Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Gremlins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver segir að skrímsli séu ekki til, ok ég veit að ég hljóma eins og í Aliens (Alien 2). En hver segir að skrímsli hafi ekki húmor. Eins og ég vitna í Jeff Glomblum sem lék Ian Malcom þegar hann sagði þetta: First it is ohh vaah, then you start running and screaming. Það er það sama með þessa mynd. Nema hvað áhorfendur skellihlæa þegar þeir skemmta sér yfir tilburðunum í skepnunum. Aðalhetjan Billy, fær í hendur Mogwai sem hann kallar Gismo. Með honum fylgdu þrjár reglur sem urðu fyrir slysni (kannski) brotnar. Úr því kom, sem flugvélamenn kalla Gremlins (púkar í flugvélum). Gremlins hafa ekki aðeins endalausa þörf til að eyðileggja eins og flestar skepnur heldur hafa þeir líka það sem fáar skepnur hafa, húmor og smekk fyrir teiknimyndum. Ég mæli með því að fólk fari á myndinna, það er hin besta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lilo og Stitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Disney getur alltaf komið manni á óvart. Til dæmis er núna myndin Lilo og Stitch öðruvísi en aðrar disneymyndir. Engin söngatriði, vantar mínútubrandara og, eins og ofan var talið, hafa mannpersónunar vandamál nútímans sem vantar mjög í allar disneymyndir. Í öllum öðrum disneymyndum er allt fullkomið, kannski of mikið. Þessi mynd fjallar um tilraun 626 sem fékk nafnið Stitch af Lilo seinna í myndinni. Alveg ný tegund, með eðlishvöt skrímslis, var búin til og átti að senda í útlegð en slapp og lenti á jörðinni. Inn á milli féttast í þetta margt sem virðist þó ná endum saman þótt ótrúlegt sé (endirinn kom mér á óvart). Teiknimyndaaðdáðendur ættu ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Pluto Nash
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd í samanlagt en plottið er þó gaga. Eddie Murphy er þó ekki rétti leikarinn í þessa mynd. Gaurinn sem lék í down to earth er sá rétti, Chris Rock. Hann er nýgræðlingur og gæti án skaða orðið fyrir hnekkjum. Því miður er Eddie kominn með svartan blett á ferilskrána og ég tel að hann birtist ekki á hvíta tjaldinu á næstu tvem árum.(Hann hefur nú ekki birst mjög mikið þar, átti sitt tímabil). Randy Quiad er með aukahlutverk í myndinni og hann sinnir því ekki vel. Þótt hlutverkið gerir hann þannig að hann virðist ofleika stendur hann sig jafnilla og Jim Carry í Liar Liar. Aðeins hörðustu aðdáðendur Eddie ættu að fara á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sum of All Fears
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er harður aðdáðandi Rainbow Six leikjanna og er það það eina sem ég kannast við eftir Clancy. En núna er ég að hugsa um að fá að lesa bókina sem fyrst, get varla beðið. Mér finnst mjög vel valið í leikarahópinn en Jack Ryan er of ungur. Hann er búinn að vera aðalsöguhetja í mörgum bókum og eftir því sem ég hef heyrt um hann hef ég byggt ímynd mína á því að hann er eldri, veðraður og með meiri reynslu en sýnt var í bíómyndinni. Ég skil alveg að leikarinn sem lék áður Ryan neitaði að leika hann vegna þess að persónuleikinn er breyttur. Ben Affleck skilar ekki hlutverki sínu vel og það er ekki aðeins handritinu að kenna. Að mínu mati var það Liev Schreiber sem skilaði sínu hlutverki best sem John Clark þótt að hann var ekki í stóru hlutverki. Myndin er þó meistaraverk í heild sinni og er, eins og ofan frá greinir, er vel sótt vegna þess að hún fjallar um hryðjuverk eitthvað lík því sem gerðist 11. september. Enginn ætti að missa af þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Legged Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd, virðist vera eða er bein tilvísun á gömlu góðu B-myndirnar eins og talað hefur verið um. Ég er tremorsaðdáðandi og er mjög hrifin að þessari mynd sem er eins í uppbyggingu, ódýr, hnitmiðuð og fyndin. Þótt hún var ódýr er hún dáldið lík 1996 tðlvuteiknuðum myndum á borð við The Lost World (ekki úr Jurrassic Park seríunni), er þá þetta dáldið gott miðað við hversu lítið hún kostaði. Stundum getur maður heyrt að kóngulærnar hafa mannlega eiginleika eins og líst er hér að ofan. Formúlan er sú sama og úr nokkrum '80 myndum í leikaravali, engir þekktir leikarar (fyrir utan einn). Gerir það myndina raunverulegri eins og þeir í gamla daga hugsuðu. Allir nema þeir sem haldnir eru kóngulóarfóbíu ættu að fara á þessa mynd, sama þótt trailerinn sukkaði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af þeim bestu myndum sem ég hef séð og þegar ég var að yfirgefa bíósalinn heyrði ég fleiri segja það sama. Það var valið ágætlega í hlutverkin, hver og einn stóðu sig mjög vel. Tæknibrellunar eru alltaf að bæta sig og aðeins MIB 2 stóð sig betur, að mínu mati. Hörðustu fantasíuaðdáðendur ættu kannski að fara ekki á þessa mynd þar sem allri dulúð af drekum er sveipað af þeim. Bara lífrænar skepnur eins og fólk hefur heyrt í trailer. Enginn ætti að missa af þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd á forsýningu og hún er frábær. Með Goodmann í aðalhlutverki er þessi mynd ein besta skemmtun til að fara á. Það sést greinilega að það eru sömu höfundarnir sem skrifuðu skrímsli hf. og þeir sem skrifuðu Toy Story. Ég mæli stórlega með henni og yrði undrandi ef myndin yrði ekki tilnefnd til bestu teiknimyndarinnar á óskarsverðlaunahátíðinni. Þessi mynd er fyrir unga sem aldna og mæli ég með að allir sem geta fari á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Osmosis Jones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komið nýjasta mynd þeirra Farrelly-bræðra, Osmosis Jones, sem er svona bæði mynd og teiknimynd í senn. Frank Detorri er bara venjulegur maður sem vinnur í dýragarði og býr með dóttur sinni Shane. En svo er líka önnur mynd, sem gerist innan í honum. Þar er löggan og blóðkornið Osmosis Jones sem að er verndari líkama Franks fyrir öllum veikindum og öllu þannig dæmum. Svo kemur til sögunnar Rauði Dauðinn sem ætlar sér að hreinlega að drepa Frank á nýjum mettíma en þá kemur það í hlut Osmosis Jones að stöðva hann. Þessi mynd er allt öðruvísi en myndirnar sem þeir hafa gert en þetta er samt ekki neitt léleg mynd, þvert á móti. Hér er alveg þvílíkt góðir leikarar sem ljá rödd sína í þessari mynd, eins og Laurence Fishburne(Matrix), David Hyde Pierce(Fraiser), William Shatner(Miss Congeniality) og Ron Howard(leikstýrði The Grinch). Bill Murray alveg frábær sem Frank og er Chris Elliott mjög góður sem besti vinur Franks og Molly Shannon er líka góð miðað við hvað hún leikur lítið í myndinni. Bæði atriðin sem Molly Shannon og Bill Murray eru saman í eru ótrúlega fyndin. Mynd sem hægt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stigmata
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var ein af þeim leiðinlegustu bíómyndum sem ég hef séð. Þegar endirinn var þá velti ég fyrir mér hvað ég væri að gera,hvort ég hafi sofnað því það voru lausir endar sem eftir átti að binda og ég velti því fyrir mér hvort handritshöfundur vildi framhald. Hann hefur áræðanlega gert sér upp ritstíflu til að sleppa við aðra kvöð sem myndi fylgja framhaldinu. leikstjórinn virtist vilja fara í golf þegar hann leikstýrði þessari mynd. Þessi mynd er kannski sú ömurlegasta sem ég hef séð!!! :´-(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég las umfjallanir, hvernig myndin var gerð o. fl. Ég ákvað að fara á frumsýningu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum nema breski og fágaði hreimur Mike Myers átti ekki heima í trölli svo ég dreg hálfa stjörnu frá. Annars var allt hitt gott og það má segja að draumasmiðjan (Dreamworks) sé orðin fær til að mæta disney í sambandi við teiknimyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei