfa saman að snúa bökum saman gegn fordómum. Sean hjálpar Juliu að vinna á sorginni og kemur henni aftur í ballettinn. Skemmtileg tónlist og gott handrit prýða þessa mynd. Þessi mynd er upplögð fyrir stelpur og rómantískar konur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er eins og maður segir ,,allar hryllingsmyndir eru eins og Texas Chainsaw er engin undantekning með það. Nokkrir krakkar,góð stúlka, eitthvað ólöglegt, kynlíf og einhver áfangastaður. (Þetta er dæmi um minni úr hryllingsbíómynd, reyndar er ekki alltaf áfangastaður). Eftir fyrstu fimm mínúturnar gat maður strax séð hver það væri sem ætti ekki þau hræðilegu örlög fyrir sér að vera sagaður. Myndin er öll svona fyrirsjáanleg. það er ósköp lítið hægt að segja um söguþráðin án þess að tala af sér. Ég myndi segja að þessi mynd sé góð skemmtun fyrir þá sem hafa áhuga á hryllingsmyndum en aðra ekki, eins og mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum síðan að ég fór í bíó að sjá Bring it on. Ég gleymi því seint vegna þess að ég hef sjaldan skemmt mér svona vel yfir bíómynd. Hvað þá mynd sem er alveg eftir Hollywood formúlunni. Formúlan bara gengur upp í henni þessari. Klappstýruliðið Torros hefur stjórnenda(captain)skipti eftir að hafa sigrað nokkur ár í röð á landsmótinu í klappstýrudansi. Hinn nýji stjórnandi kemst að því að öll sporin sem höfðu fært þeim pálmann eru stolin. Svertingja stúlkurnar (Clovers) sem að fyrrverandi stýran stal af eru ekki sáttar. Þær ætla sko ekki að láta svona stuld yfir sig ganga og fara líka á landsmótið. Þessi mynd er full af skemmtilegri tónlist og flottum dönsum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei