Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er um að ræða spennumynd í anda Fast and the Furious myndanna. Að gera myndir sem slíkar er listgrein í sjálfu sér.

Það sem þær þurfa sérstaklega er hraðskreið farartæki( mótorhjól í þessu tilviki), gellur,töffara og myndirnar verða að vera keyrðar á miklum hraða til þess að þetta gangi allt upp. Áhættuatriðin í þessari mynd eru hreint út sagt mögnuð, tónlistin passar mjög vel við þema myndarinnar og kvennfólkið er ekki af verra endanum. Leikurunum tekst vel upp í því sem þeir eiga að gera,vera sexy og töff og uppistaðan er frábær spennumynd í hárréttri lengd.


Torque er flugledasýning frá upphafi til enda og gef ég henni hiklaust 4 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei