Náðu í appið
Gagnrýni eftir:La mala educación
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
spænskur noir
Enrique sem er kvikmyndaleikstjórnandi hittir óvart fyrstu ástina sína,þar sem hann er leikari að leita að hlutverki (Ignacio). Ignacio lætur hann hafa handrit að bíómynd sem fjallar um misnotkunina sem hann varð fyrir (Ignacio) ,af presti skólans sem þeir voru saman í. Hann verður hrifinn af handritinu og ákveður að byggja myndina á þessu handriti en svo kemst Enrique að leyndarmáli sem gjörsamlega brýtur hann niður. Þessi mynd er sú eina sem Almódóvar hefur gert sem fjallar mjög sterkt um barnamisnotkun og hvernig áhrif slíkt hefur á barn, sem er samkynhneigður fyrir og hvernig hugmyndir hann fær. Þetta er mjög "erfið"mynd, niðurdrepandi á köflum,enda er efnið þesslegt. Ignacio vinnur einnig sem transa á næturklúbbi og félagi hans sem er "misheppnaða transan". Saman stunda þeir fíkniefni af áfergju en leita svo prestsins sem misnotaði hann sem barn, dressaðir upp sem kvenmenn. Leikararnir eru alveg frábærir,og ótrúlega flott mynd,sem hreyfir við manni á mjög fönký hátt:-) Endirinn og plottið kemur manni á óvart! Tónlistin er nokkuð góð,60's, Gael García leikur þetta frábærlega, hann fær virkilega að njóta sín í þessari mynd, enda þurfti hann að hafa mikið fyrir því!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deliverance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geggjuð mynd!!
Deliverance er án efa ein af mínum uppáhalds myndum! Hún er yndislega spennandi,ótrúlega flott mynd með frábærum leikurum,Jon Voight,Burt Reynolds,Ronnie Cox, og að ógleymdum Ned Beatty greyinu;) ...svo náttúrulega toppar hinn myndarlegi Billy Redden þetta með 'Dueling Banjos' þá fyrst fékk ég að fá gæsahúð! En í smáatriðum fjallar myndin um félaga sem fara í river-rafting ferð í Bandaríkjunum en fá miklu meira út úr þessari ferð þar sem þeir hitta stórhættulega hill-billy's sem meðal annars nauðga einum félaganum. Þessi mynd er frá 1972,sem er hreint ótrúlegt!!! 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happiness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg yndislega fyndin og ógeðsleg,vissi reyndar ekkert við hverju var að búast,sá þessa mynd alveg svona hinsegin án þess að vita nokkuð um hvað hún fjallaði,reyndar bara af því að Philip S. Hoffman er í henni. Jújú,á köflum langaði mann alveg að kúgast,en svona er bara raunveruleikinn sums staðar í Bandaríkjunum!! Þeir ganga náttúrulega frekar langt hvað varðar siðferði og einstaklega svartur og ljótur húmor:D En það besta við myndina er náttúrulega hann Hoffman karlinn,hringjandi í dömur af handahófi úr símaskránni með hendurnar í klofinu spyrjandi þær í hvernig nærbuxum þær eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tango and Cash
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
;-)
Þessa mynd elskaði ég þegar ég var svona 15 ára:-) Enda alveg brilljant leikarar! Hef reyndar ekki séð hana í yfir 6 ár, en plottið var allavega það að þeir Stallone og Russel voru í löggunni,stöðvandi alls konar glæpastarfsemi- fíkniefni/morðhunda, og þeir svona hrikalega svalir. En svo er Stallone "frame-aður" (ef það meikar einhvern sens;-)) Svaka hasar alltaf í gangi- og náttúrulega alveg must-see ef maður er Stallone/Russel aðdáandi,allavega fílaði ég þessa næstum því jafn mikið og Rambo! Hún fær alveg 3 og hálfa af 5.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pineapple Express
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stoner
Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá stóner myndir:-) Ekki nóg til af þeim! En Pineapple express grasið átti semsagt að vera alveg þvílíkt THC innihaldsríkt,geðveikt sterkt,sem Rogen kaupir af dílernum- sem blastar svo í einni jónu með honum og þeir alveg steiktir á sófanum- Seinna verður Rogen vitni að morði,haldandi á jónu sem hann svo missir, morðinginn sér til hans en Rogen keyrir í burtu en morðinginn finnur jónustubbinn á götunni og segir: That's Pineapple express,man! og trakkar hann svo niður vegna þess að dílerinn hans Rogen er sá eini sem er að selja þetta sterka gras. Þessi mynd er alveg fín afþreying, Seth Rogen fór reyndar í taugarnar á mér í fyrstu,en það breytist fljótt ,hann leikur stóner alveg ágætlega!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Every Which Way But Loose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Massó
Ég hélt ég væri að gera góð kaup þegar ég keypti þessa mynd á Dvd á 990kall,en það voru því miður mistök...myndin lítur alveg vel út!...á hulstrinu;) Clint Eastwood og fallegi apinn hans, en myndin gengur aðallega út á það að Eastwood er algjör nagli,massaður og er ekkert að fela það og lemur alla hægri vinstri sem eru með einhvern kjaft. Það er eitt atriði sem er minnistætt og það er þegar Eastwood kallinn labbar inn á bar og biður um hnetur....það var ekki kúl,svo að einn gæinn á barnum spyr hvort hann sé einhvers konar nagdýr, en Eastwood svarar um leið: Nei,þetta er handa apanum mínum!!! og lemur hann svo í andlitið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Let The Right One In
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega flott vampýrumynd,þó maður fíli ekkert endilega vampýrumyndir! Þessi mynd er geðveik,í einu orði sagt,krakkarnir leika þetta frábærlega,sérstaklega stelpan! ef þú fílar Interview with the vampire þá áttu pottþétt eftir að dýrka þessa. Hún er reyndar mjög frumleg og yndislega spúkí:-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Jerk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er uppáhalds gamanmyndin mín:-) Hún er bara eitthvað svo æðisleg,Steve Martin leikur mjög fávísinn gaur sem er alinn upp af fátækri svertingjafjölskyldu og lítur á sjálfan sig sem slíkan.Nema þá að einn daginn heyrir hann geggjað blúslag í útvarpinu og áttar sig á því að hann þurfi að fara út í heiminn að skoða sig um...og lendir náttúrulega í yndislegum ævintýrum;-) þessi mynd er alveg must-see,sérstaklega ef maður er Steve Martin aðdáandi;-) 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypto
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá.....ein besta mynd sem ég hef séð lengi!! Hún hefur allt,fær allar stjörnur frá mér;-) Ég reyndar fílaði hana svo mikið að ég varð að sjá hana tvisvar,bara til að vera viss um að hún yrði jafngóð í seinna skiptið...sem hún var algjörlega:) Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu af Mel Gibson en maðurinn hefur þetta í sér greinilega;-) æðisleg ævintýramynd!/dáldið átakanleg á köflum,en engu að síður drama. Vildi bara að ég hafi séð hana í bíó,eða Hi-Def.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég elska byrjunaratriði myndarinnar!! The End- The Doors...ég fékk alveg þvílíka gæsahúð=) Þessi mynd er samt ekki beinlínis fyrir viðkvæma,en langbesta 'stríðsmynd' sem ég hef séð,þó maður myndi kannski ekki endilega flokka hana sem slíka. Coppola er greinilega ekki aðdáandi stríða,heldur gerir frekar lítið úr þeim í myndinni,þ.e.a.s hermennirnir yfirleitt á sýru og komast svo að því að stríðið var gjörsamlega tilgangslaust. Ótrúlega flott mynd í alla staði,vel skotin,klippt ,allt til fyrirmyndar... Hrikalega vel leikin,Dennis Hopper alveg í essinu sínu!;-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei