Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Saved!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kolsvört
Saved! er ein af þessum fáu unglingamyndum sem að maður getur hlegið með en ekki að, hún er frumleg og fersk þó að hún eigi sín dæmigerðu augnablik.

Sagan segir á fyndinn hátt frá kristinlegri stelpu sem ákveður eftir að hafa fengið skilaboð frá kristni sjálfum að bjarga kærasta sínum sem segist vera hommi með því að sofa hjá honum. Hún hugsar svo ekkert meira um þetta fyrr en hann er sendur í "afhommunarbúðir" og hún fær morgunógleði. Þá kemst hún að því hverjir alvöru vinir hennar eru.

Jena Malone fer með aðalhlutverkið og tekst ágætlega til. Mandy Moore er leiðinlega stelpan og stendur sig mjög vel, það var mjög fyndið að sjá Macauley Culkin í mynd þar sem hann er ekki barn. Maður hefur eiginlega ekki séð hann í neinu síðan Home Alone 2 en í Saved! er hann hinn fínasti í sínu hlutverki.

Myndin er skemmtileg og mjög fyndinn og ég mæli sérstaklega með henni fyrir fólk sem er þreytt á þessum dæmigerðu klappstýru unglinamyndum. Hún er frá 2004 þannig að fötin og hárgreiðslurnar, já og tónlistin, eldist ekki mjög vel en skilaboðin standast allt. Ég myndi ekki mæla með myndinni fyrir mjög kristið fólk því að það er ráðist ansi harkalega á það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Midnight in Paris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Létt og hugljúf
Midnight in Paris er önnur kvikmynd Woody Allens í röð sem gerist í Evrópu en sú fyrsta Vicky Christina Barcelona sló í gegn fyrir nokkrum árum. Nú er sú þriðja sem gerist í Róm í framleiðslu og væntanleg á næsta ári.

Midnight in Paris fjallar um ungan mann Gil (Owen Wilson) kalifornískan handritshöfund sem dreymir um að verða rithöfundur og búa í París. Í myndinni fer hann með unnustu sinni og foreldrum hennar í frí til Parísar. Tengdaforeldrarnir og unnustan eru snobbuð og leiðinleg og skilja ekki hvað Gil er hrifin af sögu Parísar, göngum í rigningunni og listmönnunum sem bjuggu þar á 3. áratugnum.

Eitt kvöldið er hann búinn að fá sér aðeins í glas og ákveður að rölta einn um París. Á miðnætti slær klukka og þá birtist fornbíll sem fer einhvern veginn með hann til Parísar á 3. áratugnum þar sem hann kynnist Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Dalí, Picasso og fleirum. En Gil þarf að læra að kunna að meta sinn nútíma en ekki lifa í nostalgíu.

Myndin er mjög skemmtileg, sérstaklega ef að maður þekkir persónur 3. áratugarins sem Gil hittir. Húmorinn er góður þó að einstaka "cheap laughs" komi fyrir. Stjörnuleikarahópurinn er æðislegur, þar fannst mér Michael Sheen sérstaklega skemmtilegur sem aukapersóna.

Myndin er ekki gallalaus, ef maður hefur búið í París þá er þreytandi að sjá 90 mínútna mynd nota nærri 10 mínútur í að sýna manni borgina með tónlist í byrjun. En það hafa einhverjir sjálfsagt gaman af því. Hún er líka ansi stutt og maður vildi einhvern veginn sjá meira þegar henni lauk.
Myndin er ekki frumleg, Woody Allen býr ekki til nema örfáar skáldaðar persónur sem eru ansi staðlaðar, en maður fyrirgefur honum það auðveldlega.

Það hefur verið rætt um það hvort að Woody Allen vilji fá starf hjá ferðamálastofnun Evrópu vegna þess hve margar myndir hann er að gera þar um túrista en honum tekst alla vegana að gera myndirnar sínar sem gerast þar mjög vel.

Ég mæli með Midnight in Paris fyrir aðdáendur Woody Allen og "the roaring twenties". Myndin er ekki fullkomin en voða ljúf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men: First Class
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en X-Men 1
X-men: first class er forsaga X-Men myndanna byggðum á Marvel seríunni sem slógu í gegn fyrir nokkrum árum. Í þetta sinn er sagt frá því hvernig fyrsta stökkbreytta fólkið kynntist og myndaði fyrstu X-men klíkuna og það tekst alveg frábærlega.

Ég var ekkert rosalega spennt fyrir þessari mynd en eftir flottan trailer langaði mér samt að sjá hana, ég var að búast við svona sex-sjöu en ég fékk í staðinn háa áttu. X Men first class er vel gerð, leggur mikið í persónusköpun eins og margir hafa nefnt og það margborgar sig. Svo er það ekki verra að hafa fyndna brandara og cameo inn á milli.
Tónlistin er mjög góð, minnir reyndar frekar mikið á Inception og myndatakan er sömuleiðis flott. Leikurinn er mjög sannfærandi og það er mjög skemmtilegt að sjá nýju kynslóðina í Hollywood standa sig.

Það eru engir stórir gallar í þessari mynd, hún er smá tíma að koma sér í gírinn en eftir hlé er myndin algjör snilld.
X-Men er ein af sumarmyndunum sem á að sjá! Allir Marvel áhuga-menn munu allaveganna njóta hennar í botn og ekki vera hissa á því ef kemur framhald af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Morning Glory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hefði getað orðið svo miklu betri
Morning Glory lofaði ágætri skemmtun, stjörnuleikarar, einfaldur en þægilegur söguþráður og hrein afþreying.
Ég bjóst ekki við neinu þegar ég kveikti á skjánum en samt er ég eitthvað ósátt við þessa mynd.

Myndin segir frá fjölmiðlakonu Becky (Rachel McAdams) sem missir vinnuna og fær í staðinn að taka við þætti sem er að sökkva. Hún reynir að breyta þættinum og fær m.a. til lið við sig nýjan fréttamann Mike (Harrison Ford) sem að telur sig of góðan fyrir þáttinn. Hún fer í gegnum súrt og sætt til að bjarga þessum þætti og kynnist ást og vináttu í leiðinni.

Já ég veit þetta er hræðilega klisjukenndur söguþráður, en eftir að hafa séð skemmtilegar myndir eins og The Devil Wears Prada um svipað efni hafði ég áhuga á að sjá þessa.

Myndin er gerð sem afþreying, hún er fyrirsjáanleg, það er ekkert sem er ekki stafað út fyrir mann og brandararnir tala margir niður til áhorfandans. Það er mikið af atriðum þar sem kemur tónlist til að láta tímann líða, þannig atriði virka oft vel í svona stuttum gamanmyndum, en hérna fannst mér bara leikstjórinn ekki nenna að sýna manni alvöru sögu. Það voru meira að segja svona atriði sem voru algjörlega óþörf.

Myndin fjallar um konu sem er að bjarga sjónvarpsþætti sem er eins og sökkvandi skip og kaldhæðnin er að Rachel McAdams er að bjarga þessar mynd sem er líkt og sökkvandi skip. Mér hefur alltaf líkað vel við þessa stelpu hún sýndi frábæra leikhæfileika í myndum eins og The Notebook og Mean Girls og hef ég alltaf gaman af að horfa á hana á skjánum, en hún gat ekki einu sinni bjargað illa skrifuðum karakter sínum. Það böggar mig líka að ef að kona er áhugasöm um starf sitt í Hollywood myndum þarf hún að vera stressuð með fullkomnaáráttu og ekki eiga sér líf eins og Katherine Heigl hefur oft sýnt, en ef maðurl vill komast áfram er hann "big shot".
Aðrir leikarar stóðu sig ágætlega, Diane Keaton sem mér hefur fundist þreytandi og eins í nánast öllum bíómyndm sínum var fín hér og Harrison Ford eins og aðrir gagnrýnendur hafa sagt sýndi góða takta.

Þessi mynd auglýsir sig ekki sem meistaraverk, það má sjá metnað hjá leikurunum en metnaðarleysi í svo mörgu öðru í myndinni dregur hana því miður mjög mikið niður. Þessi mynd er í besta falli sunnudagsspóla með mömmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days Later...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Zombiemyndin
28 days later er enn eitt meistaraverkið úr smiðju Danny Boyle en hann
hefur áður gert margar ótrúlega flottar og frumlegar myndir eins og
Trainspotting og Slumdog Millionaire.
28 days later er ekkert síðri en þær. Hún fjallar um nokkra
eftirlifandi jarðarbúa og hvernig þeir reyna að komast af eftir að
vírus hefur borist um jörðina og flestir eru dánir eða orðnir að
uppvakningum. Aðalsöguhetjan Jim (Cillian Murphy) vaknar eftir að hafa
verið í dái á spítala en þá eru 28 dagar liðnir frá því að vírusinn
fór að berast manna á milli. Það er mjög sniðugt að nota hann sem
söguhetju því áhorfandinn skilur ekki neitt í neinu eins og Jim. Það
er alveg ótrúlega flott sena þegar hann fer út úr spítalanum og sér
London alveg tóma, þetta minnti helst á Abre los ojos/Vanilla Sky.
Þessi mynd er besta zombie mynd sem ég hef séð, en það hafa verið
gerðar margar skemmtilegar, t.d. Shaun of the Dead. Fyrri helmingur
myndarinnar er mjög fínn, kvikmyndatakan er mjög skemmtileg og plottið
er stöðugt en það er síðari helmingur myndarinnar sem er meistaraverk.
Það er mikið af flottum táknum í myndinni og er tónlistin í henni eins
og öðrum myndum Boyle eins og púsl sem passar nákvæmlega við myndina.
Tónlistin sér um að gera síðari hluta myndarinnar að þeirri snilld sem
hún er. Leikstjórinn er líka með þann ótrúlega hæfileika að geta komið
með vel heppnaðan brandara á mjög dramatískum augnablikum.
Leikararnir eru góðir, Cillian Murphy stendur sig mjög vel og Naomie
Harris sú sem leikur Selenu gerir hana að ógleymanlegri persónu.
Ég mæli sterklega með 28 days later fyrir alla sem hafa áhuga á
zombiemyndum og heimsendamyndum, hún er ekkert mjög óhugnanleg en
skilur mann eftir þannig að maður vill horfa á hana strax aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Abre los ojos
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta mind fuck
Abre los ojos er spænsk mynd sem hefur verið endurgerð sem Vanilla Sky sem ég hef reyndar ekki séð.
Hún fjallar um 25 ára bachelorinn César sem á allt í lífinu, nóg af vinum, fullt af peningum og er með nýja stelpu hjá sér á hverri nóttu.
Dag einn fer hagur hans að breytast. Stuttu eftir að hafa hitt yndislegu stelpuna Sofíu (Penelope Cruz) lendir hann í bílslysi þar sem hálf klikkuð stelpa sem hann svaf Nuria reyndi að drepa hann. Þá fer César að missa tökin á raunveruleikanum og draumum og leiðir áhorfandann með sér inn í mikla flækju.

Abre los ojos var mynd sem ég hafði mikinn áhuga að sjá og hún stóðst væntingar mínar. Ég hefði þó viljað fá aðeins betri útskýringu á öllu í endann á henni en maður verður bara að sætta sig við það sem að maður fær.
Myndin er mjög frumleg og er ágætlega leikinn en þá stendur sá sem leikur Antonio sálfræðing César sig sérstaklega vel.

Ég mæli með þessari mynd fyrir áhugamenn um spænskar myndir og mind fuck myndir. Ég mundi vilja gefa henni aðeins hærri einkunn en hún nær ekki alveg að vera meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hævnen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg frábær
Hævnen eða hefndin vann óskarsverðlaunin í ár sem besta erlenda mynd og átti þann heiður svo sannarlega skilið. Leikstjóri hennar leikstýrði meðal annars frábæru myndinni Den eneste ene.

Myndin segir frá tveimur strákum og fjölskyldum þeirra sem að upplifa mikið misrétti og vilja hefna sín.
Þetta er auðvitað mikil einföldun á söguþræðinum sem er mjög áhugaverðu og nær að skoða margar hliðar á hefnd.

Myndin er alveg hreint frábær. Hún fær mann virkilega til að finna til með persónunum. Eldri leikararnir eru mjög góðir í myndinni en maður kannast við marga þeirra úr öðrum dönskum myndum. Það er samt frammistaða litlu strákanna tveggja sem að stendur upp úr, það er ótrúlegt að þeir séu bara 12, 13 ára gamlir og séu að leika svona vel.

Myndin er ekki alveg laus við klisjur en hún nær samt að forðast það að vera lík öðrum myndum. Hún nær að vera fyndin þegar við á og dramatísk þegar við á.

Ég mæli klárlega með að fólk kíki á þessa mynd, sérstaklega mæli ég með að þeir sem hafa áhuga á dönskum myndum og evrópskri kvikmyndagerð kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hævnen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg frábær
Hævnen eða hefndin vann óskarsverðlaunin í ár sem besta erlenda mynd og átti þann heiður svo sannarlega skilið. Leikstjóri hennar leikstýrði meðal annars frábæru myndinni Den eneste ene.

Myndin segir frá tveimur strákum og fjölskyldum þeirra sem að upplifa mikið misrétti og vilja hefna sín.
Þetta er auðvitað mikil einföldun á söguþræðinum sem er mjög áhugaverðu og nær að skoða margar hliðar á hefnd.

Myndin er alveg hreint frábær. Hún fær mann virkilega til að finna til með persónunum. Eldri leikararnir eru mjög góðir í myndinni en maður kannast við marga þeirra úr öðrum dönskum myndum. Það er samt frammistaða litlu strákanna tveggja sem að stendur upp úr, það er ótrúlegt að þeir séu bara 12, 13 ára gamlir og séu að leika svona vel.

Myndin er ekki alveg laus við klisjur en hún nær samt að forðast það að vera lík öðrum myndum. Hún nær að vera fyndin þegar við á og dramatísk þegar við á.

Ég mæli klárlega með að fólk kíki á þessa mynd, sérstaklega mæli ég með að þeir sem hafa áhuga á dönskum myndum og evrópskri kvikmyndagerð kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gosford Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær morð-ráðgáta
Gosford Park er ein af þessum sérstaklega vönduðum og úthugsuðu morð ráðgátu kvikmyndum. Hún var tilnefnd til fjölda verðaluna og vann m.a. óskarsverðlaun fyrir besta handrit.

Sagan segir frá hópi fólks sem tengist og eyðir fríi í sveitahúsi í Englandi. Þau hittast til að fara á veiðar en fljótlega breytist það þegar einn í hópnum er myrtur og þá kemur spurningin who dunnit?

Myndin er mjög skemmtileg og áhugaverð, hún nær að halda ákveðnum anda allan tímann og er ekki lengi að líða. Maður getur horft á hana pælandi mikið í morðgátuni en hún er í raun og veru aukaatriði.

Tónlistin er mjög góð og er stjörnuleikurinn frábær, Maggie Smith stendur þá upp úr. Ég var mikið að velta fyrir mér hlutverki Ryan Philipe sem skoskur bryti en ástæða þess að hann leikur hann kemur seinna fram.
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að þessi mynd hafi unnið besta frumsamda handrit fram yfir Memento, Amélie og The Royal Tenenbaums, 2001 var auðvitað frábært kvikmyndaár, ég mæli eindregið með þessari vönduðu og léttu ráðgátu sérstaklega fyrir áhugamenn ráðgátumynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eldist ekki alveg nógu vel
The Last Picture Show er ein af þessum eldri myndum sem manni er ráðlagt að sjá. Hún er vissulega vel gerð og einstök að mörgu leyti.

Hún fjallar um nokkra krakka í smábæ í Texas á lokaári sínu í high school. Þeim leiðist mikið lífið því það er ekkert við að vera í þessum uppþornaða og deyjandi bæ. Það eru ýmsar uppákomur og vandræði sem að myndast í lífi þeirra og þau þurfa að takast á við ýmislegt til að þroskast. Myndin fékk nafn sitt á því að bærinn var orðinn svo niðurníddur að það þurfti að loka kvikmyndahúsinu.

The Last Picture show er fín mynd, það er hennar galli að hún eldist ekki alveg nógu vel. Eldri kynslóðin hefur meira gaman af henni en sú yngri og því er tilvalið að horfa á hana með einhverjum eldri.
Myndin verður líka hálf langdregin á köflum.
Það er samt heilmikill metnaður að baki þessari mynd. Myndin lætur mann virkilega finna fyrir hversu ömurlegt lífið er á þessum stað og maður finnur virkilega til með persónunum.

Þeir sem hafa gaman af eldri myndum sérstaklega um 6. áratuginn munu fíla þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ævintýralegt framhald
Harry Potter and the Chamber of Secrets er önnur myndin í Harry Potter seríunni og gerist hún á öðru ári Hermione, Harry og Ron í Hogwarts.

Eins og í fyrstu myndinni þar sem sami leikstjórinn Chris Columbus var að verki er myndin mjög ævintýraleg og frekar markaðsett fyrir yngri áhorfendur heldur en til að mynda Harry Potter 6 og 7.

Aðalsöguþráður myndarinnar er að the Chamber of Secrets eða leyniklefinn sem opnast á ný eftir 50 ár og krakkar leggjast í eins konar dá út af því. Harry og félagar vilja komast að því hvað er á seiði og vonandi bjarga deginum. Í þessari mynd fær maður líka að kynnast betur fjölskyldu Ron, Weasley fjölskyldunni, nýjum kennurum og hinum ógleymanlega álfi Dobby.

Harry Potter and the Chamber of Secrets er fínasta fjölskyldumynd og mjög gott framhald af fyrstu myndinni. Þegar maður horfir á þessa mynd aftur áttar maður sig á því að leikurunum hefur farið talsvert framm síðustu árin en þau standa sig nú samt ágætlega miðað við aldur og reynslu.

Það er ótrúlega gaman að horfa á þessar fyrri Harry Potter myndir aftur þar sem tónlistin og allt yfirbragð myndarinnar er svo ævintýralegt og þar sem versta skot Draco Malfoys á Harry Potter er að segja að Ginny sé kærastan hans!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sucker Punch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði
Ég sá fyrst trailerinn fyrir Sucker Punch fyrir nokkrum mánuðum og verð að segja að þetta er bara einn svalasti trailer sem ég hef séð. Ég var ótrúlega spennt yfir þessari mynd með frábærum stelpum og geðveikum leikstjóra. Eftir að hafa séð myndina verð ég því miður að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með hana.

Myndin byrjar vel, hún er með öll elementin í góða mynd, það er erfið baksaga sögupersónunnar, geðveikrahæli með áhugaverðum persónum og flott tónlist. En fljótlega fer myndin að reyna að vera of mikið eins og leyfist mér að segja Inception með vídd inn í vídd inn í vídd. En ólíkt Inception verður áhorfandinn mjög ruglaður hér og fær í raun og veru enga útskýringu í endann.

Það er gaman að horfa á þessa mynd og maður er alveg spenntur á meðan, en endirinn er óútskýrður og það dregur myndina virkilega niður. Ég mæli ekki með þessari mynd fyrir þá sem voru spenntir fyrir henni því þeir verða bara fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Must see snilld!
Ég sá The Godfather fyrst fyrir nokkrum árum og fílaði hana ekkert sérstaklega, ég vil meina að ég hafi verið ung og vitlaus. Um daginn tók ég svo Godfather I-III maraþon og áttaði mig á því hversu mikil snilld þessar myndir eru.

The Godfather fjallar um guðfaðirin mafíósan Vito Corleone og fjölskyldu hans. Það þarf í raun og veru ekkert að fara frekar út í söguþráðinn en þetta er löng epísk mynd með ótrúlegum söguþræði. Myndin er bæði fyndin, hádramatísk og rómantísk. Allt sem maður vill upprúllað í eina mynd.

The Godfather er mynd sem maður þarf að horfa á í rólegheitum og kannski eftir ákveðin aldur. Svo eru hinar myndirnar líka mjög fínar (nr. 3 er kannski frekar mikil sápuópera en jæja...). Handritið er fáranlega vel skrifað enda er fólk alltaf að tala upp úr henni. Marlon Brando er snillingur í hlutverki sínu og sýnir sína bestu hæfileika.

Þú átt að sjá The Godfather einu sinni á ævinni ef ekki oftar í góðra vina hópi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anastasia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hressandi teiknimynd
Anastasia er ein af fáum teiknimyndum ekki frá Disney sem er í flokki með þessum klassísku teiknimyndum hjá manni. Myndin er sögulegur skáldskapur, hún er byggð á goðsöguni um að Anastasía dóttir Rússlandskeisara hafi lifað af þegar öll fjölskylda hennar var drepin.

Í upphafi myndarinnar fær maður að sjá hvernig Anastasía flúði úr vetrarhöllinni þegar var ráðist inn til að ná í fjölskyldu hennar. Hún flýr með ömmu sinni en dettur úti á götu og endar á munaðarleysingjahæli þar sem hún dvelur næstu 10 árin. Þegar hún er 18 ára gömul fær Anya loksins að fara frá munaðarleysingjahælinu. Þá vill hún komast að því hver hún er þar sem hún missti minnið við það að detta. Með hjálp Dimitris, Vlads og krúttlega hundsins Púka fer hún að leita fjölskyldu sinnar og fortíðar, en vondi kallinn Raspútín er alltaf á eftir þeim.

Anastasía er frábær teiknimynd sem bæði ungir og gamlir geta haft gaman af. Maður á ekki að taka sögunni of bókstaflega en það er samt vel hægt að njóta hennar. Endirinn á henni er svolítið flippaður en annars er myndin mjög hressandi og fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Saga sem maður neitar að trúa
City of God er ein af þeim fáu erlendum myndum, tala nú ekki um frá Brasilíu, sem hefur komist á topplista flestra kvikmyndasíða og gagnrýnenda. Það er ekki að ástæðulausu, því hér er á ferðini ein magnaðasta mynd síðari ára.

Myndin fjallar um strák sem í upphafi myndarinnar er ljósmyndari sem hefur lent í miðjum bardaga milli tveggja gengja í Guðsborginni Ciudade de Deus úthverfi Rio í Brasilíu. Hann rekur svo sögu sinni og gengjanna fyrir áhorfendann. Sagan er blóðug og hryllingsleg og neitar maður að trúa henni.

City of God er stórkostleg mynd sem ekki má láta framhjá sér fara. Maður þarf samt að gíra sig upp fyrir hana, það er ekki hægt að fylgjast með textanum þegar maður er þreyttur og sagan er frekar löng.
Skylduáhorf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shakespeare in Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Shakespeare í nýju ljósi
Shakespeare in love er búningadrama sem vann verðlaunin besta mynd á óskarnum. Myndin er skáldskapur en byggist upp á raunverulegu fólki og atburðum og að mestu leyti getgátum um líf Shakespeare sem lítið er í raun og veru vitað um.

Myndin hefst á því að Will Shakespeare þarf að skrifa nýjan gamanleik Romeo and Ethel the pirate's daughter. Hann fær algjöra ritstíflu en byrjar þó að ráða leikara til sín. Sá sem hann ræður í hlutverk Romeo er kona, en þær máttu ekki leika á þessum tíma, sem þykist vera maður. Fljótlega verður hann ástfanginn af konunni Violu. En á meðan ástarmál þeirra flækjast og verða dramatísk breytist saga hans um Romeo.

Ég þurfti að horfa á þessa mynd fyrir skólann en hafði mjög gaman af og mæli ég ekki einungis með henni fyrir áhugamenn Shakespeare.
Myndin vann heilan helling af óskarsverðlaunum, meðal annars vann Judi Dench sem er algjör snilingur í hlutverki sínu sem Elísabet fyrsta óskar fyrir aukahlutverk og Gwyneth Paltrow sem Viola ástkona Shakespeare fyrir aðalhlutverk.
Fólk ætti ekki að fælast frá þessari mynd vegna þess að hún eigi að gerast á 16. öld því fólk var alveg með húmor þá líka!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Darjeeling Limited
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki annað hægt en að fíla Wes Anderson
Eftir að hafa fílað Royal Tenenbaums í mörg ár ákvað ég að horfa á önnur verk eftir Wes Anderson og varð Darjeeling Limited fyrir valinu.
Darjeeling Limited fjallar um bræðurna Francis, Peter og Jack. Þeir halda í lestarferðalag um Indland á Darjeeling Limited lestinni eftir að hafa ekki talað saman í heilt ár. Þeir fara um Indland í lestinni, en Francis elsti bróðirinn er búinn að skipuleggja allt "andlega ferðalagið" þeirra. Ferðin fer samt ekki eftir áætlun, bræðurnir lenda í alls kyns ævintýrum og reyna að finna sig í leiðinni.

Myndin er yndisleg, tónlistin er frábær, kvikmyndatakan gullfalleg. Ég mæli hiklaust með að fólk nái sér í eintak af soundtrack myndarinnar. Owen Wilson, Adrien Brody og Jason Schwartzman standa sig allir vel í hlutverkum sínum og eftir því sem bræðraböndin styrkjast verða þeir trúverðugri bræður. Bill Murray sem birtist oftast í myndum Wes Anderson á einnig skemmtilegt cameo.

Ég mæli með að fólk kíki á stuttmyndina á undan myndinni því hún útskýrir sálarflækju yngsta bróðursins Jack.
Þessi mynd er frá græna ljósinu og því óhefðbundin en ég mæli með henni fyrir aðdáendur leikstjórans og fyrir þá sem vilja sjá eitthvað nýtt og öðruvísi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vicky Cristina Barcelona
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi Woody Allen
Vicky Christina Barcelona eftir Woody Allen er fyrsta myndin hans sem ég fílaði.
Hún segir frá tveimur vinkonum Vicky og Christinu eins og titillinn gefur til kynna. Vicky er að læra katalónsk fræði og Christina er mjög ævintýragjörn. Þær ákveða því að eyða sumrinu hjá frænku Vicky í Barcelona. Þegar þangað er komið hitta þær fljótlega málarann Juan Antonio sem er mjög frægur fyrir verk sín en sérstakleg þekktur fyrir að hafa átt í stormasömu hjónabandi þar sem konan hans reyndi að drepa hann. Stelpurnar samþykkja að eyða einni helgi með honum sem endar á því að þær fara að endurskoða ástarlíf sín alveg upp á nýtt.

Ég hafði mjög gaman af Vicky Christina Barcelona, þetta er voðalega spes mynd sem ég held að þeir sem hafi gaman af independent myndum muni fíla frekar en aðrir. Hún er stutt og laggóð, það er skemmtilegur narrator og sagan er fersk og frumleg. Scarlett Johansson og Rebecca Hall standa sig með prýði sem Vicky og Christina en það eru Javier Bardem og Penelope Cruz með sitt fáranlega góða chemistry sem standa upp úr. Penelope Cruz fékk óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í þessari mynd.

Ég mæli með þessari mynd fyrir Woody Allen aðdáendur sem og þá sem hafa ekki fílað Woody Allen myndir fyrr, því þessi mynd líkist gömlu myndum hans ekki neitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inside Job
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Must-see heimildamynd
Inside Job vann Óskarsverðlaunin um daginn sem besta heimildamynd 2010 og ekki að ástæðulausu, hún fjallar um Wall Street hrunið 2008 og heimskreppuna í kjölfar þess á straight forward hátt.

Myndin er byggð upp á nokkrum köflum, hún hefst á því að fjalla um hvað leiddi af sér kreppuna og endar á því að fjalla um hvar við stöndum í dag. Matt Damon er sögumaðurinn, það er hress tónlist og mjög opinská viðtöl við fólk sem tengist hruninu á Wall Street.

Það eru margir komnir með leið á umtalinu um kreppuna og fréttir um það að við séum í ennþá dýpri skít en við héldum. En þessi mynd er fersk og er virkilega áhugavert að sjá viðtölin og fáranlegu, jafnvel hlægileg svör sumra viðmælanda um hrunið.

Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita meira um alheimskreppuna og afhverju Wall Street hrundi. Eini galli þessarar myndar er að hún nær ekki að grafa alveg nógu djúpt í málið en það er eiginlega bara vegna tímaleysis (hún er tæplega tveir tímar). Annars mun fólk koma fróðari út úr bíósalnum og jafnvel í sjokki yfir staðreyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wall Street: Money Never Sleeps
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt í lagi framhaldsmynd
Wall Street: Money Never Sleeps er framhald hinnar vinsælu Wall Street frá 1987. Í þessari mynd er aðalsöguhetjan Jake Moore kærasti Winnie dóttur Gordon Gekko sem fór alveg með sjálfan sig í fyrstu myndinni og endaði í fangelsi.
Jake er að gera það gott í fjármálaheiminum á Wall Street þegar efnahagshrunið skellur á árið 2008. En þá snýr hann sér til Gekko og fær aðstoð hans til að reyna að bjarga stóru fyriráætlum sínum.

Wall Street: Money Never Sleeps er ágætis afþreying, en lök framhaldsmynd í þeim skilningi að hún virkar eiginlega ekki sem sjálfstæð mynd þó hún sé virkilega að reyna það.
Leikararnir eru fínir, Carey Mulligan skín ekki í þessari mynd og eins og í An Education en er þó ágæt, Shia Laboeuf er sömuleiðis ágætur. Michael Douglas er léttilega skemmtilegasti karakterinn í þessari mynd og stendur fyrir sínu í leiknum.

Það er aðal galli þessarar myndar að hún getur ekki ákveðið sig hvort hún sé fjölskyldudrama, fjármáladrama eða sambandsdrama. Hún ákveður sig heldur ekki hvort Gekko eigi að vera vondi kallinn eða góði kallinn.

Þeir sem fíluðu gömlu Wall Street munu líklega skemmta sér yfir framhaldsmyndinni og cameo Charlie Sheen. Ég mæli samt ekki sterklega með þessari mynd fyrir aðra áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Grit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kom vel á óvart
Ég fór á True Grit um daginn þegar kvikmyndir.is og myndir mánaðarins buðu í verðlaunaafhendingu og forsýningu og kom myndin mér skemmtilega á óvart.

Þetta er ein fjölmargra mynda eftir Coen bræðurna en þeir eiga það til að gera mjög mismunandi týpur af myndum.
Hér er á ferð endurgerð á sígildum vestra með John Wayne. Hún fjallar um Maddie Ross, 14 ára stelpu sem að ætlar að hefna föður síns sem hefur nýlega verið skotin til bana. Hún ræður til sín gamlan en reyndan mann, Jeff Bridges. Þau leggja af stað á slóð Chaney ásamt lögreglumanni frá Texas (Matt Damon).

Hin 14 ára Hailee Stenfield sem leikur Maddie Ross er mjög skemmtileg í hlutverki sínu, og þó hún vinni kannski ekki óskarinn sem hún var tilnefnd fyrir í ár, held ég að hér sé á ferð ein af framtíðarleikonum Hollywood. Jeff Bridges stendur fyrir sínu og Matt Damon gerir hæfilega mikið grín af sjálfum sér í myndinni.
Það sem hefði getað verið hádramatísk leiðinleg mynd, verður drama með góðum húmor og smá setja gæðastimpil á þessa mynd.

Það er bara eitt sem ég hef út á True Grit að setja og það er epilogue hennar sem var algjörlega óþarfur og var Maddie Ross sem fullorðin kona hundleiðinleg. Takið líka eftir fáranlegasta lagavali í heimi í lok myndarinnar!

Ég fíla ekki Coen bræðra myndir almennt (ég tek persónulega við dissi frá öðru fólki ef þið viljið ræða þetta eitthvað) þótt ég hafi reynt að horfa á nokkrar þeirra.
En þessa mynd fílaði ég í tætlur. Ég mæli eindregið með að fólk gefi henni séns og hlakka ég til að fylgjast með henni á óskarnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The King's Speech
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óaðfinnanleg
The King's Speech er tilnefnd fyrir 12 óskarsverðlaun og er í hávegðum höfð af kvikmyndagagnrýnendum og hef ég ekkert út á hana að setja.

Hún fjallar um Albert prins Bretlands sem á við mjög mikinn talvanda að stríða. Myndin hefst á fyrstu opinberu ræðu hans 1925 á Wembley þar sem hann getur eiginlega ekkert tjáð sig, vegna stama. Í kjölfar þess lætur kona hans Elísabet (Helena Bonham Carter) hann fara að hitta talþjálfarann Lionel (Geoffrey Rush). Samband mannanna tveggja og talþjálfunin hefst illa en þegar Albert verður að Georgi konungi er að duga að drepast.

Ég hélt að þessi mynd væri bara fín bresk mynd sem snérist eingöngu um talþjálfun Georgs en varð mjög ánægð að komast að því að þetta er fyrst og fremst söguleg mynd.

Leikaraliðið er frábært í þessari mynd og hefur hlotið margar viðurkenningar og tilnefningar. Colin Firth er frábær í hlutverki konungsins og átti svo sannarlega skilið golden globe. Svo er það Helena Bonham Carter sem að virðist geta leikið hvaða persónu sem er óaðfinnanlega, en það gerir hún líka hér. Geoffrey Rush er mjög skemmtilegur í hlutverki talþjálfarans og finnur maður virkilega vinskapinn á milli þeirra Colin Firth á skjánum.

Myndin er óaðfinnanleg. Tónlistin sem Alexandre Desplat (Benjamin Button, Harry Potter and the deathly hallows og the Ghost writer) samdi er yndisleg og gerir mjög mikið fyrir myndina, persónulega finnst mér að hann hefði átt að vinna golden globe. Leikmyndin er mjög raunveruleg og söguþráðurinn kemur skemmtilega á óvart með góðum húmor og áhugaverðri sögu. Það verður áhugavert að sjá hvaða óskarsverðlaun The King's Speech hlýtur.

Ég mæli með The King's Speech fyrir alla áhugamenn um sagnfræði og Bretland. Hún er ekki hrein og bein afþreying en miðað við fólkið í bíósalnum virðast allir aldurshópar geta notið hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Run Lola Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svar Þýskalands við Groundhog Day
Run Lola Run eða Lola Rennt eins og hún heitir á þýsku er mjög óvenjuleg spennumynd.

Hún fjallar um Lolu öðruvísi eldrauðhærða stelpu sem þarf að redda 100.000 þýskum krónum fyrir kærastann sinn Manna og dópgengi hans á 20 mín annars verður Manni drepinn. En þá hefst teknótónlist og mikil hlaup um borgina þar sem Lola er að redda peningunum og lenda í alls konar aðstæðum.

Run Lola Run kom mér skemmtilega á óvart, mér fannst hún mjög spennandi og minnti hún að einhverju leyti á frábæru myndina Groundhog Day. Maður bíður spenntur eftir því hvort að Lolu takist að redda peningunum við hressa tónlist og skemmtilegar litlar sögur um fólkið sem hún hittir.

Mjög stutt og laggóð en hress þýsk mynd sem ég mæli eindregið með!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Les petits mouchoirs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta myndin á hátíðinni!
Les petits moushoirs eða Hvítar Lygar er ný frönsk dramamynd sem er nú í sýningu á frönsku kvikmyndahátíðinni.

Hvítar Lygar fjallar um Parísarbúa í vinahóp. Vinirnir fara alltaf saman á hverju sumri til Suður Frakklands í mánaðarfrí. Myndin hefst á því að einn vinanna, Ludo, lendir í stórhættulegu slysi, hópurinn ákveður þó að fara án Ludo í 2 vikur suður. Í fríinu fer hver og einn í hópnum að endumeta líf sitt og allar hvítu lygar hópsins koma upp á yfirborðið.

Hvítar Lygar er virkilega góð frönsk mynd. Hún er dramatísk en brandararnir í henni létu allan salinn hlæja upphátt. Maður hlær og grætur til skiptis yfir myndinni. Leikararnir standa sig vel og virka mjög sannfærandi sem gamall vinahópur, en meðal leikara er Marion Cotillard.

Eini galli myndarinnar er lengdin, hún er tveir og hálfur tími að lengd og með engu hléi er það dálítill tími. En lengdin er góð uppá það að maður kynnist persónunum mjög vel.

Þetta er besta myndin sem ég hef séð á kvikmyndahátíðinni, ég mæli eindregið með henni, fólk ætti endilega að skella sér á hana á meðan á hátíðinni stendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Swan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Black Swan er nýjasta verk Darren Aronofsky. Hún er byggð í kringum Svanavatnið, en hér er alls ekki um neina leiðinlega ballettmynd að ræða.

Myndin hefst á því að Nina, ein metnaðarfullasta ballerína borgarinnar , fær drauma sína (og móður sinnar) uppfyllta þegar hún fær aðalhlutverkið í Svanavatninu sem balletthópurinn er að setja upp. Smám saman fer þó hlutverkið að taka á hana sinn toll og Ninu finnst líka Lily nýja ballerínan vera að reyna að stela hlutverki hennar.

Black Swan er ekki týpísk Hollywood mynd og er mjög erfitt að flokka hana eins og aðrar myndir Aronofsky (þar má nefna Requiem for a dream) undir ákveðni tegund. Þetta er að mestu leyti dramatík en fólk ætti alveg að gera sér grein fyrir því að það eru óhugnaleg atriði í þessari mynd.

Black Swan er algjört meistaraverk, hún er frumleg, vel skrifuð og er frammistaða Natalie Portman óskarsverðlaunahæf. Myndin er þó ekki gallalaus eftir að hafa séð myndina er ekki búið að svara öllum spurningum manns um söguþráðinn. Það gerir að vísu þessa mynd mjög áhugaverða að ræða um því allir virðast vera með mismunandi kenningar um hana.

Black Swan er búin að fá ótal verðlaun og tilnefningar og á þær allar skilið. Natalie Portman fékk Golden Globe verðlaun um daginn fyrir stórkostlegu frammistöðu sína.
Hér er á ferðinni ein af betri myndum 2010 sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ghost Writer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meðalgóður Polanski
Roman Polanski er í miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum öðrum. Ástæðan er einföld: hann kann að gera góðar myndir, þar má nefna Chinatown og The Pianist.
Nýjasta verk hans er The Ghost Writer frá 2010.

Myndin fjallar um mann sem á sér ekkert nafn er bara kallaður "The Ghost" Ewan McGregor leikur hann. Hann tekur að sér að skrifa sjálfsævisögu fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands eftir að forveri hans dó af óútskýrðum ástæðum. En þegar hann fer að skrifa bókina kemst hann á sporið á mjög flóknum og spilltum aðgerðum þeirra sem tengjast bókinni.

Myndin er ágæt í thriller pakkanum. Hún er ófyrirsjáanleg og spennandi í endann. Það er helsti galli myndarinnar að hún er mjög lengi að byggja sig upp. Hún er um 2 klst á lengd en verður ekki spennandi fyrr en eftir klukkustund.

Myndin er mjög grá á litinn, það er engin sérstök tónlist í henni og leikararnir eru góðir en hér er ekki um nein verðlaunahlutverk að ræða. Það sem þessi mynd á er gott handrit sem gerir hana vel þess virði að horfa á.

Fínasti thriller en langt frá því besta sem Polanski hefur gert horfið frekar á Chinatown fyrir mikla spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Sleep
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk film-noir
The Big Sleep er "film noir" frá 1946 sem hefur orðið að klassík.

Hún fjallar um einkalögregluna Philip Marlowe (Humphrey Bogart) sem tekur að sér nokkur mál fyrir Sternwood hershöfðingja sem að hafa angrað hann og fjölskyldu hans. En hvert mál leiðir af sér annað og fyrr en varir er hann kominn í vandræði og er orðinn ástfanginn....

Humphrey Bogar og Lauren Bacall alvöru hjón standa sig vel í aðalhlutverkunum. Myndin er áhugaverð og jafnvel fyndin á köflum.
Byggð á skáldsögu Raymond Chandler er þetta skemmtilegt áhorf fyrir aðdáendur gömlu myndanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Léon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Franskt meistaraverk
Léon er spennumynd eftir frakkann Luc Besson.

Jean Reno leikur titilhlutverkið og Natalie Portman hina 12 ára Mathildu. Í upphafi myndarinna er sýnt ömurlegt fjölskyldulíf Mathildu og starf Jean Reno sem leigumorðinga.
Atburðarrásin fer af stað þegar fjölskylda Mathildu, systir, bróðir, pabbi hennar og stjúpmamma eru drepin af Stansfield (Gary Oldman) og félögum. Þá flýr Mathilda til nágranna síns Léon. Þegar hún kemst að því að hann er leigumorðingji biður hún hann að kenna sér að hreinsa (drepa) því hún ætlar að hefna bróður síns. Þar með hefst mikil þjálfun og í leiðinni vinskapur á milli Mathildu og Léon.

Myndin er mjög átakanleg. Það kom mér virkilega á óvart hversu tilfinningaleg hún er. Samband Léon og Mathildu er langt frá því að vera týpískt, persónurnar eru rosalega vel skrifaðar og túlka leikararnir hlutverkin alveg 100%.

Það sem gerir Léon sérstaka er að þrátt fyrir að hafa séð milljón myndir um leigumorðingja og hefnd þá hefur maður aldrei séð það sett upp eins og hér.
Myndin snýst ekki um útlit eða stórmyndaatriði en hún slær engu að síður í gegn hjá áhorfandanum. Handritið er pottþétt, leikararnir frábærir og missir maður ekki áhugann á myndinni í eina mínútu.
Skylduáhorf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ferris Bueller's Day Off
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldar unglingamynd
Ferris Bueller's Day Off er unglingamynd frá 9. áratugnum eftir John Hughes sem sló í gegn með unglingamyndir á þeim tíma af góðri ástæðu.

Hún fjallar um Ferris Bueller, vinsælasta strákinn í skólanum, sem er alltaf að skrópa og brjóta af sér án afleiðinga. Hann ákveður einn daginn á síðustu önn sinni í menntaskóla að taka sér frídag.
Frídagurinn er vel skipulagður til þess að það fattist ekki að hann sé að skrópa. En fljótlega fer skólastjórann að gruna eitthvað og fer að rekja spor Bueller's. Bueller fer á meðan með kærustunni sinni Sloane og besta vin sínum hinum síveika Cameron til Chicago borgar og þau eiga dag sem þau munu seint gleyma.

Myndin er þrælfyndin og mjög skemmtileg til áhorfs. Þrátt fyrir að vera núna rúmlega tvítug virkar húmorinn og handritið ennþá.
Matthew Broderick er mjög trúverðugur sem Ferris Bueller og lætur mann langa til að eyða þessum frídegi með honum. Það er líka mjög fyndið að fylgjast með skólastjóranum þegar hann er að reyna að góma Bueller.

Það sem gerir þessa mynd líka frábæra eru litlu hlutirnir í henni. Charlie Sheen að leika dópista á lögreglustöð og staurblind gömul kona að keyra svo fátt sé nefnt.

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir þá sem fíla 80s myndir og unglingamyndir yfir höfuð. Hún er frumleg og fyndin auk þess að vera með snilldar 80s soundtrack!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frost/Nixon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostleg pólitík
Frost/Nixon er óskarsverðlaunatilnefnt meistaraverk frá dúóinu Brian Grazer og Ron Howard. Hún fékk 5 óskarstilnefningar þegar hún kom út og átti það svo sannarlega skilið.

Myndin segir frá tímanum eftir afsögn Richard Nixon vegna Watergate málsins og David Frost þekktum skemmtiþáttastjórnanda sem ákveður að taka viðtal lífs síns við Nixon. Í upphafi eru miklir erfiðleikar sérstaklega fjárhagslegir sem Frost þarf að takast á við til að ná viðtalinu. En þegar viðtalið sjálft hefst er útkoman "mind blowing".

Myndin er ein besta mynd með pólitískum söguþráð sem ég hef séð. Ron Howard og Brian Grazer hafa gert fjölmargar góðar myndir saman en þetta er klárlega meistaraverkið þeirra.

Leikurinn er mjög sannfærandi, myndin er með yfirbragð heimildarmyndar og Frank Langella sem fékk óskarstilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki er Richard Nixon!
Myndin hefur þann einstaka kost að sýna virkilega persónurnar sem gallaðar en ekki alveg svartar og hvítar það á sérstaklega um Nixon.

Handritið að myndinni er öruggt og spennandi með bröndurum sem koma manni til að hlæja upphátt.

Myndin er áhrifarík og er skylduáhorf fyrir áhugamenn um pólitík og Ron Howard myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Somewhere
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Raunveruleg
Somewhere er nýjasta mynd Sofiu Coppola sem fjallar um líf leikarans Johnny Marco og hvernig það breytist þegar dóttir hans kemur inn í líf hans til lengri tíma.

Johnny er mjög vinsæll leikari, en persónulegt líf hans er í algjöru rugli. Hann býr á Chateaux Marmont hótelinu og eyðir dögum sínum í drykkju, pillur og einnar nætur gaman með næstu blondínu.
Þegar 11 ára dóttir hans Cleo er skilin eftir hjá honum í smá tíma fer hann að endurmeta líf sitt og gildi þess.

Það tekst vel að sýna hversu aumkunarvert líf Johnny er og breytinguna sem verður á því.
Myndin er mjög evrópsk að því leyti að hún gerist hægt og rólega og er lítið talað í henni.
Hún er lengi að byggja sig upp sem er galli, en svo venst áhorfandi hraðanum og nýtur myndarinnar.
Þó að sagan sé dramatísk koma skemmtilegir brandarar reglulega inn, þeir eru flestir kynferðislegir og mjög fyndnir.

Myndin er ágæt, leikararnir Stephen Dorf í aðalhlutverkinu og Elle Fanning (litla systir Dakotu Fanning) standa sig vel, sambandið þeirra er einstakt og skemmtilegt.

Somewhere er í svipuðum dúr og Lost in Translation, en ekki alveg jafn góð. Þetta er ekki meistaraverk en það er létt fyrir Coppola aðdáendur að njóta myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Famous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eyrnakonfekt með skemmtilegri þroskasögu
Almost Famous sló í gegn á sínum tíma og var myndin sem kom Kate Hudson á kortið í Hollywood. Myndin varð strax költ-klassísk og á hún þann stimpil svo sannarlega skilið.

Árið er 1973 þegar 15 ára piltur, Willam Miller, er alinn upp af hálfklikkaðari móður (frances mcdormand). Hann er tveimur árum á undan í skóla og á enga vini nema plöturnar sínar. Hann hefur yndi af rock og rolinu og skrifar um það fyrir neðanjarðar blaðið "Cream".
Hann fær tækifæri lífs síns þegar honum býðst að elta Stillwater á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og skrifa um þá mjög langa grein fyrir Rolling Stone tímaritið.
En á ferðinni kynnist hann hörðum heimi grúppíanna, dópsins, rokksins og þarf að redda sér úr vandræðum sem hann hefur aldrei áður kynnst.

Leikaraliðið er vel valið, aðalkarakterinn er að vísu William Miller, en aukapersónurnar skipta miklu máli í þessari sögu og eru vel skrifaðar og túlkaðar af leikörunum, m.a. Zooey Deschanel, Anna Paquin og Phillip Seymour Hoffman.

Það má líka taka fram að kvikmyndatakan er virkilega falleg, ameríska landslagið á morgnana og kvöldin yfir sumartíman er algjört augnakonfekt.

Frábæra tónlistarvalið setur gæðastimpil á myndina. Tímavélin sem maður fer í til ársins 1973 færir manni klassísk lög og ógleymanleg atriði eins og Tiny Dancer.

Almost Famous þarf varla að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Eftir að hafa horft á hana í annað sinn er ég fullviss um að hér sé á ferðinni vel gerð mynd sem ætti að hitta í mark hjá öllum tónlistaraðdáendum 7 og 8. áratugarins og tímabilsins yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Famous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eyrnakonfekt með skemmtilegri þroskasögu
Almost Famous sló í gegn á sínum tíma og var myndin sem kom Kate Hudson á kortið í Hollywood. Myndin varð strax költ-klassísk og á hún þann stimpil svo sannarlega skilið.

Árið er 1973 þegar 15 ára piltur, Willam Miller, er alinn upp af hálfklikkaðari móður (frances mcdormand). Hann er tveimur árum á undan í skóla og á enga vini nema plöturnar sínar. Hann hefur yndi af rock og rolinu og skrifar um það fyrir neðanjarðar blaðið "Cream".
Hann fær tækifæri lífs síns þegar honum býðst að elta Stillwater á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og skrifa um þá mjög langa grein fyrir Rolling Stone tímaritið.
En á ferðinni kynnist hann hörðum heimi grúppíanna, dópsins, rokksins og þarf að redda sér úr vandræðum sem hann hefur aldrei áður kynnst.

Leikaraliðið er vel valið, aðalkarakterinn er að vísu William Miller, en aukapersónurnar skipta miklu máli í þessari sögu og eru vel skrifaðar og túlkaðar af leikörunum, m.a. Zooey Deschanel, Anna Paquin og Phillip Seymour Hoffman.

Það má líka taka fram að kvikmyndatakan er virkilega falleg, ameríska landslagið á morgnana og kvöldin yfir sumartíman er algjört augnakonfekt.

Frábæra tónlistarvalið setur gæðastimpil á myndina. Tímavélin sem maður fer í til ársins 1973 færir manni klassísk lög og ógleymanleg atriði eins og Tiny Dancer.

Almost Famous þarf varla að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Eftir að hafa horft á hana í annað sinn er ég fullviss um að hér sé á ferðinni vel gerð mynd sem ætti að hitta í mark hjá öllum tónlistaraðdáendum 7 og 8. áratugarins og tímabilsins yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Famous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eyrnakonfekt með skemmtilegri þroskasögu
Almost Famous sló í gegn á sínum tíma og var myndin sem kom Kate Hudson á kortið í Hollywood. Myndin varð strax költ-klassísk og á hún þann stimpil svo sannarlega skilið.

Árið er 1973 þegar 15 ára piltur, Willam Miller, er alinn upp af hálfklikkaðari móður (frances mcdormand). Hann er tveimur árum á undan í skóla og á enga vini nema plöturnar sínar. Hann hefur yndi af rock og rolinu og skrifar um það fyrir neðanjarðar blaðið "Cream".
Hann fær tækifæri lífs síns þegar honum býðst að elta Stillwater á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og skrifa um þá mjög langa grein fyrir Rolling Stone tímaritið.
En á ferðinni kynnist hann hörðum heimi grúppíanna, dópsins, rokksins og þarf að redda sér úr vandræðum sem hann hefur aldrei áður kynnst.

Leikaraliðið er vel valið, aðalkarakterinn er að vísu William Miller, en aukapersónurnar skipta miklu máli í þessari sögu og eru vel skrifaðar og túlkaðar af leikörunum, m.a. Zooey Deschanel, Anna Paquin og Phillip Seymour Hoffman.

Það má líka taka fram að kvikmyndatakan er virkilega falleg, ameríska landslagið á morgnana og kvöldin yfir sumartíman er algjört augnakonfekt.

Frábæra tónlistarvalið setur gæðastimpil á myndina. Tímavélin sem maður fer í til ársins 1973 færir manni klassísk lög og ógleymanleg atriði eins og Tiny Dancer.

Almost Famous þarf varla að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Eftir að hafa horft á hana í annað sinn er ég fullviss um að hér sé á ferðinni vel gerð mynd sem ætti að hitta í mark hjá öllum tónlistaraðdáendum 7 og 8. áratugarins og tímabilsins yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dangerous Liaisons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áhugaverð tragedía
Dangerous Liasons byggð á bók frá 18. öld er rómantísk spillingar tragedía sem gerist í Frakklandi.

Hún segir frá tveimur vinum, Merteuil og Valmont, fyrrum ástmönnum sem leiðist mjög hversdagslífið og finnst gaman að spilla lífi annarra. Glenn Close leikur Merteuil og John Malkovich Valmont sem ákveða að spilla ungum og saklausum konum sér til skemmtunar. Þau gera samning sín á milli, ef Malkovich tekst að spilla tveimur ungum stelpum mun hana eignast Glenn Close í amk eina nótt. En planið fer ekki alveg eins og í sögu...

Hljómar þetta kunnuglega?
Já, það er afþví að hin vinsæla Cruel Intentions frá 1999 er byggð á þessari sögu. Persónulega finnst mér Cruel Intentions skemmtileg mynd og hafði því mikinn áhuga á að sjá upprunalegu söguna á skjánum.

Dangerous Liaisons er góð mynd í sínum flokki. Fáum myndum sem eiga að gerast fyrir nokkrum öldum tekst að haldast nútímalegar og ferskar. Söguþráðurinn heldur áhorfandanum svo sannarlega vakandi. Sagan er svipuð Cruel Intentions en þó aðeins öðruvísi, meira gamaldags og er vel þess virði að sjá þær báðar og bera þær saman.

John Malkovich og Glenn Close eru eins og fædd í hlutverk sín enda er Glenn Close þekkt sem frábært illmenni.
Myndin er ekki á fornensku og er því söguþráðurinn vel skiljanlegur.

Skemmtilegt áhorf, skotheldir klassískir leikarar og nýjir einnig (held þetta hafi verið með fyrstu myndum Umu Thurman hún er bara 18 ára í henni). Mæli með henni fyrir aðdáendum Cruel Intentions.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Next Three Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis spennutryllir
The Next Three Days er nýjasti spennutryllirinn í bíó um þessar mundir. Myndin fjallar um John Brennan sem er hamingjusamlega giftur Löru og eiga þau 3 ára gamla soninn Luke. Einn daginn breytist líf John þegar Lara er handtekin fyrir morð yfirmann síns og dæmd í margra áratuga fangelsi.

Nokkur ár líða og þá kemur í ljós að Lara muni ekki sleppa úr fangelsi þó hún segist saklaus og John trúir henni. Þá ákveður John að taka málin í sínar eigin hendur. Hann ákveður að hann verði að bjarga Löru úr fangelsi og verða þau að flýja land með son sinn. Þetta er þó langt verk og þarf mikla skipulaggningu, einn daginn kemur í ljós að það eigi að flytja Löru um fangelsi en þá hefur John einungis 3 daga til að koma þeim á brott með erfiðum afleiðingum.

The Next Three Days er með ágæta uppbyggingu á spennunni. Hún er frekar löng sem er örlítill galli, en með því nær hún að fá áhorfandann í lið með John og Löru.
Russel Crowe stendur sig vel sem söguhetjann.En sama má ekki segja um kvenhetjuna. Ef er eitthvað sem mætti setja út á í myndinni er það leikur Elizabeth Banks (Lara). Það finna kannski ekki allir fyrir þessu en leikur hennar fór í taugarnar á mér meirihluta myndarinnar. Þrátt fyir það er hér á ferð ágætis spennumynd sem ætti ekki að svíkja áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Next Three Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis spennutryllir
The Next Three Days er nýjasti spennutryllirinn í bíó um þessar mundir. Myndin fjallar um John Brennan sem er hamingjusamlega giftur Löru og eiga þau 3 ára gamla soninn Luke. Einn daginn breytist líf John þegar Lara er handtekin fyrir morð yfirmann síns og dæmd í margra áratuga fangelsi.

Nokkur ár líða og þá kemur í ljós að Lara muni ekki sleppa úr fangelsi þó hún segist saklaus og John trúir henni. Þá ákveður John að taka málin í sínar eigin hendur. Hann ákveður að hann verði að bjarga Löru úr fangelsi og verða þau að flýja land með son sinn. Þetta er þó langt verk og þarf mikla skipulaggningu, einn daginn kemur í ljós að það eigi að flytja Löru um fangelsi en þá hefur John einungis 3 daga til að koma þeim á brott með erfiðum afleiðingum.

The Next Three Days er með ágæta uppbyggingu á spennunni. Hún er frekar löng sem er örlítill galli, en með því nær hún að fá áhorfandann í lið með John og Löru.
Russel Crowe stendur sig vel sem söguhetjann.En sama má ekki segja um kvenhetjuna. Ef er eitthvað sem mætti setja út á í myndinni er það leikur Elizabeth Banks (Lara). Það finna kannski ekki allir fyrir þessu en leikur hennar fór í taugarnar á mér meirihluta myndarinnar. Þrátt fyir það er hér á ferð ágætis spennumynd sem ætti ekki að svíkja áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Love Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hugljúf klassík
Love Story er algjör vasaklútamynd eins og þær eru kallaðar. Hún er frá 8. áratugnum og er aðalmarkhópur hennar klárlega kvenmenn.

Hún segir frá manninum Oliver sem í upphafi myndarinnar segir manni að 25 ára kona sem elskaði hann sé dáinn. Eftir það er rakin dramatísk ástarsaga þeirra Jenny. Þau byrja saman í háskóla og gifta sig ung. Þau eiga í erfiðleikum með sambandið vegna mismunandi bakgruns og almennu drama. Í hádramatískum punkti myndarinnar segir Jenny klassísku setninguna: Love means never having to say you're sorry.

Myndin er ágæt fyrir rómantísk dramamynd. Hún er svolítið ,,outdated" en klárlega áhorfanleg fyrir kvenkynið. Ég mæli með henni fyrir stelpur sem fíla eldri myndir, en strákar þið ættuð bara að slepa þessari.
Hér er ekkert meistarverk á ferð bara hugljúf rómantísk klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hitchcock hræðir aftur
Psycho frægasta hrollvekja Alfred Hitchcock er geðsjúkur svarthvítur hryllingur með frábæru plotti.

Psycho fjallar um konuna Marion, hún lifir venjulegu áhyggjulausu lífi þangað til hún stelur 40.000 dollörum einn daginn og heldur á brott frá Arizona.
Hún endar á gistiheimili og mætir örlögum sínum þar. Við hvarf hennar fer fólkið í kringum hana og eigandi peninganna að hafa áhyggjur af hvarfi hennar og hvert á fætur öðru lendir í hremmingum á gistiheimilinu. Morðinginn og ástæður hans eru fáranlegar og koma áhorfandanum mikið á óvart.

Myndin er snilldarlega vel gerð eins og allt sem ég hef séð úr smiðju Alfred Hitchcock. Spennan er magnþrungin og tekst Hitchcock að halda manni spenntum og hræddum stóran hluta myndarinnar.
Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir Hitchcock aðdáendur og hrollvekjuaðdáendur. Frumleg mynd á undan sínum tíma er hér á ferð. Vara fólk þó við að horfa ekki á trailer fyrir hana á youtube þeir spilla fyrir sögunni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Social Network
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með bestu myndum 2010
Eins og margir aðrir var ég ekkert spennt yfir einhverri mynd um facebook þegar ég heyrði fyrst um The Social Network fyrst. En eftir að hafa séð þessa mynd get ég staðfest að hún sé algjör snilld. Ótrúlegt en satt er hún áhugaverð, fyndin og bara allt annað en maður hélt hún yrði.

Ég verð að vera sammála öðrum kvikmyndagagnrýnendum að David Fincher sé algjör snillingar, hann gerði margar af uppáhalds myndum. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar mjög mismunandi. Það er ekki hægt að flokka þennan leikstjóra undir einhverri týpu af myndum.

The social network er erfitt að segja hvort sé heimildamynd eða ekki. Persónulega vissi ég ekkert um facebook málið og stofnun þess fyrr en ég sá þessa mynd.
Hún fjallar um Mark Zuckerberg og félaga hans þegar þeir stofna samskiptasíðuna facebook af þeirri ástæðu að Mark er í ,,ástarsorg" og er pirraður á að vera ekki í elítunni í Harvard. Félagarnir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að starta og veit enginn enn í dag í hvað facebook stefnir. En í myndinni eru engir vondir gæjar og engir góðir beint heldur vilja persónurnar bara ná sínum vilja í gegn.

Myndin er sett upp í kringum tvö dómsmál gegn Zuckerberg. Annars vegar dómsmál gegn honum af Winklevoss tvíburum sem vildu stofna samskiptasíðu og fengu Mark til liðs við sig en hann bjó til sína eigin síðu í staðinn. Hins vegar dómsmál sem besti vinur hans Eduardo höfðaði gegn honum vegna þáttöku sinnar í facebook fyrirtækinu. Spurningum um málið er svarað með því að fara í gegnum stofnun og fyrsta ár facebook.

Það sem er best við útgáfu þessar myndar er klárlega tímasetningin. VIð lifum á facebook öld, þar sem allir láta myndir úr síðasta partíi inn á facebook og kynnast vinum og kærustum þar. Það hafa einhvern veginn allir áhuga á facebook.Eins og alltaf þá stendur David Fincher sig fáranlega vel við gerð þessarar myndar. Það er vel ráðið í myndina. Aðalleikarinn Jesse Eisenberg stendur sig mjög vel í hlutverki Mark og er auðtrúanlegur sem stressaður tölvunördi. Það er ótrúlega ferskt að sjá leikaraliðið í þessari mynd, þetta eru ekki leikarar sem að maður sér alltaf í hverri einustu Hollywood mynd. Þar má nefna Brendu Song, Andrew Garfield og Justin Timberlake (sem sannar sig sem alvöru leikara í þessari mynd).

Hér er á ferð skemmtileg mynd, með áhugaverðum söguþræði, góðri tónlist (sérstaklega skemmtilegt að henda bítlunum inn þarna í lok myndarinnar) og góðum, ferskum, leikörum.
Með betri myndum ársins, must-see!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Órói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Loksins Raunsæ Unglingamynd
Órói er nýjung í íslenskri kvikmyndagerð hún er raunsæ unglingamynd en þannig myndir eru sjaldséðar á Íslandi.

Hún segir frá Gabríel og vinum hans og hvernig þau á unglingsaldrinum þurfa að takast á við ástir, kynlíf, áfengi, erfiða foreldra og sorgir lífsins.
Myndin er samt ekki einungis dramatísk, því hún dregur fram raunsæjan íslenskan veruleika sem létt er að hlæja að. Unglingarnir þurfa að takast á við hluti sem þau eru engan veginn tilbúinn í og þurfa þau að svara mjög erfiðum spurningum um sjálfan sig. Myndin segir frá mörgum sögum í einu og nær þannig að sýna marga vinkla á lífi unglina í Reykjavík.

Órói er frábær íslensk mynd og mæli ég með að sem flestir sjái hana, sérstaklega unglinar. Söguþráðurinn er raunverulegur og samskipti fólks líka. Leikararnir standa sig mjög vel miðað við ungan aldur og held ég að maður muni sjá þau öll í myndum í framtíðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nowhere Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.

Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.

Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.

Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.

Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nowhere Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.

Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.

Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.

Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.

Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nowhere Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.

Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.

Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.

Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.

Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eat Pray Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skilur lítið eftir sig
Eat Pray Love er byggð á samnefndri bók um raunverulega ferð Liz Gilbert til að finna sjálfan sig. Bókin hefur selst í milljónum eintaka og hefur haft áhrif á margar konur, sama má ekki segja um þessa kvikmynd.

Söguþráðurinn er áhugaverður fyrir konur, þrítug kona skilur við manninn og fer í heimsreisu í heilt ár til að finna sig. Hún fer til Ítalíu og borðar, Indlands og biður, og loks Balí í Indónesíu og verður ástfangin þar. Það er engri spurningu svaraðri hér nema hvort Liz muni finna hamingjuna aftur í þessari för.

Þessi mynd á ekki skilið hræðilegu dómana sem hún hefur fengið, leikararnir standa sig ágætlega, þótt að Julia Roberts skíni ekki sínu skærasta ljósi. Myndin er listrænlega glæsileg og fylgir bókinni ágætlega. En það vantar einhvern sjarma yfir henni, það vantar meiri húmor og dýpri persónur sem að maður kynntist í bókinni. Hún er líka aðeins of löng, hún er tveir og hálfur tími, og fyrir rómantíska mynd er það aðeins of mikið.

Myndin er samt ágæt fyrir sinn markhóp, salurinn var 90% kvenfólk, hún kætir áhorfendur (stundum) og fer með mann á skemmtilegar og framandi slóðir. Hún skilur samt lítið eftir sig ólíkt bókinni og held ég að þrátt fyrir alla markaðssetninguna að baki hennar þá verði hún fljótgleymd. Ég mæli samt með henni fyrir mæður og dætur sem vilja fara á alvöru kellingamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Marie Antoinette
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óþekkt saga
Marie Antoinette er saga Marie Antoinette drottningu Frakklands í byltingunni sögð frá hennar sjónarhorni.
Hérna setur Sofia Coppola nútímatónlist og tungumál inn í söguna og gerir hana þannig skiljanlega fyrir fólk.

Saga Marie Antoinetta þekkja flestir bara sem það að hún hafi sagt fólki að borða kökur og að hún hafi verið hálshöggvin í frönsku byltingunni. Hérna fær maður að sjá líf hennar frá því hún var lofuð franska krónprinsinum 13 ára gömul, erfiðleikana í hjónabandinu, pressuna frá fólki í kring til að eignast erfingja. Maður fylgir svo Marie Antoinette alveg til endaloka.

Myndin er algjört konfekt fyrir augað, þetta eru einir flottustu búningar og sviðsmyndir (og girnilegur matur) sem að maður hefur séð. Það tekst vel að láta Kirsten Dunst eldast og yngjast eftir aldri í myndinni.

Söguþráðurinn er áhugaverður fyrir þá sem hafa áhuga á þessum tíma, en þetta er ekki mynd fyrir alla. Það tekst mjög vel að segja söguna sem að maður þekkir ekki. Þetta er örruglega mynd sem er skemmtilegri fyrir stelpur, þannig að ég mæli með henni fyrir stelpur sem hafa áhuga á Marie Antoinette.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lost in Translation er enn önnur góð mynd eftir leikstjórann Sofia Coppola. Hún hefur alveg sannað sig í Hollywood og búið til sitt eigið nafn.

Lost in translation er klárlega mjög spes mynd og þekki ég marga sem myndu bara sofna yfir henni. En fyrir þá sem halda sér vakandi er hún mjög áhugaverð.
Hún fjallar um unga stelpu Scarlett Johanson sem er með manninum sínum ljósmyndara í japan. Maðurinn hennar er alltaf að vinna og hefur hún ekkert að gera. Hún hittir aðra reikanda sál Bill Murray, fyrrverandi stórstjörnu, núverandi áfengis auglýsinga leikara.
Þau þróa með sér furðulegt samband og verður áhorfandinn týndur með þeim í Japan.

Þetta er ágætis mynd, hún er eins og myndir Sofiu rosalega flott, tónlistin góð, falleg leikmynd og umhverfi. Scarlett var bara 19 ára þegar þessi mynd kom út en lék hún þetta virkilega fullorðinslega, Bill Murray fékk comeback með þessari mynd og er líka virkilega skemmtilegur í henni.

Þetta er skemmtilegt áhorf fyrir kvikmyndaáhugamenn, en alls ekki fyrir alla, þetta er ekki grínmynd til að horfa á laugarsdagkvöldi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Letters to Juliet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hugljúf og sæt ástarsaga
Letters to Juliet er bara ágætis ,,týpísk" rómantísk gamanmynd. Hún er greinilega markaðsett fyrir kvenkynið og nær ágætlega til síns markaðshóp.

Hún fjallar um Sophie sem fer til Verona á Ítalíu þar sem Júlía úr sögunni Rómeó og Júlía átti að hafa búið, þar finnur hún bréf stílað til Júlíu sem er 50 ára gamalt og ákveður hún að svara því. Þá koma til hennar eigandi bréfsins, sjötug bresk kona Claire og sonarsonur hennar Charlie. Þau fara ásamt Sophie í leit af gömlum kærasta Claire, Lorenzo. Þar í ferðinni kynnast þau öll mjög vel og Sophie fer að átta sig betur á því hvar ástarlíf hennar og ferill liggur.

Þessi mynd er mjög sæt, það er svona orðið yfir hana. Þetta er ágætlega skemmtilegur söguþráður og fær myndin mann alveg til að hlæja reglulega. Vanessa Redgrave, sú sem leikur Claire er mjög góð leikkona og stendur sig mjög í hlutverki sínu. Helsti galli myndarinnar er að söguþráðurinn er mjög hefðbundin, leikurinn bara allt í lagi og er myndin aðeins of löng í endan.

Þetta er samt algjör mynd til að fara á með mömmum, systrum eða vinkonum og njóta Ítalíu og rómantíkur í tvo tíma. Maður getur skemmt sér mjög vel yfir henni. Ef þú hins vegar fílar hasarmyndir eða spennu thrillera þá geturðu alveg gleymt þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
An Education
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær lærdómur
An education er verðlaunamynd frá árinu 2009, handritið er eftir Nick Hornby en er byggð á reynslu stelpu frá árinu 1961.

Myndin fjallar um London skólastelpuna Jenny sem Carey Mulligan leikur frábærlega og átti virkilega skilið óskarsverðlauna tilnefningu fyrir. Hún kynnist miðaldra manninum David ( Peter Sarsgaard) sem heillar hana upp úr skónum. Hann kynnir hana fyrir djassbúllum, kvikmyndum, bókum og heillandi borginni París. Hann lætur hana alveg gleyma náminu sínu þar sem hún er afburðarnemandi og stefnir á Oxford. Bráðum þarf hún að velja á milli hans og framtíðardrauma sinna og taka afleiðingum ákvörðunar sinnar.

Þessi mynd er frábær og fjallar um einstaklega áhugavert tímabil í Bretlandi þar sem að unglingar fóru mikið í uppreisn. Hugmyndin að skólastelpa falli fyrir mun eldri manni virkar virkilega vel hér og er chemistryið á milli Carey Mulligan og Peter Saarsgard virkilega gott.
Áhorfandinn verður líka mjög spenntur yfir hvaða ákvörðun Jenny tekur í endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
An Education
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær lærdómur
An education er verðlaunamynd frá árinu 2009, handritið er eftir Nick Hornby en er byggð á reynslu stelpu frá árinu 1961.

Myndin fjallar um London skólastelpuna Jenny sem Carey Mulligan leikur frábærlega og átti virkilega skilið óskarsverðlauna tilnefningu fyrir. Hún kynnist miðaldra manninum David ( Peter Sarsgaard) sem heillar hana upp úr skónum. Hann kynnir hana fyrir djassbúllum, kvikmyndum, bókum og heillandi borginni París. Hann lætur hana alveg gleyma náminu sínu þar sem hún er afburðarnemandi og stefnir á Oxford. Bráðum þarf hún að velja á milli hans og framtíðardrauma sinna og taka afleiðingum ákvörðunar sinnar.

Þessi mynd er frábær og fjallar um einstaklega áhugavert tímabil í Bretlandi þar sem að unglingar fóru mikið í uppreisn. Hugmyndin að skólastelpa falli fyrir mun eldri manni virkar virkilega vel hér og er chemistryið á milli Carey Mulligan og Peter Saarsgard virkilega gott.
Áhorfandinn verður líka mjög spenntur yfir hvaða ákvörðun Jenny tekur í endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inception
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nolan í sínu besta
Inception er nýjasta meistaraverkið frá Christopher Nolan, í þessari mynd vinnur hann með draumaheima og hvað sé raunveruleiki og ekki. Þetta er snilldar hugmynd til að vinna með þar sem að langflestar manneskjur hafa áhuga á þessu og gerir Nolan það eins og oft áður stórkostlega vel.

Myndin fjallar um manninn Cobb og starfsfélaga hans þegar þeir taka að sér erfitt verkefni sem er ekki víst að þeir geti klárað. Það er ekki hægt að segja meira um myndina, sjón er sögu ríkari.

Þetta er að mínu mati ein besta mynd Nolan. Hugmyndin er frumleg, leikararnir eru frábærir og tæknibrellurnar láta mann langa til að fara inn í myndina. Myndin er algjört listaverk í raun og veru að horfa á, þar sem er leikið sér að draumum og raunveruleika og maður sér engan greinilegan mun.

Inception er algjör ,,bíómynd", það á að sjá hana í bíói en ekki heima í stofu, tæknibrellurnar, hljóðið og myndin njóta sín einstaklega vel á stóra skjánum.

Árið 2010 hefur ekki verið frábært bíóár, það hafa þó nokkrar góðar komið út og er Inception í þeim hópi.
Þetta er mynd sem að engin thriller sérstaklega sálfræði-thriler áhugamanneskja má láta framhjá sér fara. Þetta er myndin sem á að sjá í sumar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Christopher Nolan er Snillingur!
Eftir að hafa séð nokkrar frábærar myndir eftir Christopher Nolan áður en ég sá þessa mynd, m.a. Batman myndirnar og The Prestige þá var ég á þeirri skoðun að Christopher Nolan væri góður leikstjóri, en nú er ég á þeirri skoðun að hann sé SNILLINGUR!

Það er eiginlega ekki hægt að segja frá söguþræði Memento nema það er hægt að segja að hún fjalli um manninn Leonard (Guy Pierce) sem að þjáist af skammtímaminni. Hann man allt um líf sitt þangað til að konunni hans var nauðgað og hún var drepin. Eftir það getur hann ekki myndað nýjar minningar og því er mjög erfitt fyrir hann að komast að því hver drap konuna hans. Hann fer að taka myndir og skrifa á miða til að muna hvað hann hefur komist að. En annað fólk getur haft áhrif á hann og hann veit ekki lengur hverju hann á að trúa og hvernig hann eigi að hefna konunnar sinnar.

Þessi mynd er algjör snilld, sagan er sögð í mjög skrítinni atburðarás sem veldur því að maður skilur ekkert hvað hefur beinlínis gerst fyrr en í enda myndarinnar.

Myndin er bæði í svarthvítu og lit til að undirstrika mismunandi frásagnir. Myndin heldur manni alveg giskandi og á tauginni allan tímann. Ég myndi alls ekki mæla með að fólk horfi á hana í nokkrum pörtum því það þarf að horfa á hana í heild og gefa sér góðan tíma til að pæla í henni.

Þetta er mynd sem að maður þarf að ræða lengi um þegar hún er búin og því er hún frábær til að horfa á með vinum. Eftir að hafa séð Memento get ég sagt að Christopher Nolan sé ein besti leikstjórinn í dag og get ég ekki beðið eftir að sjá nýja meistaraverkið hans, Inception!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
North by Northwest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær Spennumynd
Flestir sem horfa á kvikmyndir í dag horfa ekki á gamlar myndir, margir halda að gamlar myndir séu allar í svarthvítu, án hljóðs og algjörlega úreltar en það er algjör misskilningur. Á þessum tímum þegar fáar nýjar myndir eru frumlegar eða ferskar er sjálfsagt að horfa á gömlu klassísku myndirnar. Hér er ein þeirra á ferðinni því North by Northwest er ein besta gamla spennumyndin sem Hitchcock gerði.

Myndin fjallar um manninn Roger sem lendir í því að honum er ruglað saman við annan mann og haldið er að hann sé cia maður. Honum er rænt og hann er sakaður um morð sem hann framdi ekki svo fátt sé nefnt sem ,,startar actioninu" í myndinni. Hann þarf að flýja frá öllum og reyna að komast að því hvað er á seiði. Þetta gerir hann og hittir sæta ljósku á leiðinni sem er ekki öll sem hún er séð. Stóru spurningar myndarinnar eru hver er cia maðurinn, afhverju er verið að elta hann og hvernig á Roger að koma sér út úr þessu öllu saman?

Myndin er eins og flestar Hitchcock myndirnar meistaraverk, maður heldur stöðugt á meðan maður horfir á hana að maður sé búinn að fatta hana en þá kemur annað ,,twist" í hana. Hitchcock leikur sér oft við hugmyndina um ranga manninn þar sem einhver er talinn vera sá sem hann er ekki og þetta tekst mjög vel í þessari mynd.

Myndin er í lit og með hljóð og söguþráð sem virkar ennþá í dag 50 árum eftir útgáfu myndarinnar. Eina sem er að henni er að hún er dálítið löng en hún er þess virði að halda hana út. Þessa mynd verða allir Hitchcock aðdáendur að sjá og þeir sem eru komnir með nóg af þessari týpísku Hollywood formúlu nú til dags!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Roman Holiday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk Rómantík
Roman Holiday er rómantísk gamanmynd frá sjötta áratugnum. Í aðalhlutverki eru einir virtustu leikarar gömlu Hollywood Audrey Hepburn og Gregory Peck.

Myndin fjallar um prinsessuna Ann (Audrey Hepburn) sem er komin með leið á ferðalagi sínu um Evrópu þar sem að hver einasta stund er bókuð af leiðindum. Hún ákveður því að strjúka að heiman eitt kvöldið og hittir fyrir tilviljun blaðamanninn Joe Bradley (Gregory Peck). Hún sofnar heima hjá honum og eftir að hafa áttað sig á því hver hún er ákveður hann að skrifa frétt um hana og selja hana dýrum dómi. Þau eyða deginum saman í Róm en eftir yndislegan dag veit Joe ekki lengur hvað hann á að gera, selja söguna eða ekki.

Myndin er klassísk rómantísk gamanmynd það eru ódauðlegar setningar í henni eins og ,,I wouldn't call you trouble". Myndin er skemmtileg og þægileg að horfa á. Aðalleikararnir standa sig vel og er gaman að segja frá því að þetta var fyrsta Hollywood mynd Audrey Hepburn. Eini gallinn myndarinnar myndi ég segja að væri lengdin hún verður dálítið langdregin í byrjun og í endann. Þrátt fyrir það er hér á ferð mynd sem að hefur verið horft á í sextíu ár af góðri ástæðu, hún virkar vel á fólk.

Þetta er must-see mynd fyrir Audrey Hepburn aðdáendur og ágætis skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af rómantískum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Roman Holiday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk Rómantík
Roman Holiday er rómantísk gamanmynd frá sjötta áratugnum. Í aðalhlutverki eru einir virtustu leikarar gömlu Hollywood Audrey Hepburn og Gregory Peck.

Myndin fjallar um prinsessuna Ann (Audrey Hepburn) sem er komin með leið á ferðalagi sínu um Evrópu þar sem að hver einasta stund er bókuð af leiðindum. Hún ákveður því að strjúka að heiman eitt kvöldið og hittir fyrir tilviljun blaðamanninn Joe Bradley (Gregory Peck). Hún sofnar heima hjá honum og eftir að hafa áttað sig á því hver hún er ákveður hann að skrifa frétt um hana og selja hana dýrum dómi. Þau eyða deginum saman í Róm en eftir yndislegan dag veit Joe ekki lengur hvað hann á að gera, selja söguna eða ekki.

Myndin er klassísk rómantísk gamanmynd það eru ódauðlegar setningar í henni eins og ,,I wouldn't call you trouble". Myndin er skemmtileg og þægileg að horfa á. Aðalleikararnir standa sig vel og er gaman að segja frá því að þetta var fyrsta Hollywood mynd Audrey Hepburn. Eini gallinn myndarinnar myndi ég segja að væri lengdin hún verður dálítið langdregin í byrjun og í endann. Þrátt fyrir það er hér á ferð mynd sem að hefur verið horft á í sextíu ár af góðri ástæðu, hún virkar vel á fólk.

Þetta er must-see mynd fyrir Audrey Hepburn aðdáendur og ágætis skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af rómantískum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Toy Story 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fullkomin Uppgjör
Toy Story 3 er nýjasta pixar myndin og fullkomin endir á Toy Story trílógíunni. Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd hélt ég að þetta væri bara peningaplott eins og framhaldsmyndir eru svo oft, en ég hafði virkilega rangt fyrir mér. Toy Story 3 er frábær mynd fyrir unga sem aldna og held ég að allir muni hafa gaman af henni. Sjarminn við hana er að hún virkar svo vel á kynslóðina sem ólst upp við Toy Story myndirnar og er núna að verða fullorðið fólk.

Myndin fjallar um leikföngin hans Andy þegar hann er orðinn 18 ára og löngu hættur að leika sér með þau. Hann er að fara í háskóla og þarf að henda leikföngunum eða fara með þau upp á háaloft. Hann ætlar með þau upp á háaloft en þau lenda óvart í að fara á leikskóla. Þar lítur allt vel út til að byrja með og halda leikföngin að þau fái loksins þá athygli og væntumþykju sem þau eru ekki búin að fá frá Andy í langan tíma. En því miður gerist það ekki og þurfa þau að reyna að sleppa frá leikskólanum og komast aftur heim til Andy.

Myndin er eins og margir gagnrýnendur hafa sagt sú besta í Toy Story trílógíunni. Hún er fyndin og virkar húmorinn bæði fyrir unga og eldri áhorfendur þar má nefna sem dæmi Ken dúkkuna sem að fékk mann margoft til að hlæja. Tónlistin er skemmtileg og glöddust allir áhorfendurnir við að heyra ,,ég er sko vinur þinn" lagið aftur. Það er líka virkilega gaman að sjá myndina í þrívídd.

Toy Story er frábær teiknimynd og með því besta sem Pixar hefur framleitt, ég hvet alla til að sjá þessa mynd sama á hvaða aldri þeir eru. Þetta er fullkomin uppgjör við æskuna fyrir kynslóðina sem ólst upp við Toy Story!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boy in the Striped Pyjamas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einstaklega vel gerð síðari heimsstyrjaldar mynd
The Boy in the striped pyjamas er einstaklega vel gerð mynd um síðari heimsstyrjöldina í Þýskalandi. Þrátt fyrir það að mjög margar myndir séu til um þetta efni og að margir séu komnir með leið á svoleiðis myndum myndi ég mæla með þessari fyrir þannig fólk. Myndin fer vel að því að sýna ekki hryllingin sem er að gerast í útrýmingabúðunum en nær samt að vekja mann til umhugsunar og átta sig á hvað er að gerast.

Hún fjallar um fjölskyldu þar sem að fjölskyldufaðirinn er fangavörður í útrýmingabúðum. Hann flytur með fjölskyldu sína, konuna Elsu og börnin tvö, hina tólf ára og efnilega í nasistahreyfingunni Gretel og ævintýragjarna átta ára strákinn Bruno. Fjölskyldan sest að rétt hjá búðunum og veit Brunu ekkert hvað er að gerast þar.
Sagan er svo vel sögð í gegnum augu hans og gefur því sjónarhorn barnslegs drengs á aðstæðurnar, en hann skilur ekki hatrinn á gyðingum eða hvað búðirnar snúast í raun og veru um. Hann fer að leika sér við strák sem að er á hans aldri og heitir Schmael sem situr fyrir innan girðinguna í útrýmingarbúðunum. Þeir mynda vináttu en hversu sterk er hún og hvert getur hún leitt Bruno?

Myndin er virkilega vel gerð og er alls ekki auðgleymd. Leikurinn er frábær og verður svo sannarlega að hrósa litla stráknum sem leikur aðalpersónuna Bruno fyrir sannfærandi leik. Þá má líka nefna tónlistina sem að virkar mjög vel í að túlka tilfinningarnar í myndinni. Síðasti plúsinn sem að ég vil gefa henni er að hún er á ensku og bretarnir sem leika tala með venjulegum breskum hreim ekki asnalegum þýskum hreim eins og svo oft er bætt við í myndum sem eiga að gerast í útlöndum.

Virkilega góð mynd sem að þeir sem hafa áhuga á síðari heimsstyrjöldinni ættu að sjá og þeir sem eru komnir með nóg á að sjá allan hryllingin og hasarinn í kringum þannig myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boy in the Striped Pyjamas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einstaklega vel gerð síðari heimsstyrjaldar mynd
The Boy in the striped pyjamas er einstaklega vel gerð mynd um síðari heimsstyrjöldina í Þýskalandi. Þrátt fyrir það að mjög margar myndir séu til um þetta efni og að margir séu komnir með leið á svoleiðis myndum myndi ég mæla með þessari fyrir þannig fólk. Myndin fer vel að því að sýna ekki hryllingin sem er að gerast í útrýmingabúðunum en nær samt að vekja mann til umhugsunar og átta sig á hvað er að gerast.

Hún fjallar um fjölskyldu þar sem að fjölskyldufaðirinn er fangavörður í útrýmingabúðum. Hann flytur með fjölskyldu sína, konuna Elsu og börnin tvö, hina tólf ára og efnilega í nasistahreyfingunni Gretel og ævintýragjarna átta ára strákinn Bruno. Fjölskyldan sest að rétt hjá búðunum og veit Brunu ekkert hvað er að gerast þar.
Sagan er svo vel sögð í gegnum augu hans og gefur því sjónarhorn barnslegs drengs á aðstæðurnar, en hann skilur ekki hatrinn á gyðingum eða hvað búðirnar snúast í raun og veru um. Hann fer að leika sér við strák sem að er á hans aldri og heitir Schmael sem situr fyrir innan girðinguna í útrýmingarbúðunum. Þeir mynda vináttu en hversu sterk er hún og hvert getur hún leitt Bruno?

Myndin er virkilega vel gerð og er alls ekki auðgleymd. Leikurinn er frábær og verður svo sannarlega að hrósa litla stráknum sem leikur aðalpersónuna Bruno fyrir sannfærandi leik. Þá má líka nefna tónlistina sem að virkar mjög vel í að túlka tilfinningarnar í myndinni. Síðasti plúsinn sem að ég vil gefa henni er að hún er á ensku og bretarnir sem leika tala með venjulegum breskum hreim ekki asnalegum þýskum hreim eins og svo oft er bætt við í myndum sem eiga að gerast í útlöndum.

Virkilega góð mynd sem að þeir sem hafa áhuga á síðari heimsstyrjöldinni ættu að sjá og þeir sem eru komnir með nóg á að sjá allan hryllingin og hasarinn í kringum þannig myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sex and the City 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sykursæt og kómískt framhald
Sex and the city 2 var frumsýnd í gær og biðu aðdáendur spenntir fyrir utan bíósalinn en vissu ekkert hvað biði þeirra. Auglýsingin hafði sagt að myndin myndi gerast í Abu Dhabi og New York og að það yrði drama hjá vinkonunum fjórum Carrie, Samönthu, Charlotte og Miröndu. Það sem þeir vissu ekki vegna misjafnra dóma um myndina var að hér biði þeirra skemmtilegt ævintýri, þar sem myndin einbeitir sér mikið af húmor og kemur áhorfendum og líklega aðdáendum þáttanna í gott skap.

Söguþráður kvikmyndarinnar er ef til vill ekkert allt of djúpstæður, Carrie er að venjast því að vera gift og telur ástarlíf þeirra hjóna vera allt of venjulega. Miranda er komin með leið á vinnu sinni, Charlotte á erfitt með að vera móðir og að treysta fóstrunni og Samantha er að reyna að enduruppgötva kynhvöt sína á breytingarskeiðinu.
Í einum af þeirra frægu samtölum um líf sín segir Samantha stelpunum að þeim hafi boðist ókeypis kynningarferð til Abu Dhabi og ákveða þær að fara. Þar sér maður skemmtilegu eyðimörkina og nýju ,,Mið-Austurlöndin" og gerist margt skemmtilegt og dramatískt. Þessi ferð breytir líf kvennana og er mjög áhugaverð.

Myndin er betur heppnuð að mínu mati en sú fyrri þar sem hér var lagt í ferð sem var mjög ólík þáttunum. Það að sýna ekki gömlu New York heldur Abu Dhabi blæs fersku lofti á söguþráðinn. Þar er gert grín af venjum araba og siðum en einnig borin virðing fyrir þeim með því að sýna ýmsar hliðar á menningunni. Einnig er raunveruleikinn ekki alveg flúinn þar sem Big maður Carrie er í viðskiptum og er talað um að þau hafi minnkaði við sig húsnæði og að gengið sé að falla. Myndin spilar sig samt skemmtilega út úr kreppunni með því að Samantha segir að hún hafi engan áhuga á að ræða meira kreppuna og vilji njóta ríkidómsins í Abu Dhabi þeim að kostnaðarlausu.

Myndin heppnast vel en auðvitað eru einhverjir gallar í henni. Hún er heldur löng og get ég ímyndað mér að sumum fari að leiðast það. Myndin einbeitir sér allt of mikið af útlitinu ég las einhver staðar að það hefði verið eitt um milljarð króna í búningana sem ég get vel trúað miðað við fjölda þeirra og útlit. Einnig má gagnrýna það hvað Charlotte fær leiðinlegan söguþráð og er myndin mjög mikið um Carrie og svo vinkonurnar en ekki þær allar.

En að lokum sem Sex and the City aðdáandi fell ég fyrir húmornum, gömlu vinkonunum og hinni framandi paradís Abu Dhabi. Þessa mynd verða sannir aðdáendur þáttana að sjá og munu hafa gaman af. Strákar sem eru dregnir af vinkonum sínum í bíó ættu líka ekki að kvíða þess þetta er létt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Never Been Kissed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis stelpumynd
Never been kissed er algjör stelpumynd sem að stendur vel fyrir sínu. Hún er mjög rómantísk og klisjukennd á köflum en er ágætis áhorf fyrir stelpukvöld.

Hún fjallar um Josie Geller sem er 25 ára og vinnur á Chicago sun times. Hún hefur aldrei unnið sem alvöru blaðamaður heldur bara sem starfsmaður við útgáfu blaðsins og verður því mjög spennt yfir því að fá að verða ,,undercover" blaðamaður.
Hennar fyrsta verkefni er að fara í menntaskóla og finna einhverja góða sögu til að skrifa um. Þetta reynist henni samt mjög erfitt í byrjun þar sem að hún var algjör lúði í menntaskóla. Hún lenti í því að strákur hafnaði henni illilega þegar hún var 17 ára gömul og hefur hún aldrei beint jafnað sig eftir það og telur sig aldrei hafa átt hinn fullkomna fyrsta koss. En nú þarf hún að fara í skólann og horfast í augu við hræðslu sína og e.t.v. eiga sinn fyrsta koss.

Myndin er fyrirsjáanleg en samt skemmtileg að horfa á. Manni líkar vel við Drew Barrymoore sem aðalpersónuna og það eru skemmtilegir aukaleikarar m.a. David Arquette sem styðja við bakið á henni í myndinni. Það má þó setja út á það að ,,chemistry" á milli Drew Barrymoore og bróður hennar David Arquette er meita en hjá henni og áætlaðri ástinni í myndinni. Myndin verður klisjukennd en einhvern veginn tekst ástin í myndinni að halda klisjunni þolanlegri. Ágætis mynd fyrir stelpukvöld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Never Been Kissed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis stelpumynd
Never been kissed er algjör stelpumynd sem að stendur vel fyrir sínu. Hún er mjög rómantísk og klisjukennd á köflum en er ágætis áhorf fyrir stelpukvöld.

Hún fjallar um Josie Geller sem er 25 ára og vinnur á Chicago sun times. Hún hefur aldrei unnið sem alvöru blaðamaður heldur bara sem starfsmaður við útgáfu blaðsins og verður því mjög spennt yfir því að fá að verða ,,undercover" blaðamaður.
Hennar fyrsta verkefni er að fara í menntaskóla og finna einhverja góða sögu til að skrifa um. Þetta reynist henni samt mjög erfitt í byrjun þar sem að hún var algjör lúði í menntaskóla. Hún lenti í því að strákur hafnaði henni illilega þegar hún var 17 ára gömul og hefur hún aldrei beint jafnað sig eftir það og telur sig aldrei hafa átt hinn fullkomna fyrsta koss. En nú þarf hún að fara í skólann og horfast í augu við hræðslu sína og e.t.v. eiga sinn fyrsta koss.

Myndin er fyrirsjáanleg en samt skemmtileg að horfa á. Manni líkar vel við Drew Barrymoore sem aðalpersónuna og það eru skemmtilegir aukaleikarar m.a. David Arquette sem styðja við bakið á henni í myndinni. Það má þó setja út á það að ,,chemistry" á milli Drew Barrymoore og bróður hennar David Arquette er meita en hjá henni og áætlaðri ástinni í myndinni. Myndin verður klisjukennd en einhvern veginn tekst ástin í myndinni að halda klisjunni þolanlegri. Ágætis mynd fyrir stelpukvöld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rear Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassískur Hitchcock
Rear Window er ágætis spennumynd frá sjötta áratugnum. Hún stenst tímans tönn og er ennþá skemmtileg og spennandi eftir öll þessi ár.

Hún fjallar um manninn Jeff sem að er fótbrotinn ljósmyndari. Hann á viku eftir í gifsi áður en hann snýr aftur til vinnu og leiðist honum mjög á daginn. Hann nýtur tíma sinn til að líta út um gluggann og skoða hvað nágrannar hans eru að gera í gluggum sínum. Það er margt skrautlegt að gerast en hann fer að halda því fram að nágranni sinn hafi drepið konu sína en hefur engin sönnunargögn. Þá þarf hann ásamt aðstoð kærustu sinnar Lisu, Grace Kelly og hjúkkunni Stellu að leysa og sanna þetta morðmál fyrir lögreglunni. Þetta reynir hann að sanna á spennandi og frumlegan hátt því hann situr bara við gluggann alla daga og starir með ljósmyndalinsu sinni á hverfið.

Þessi mynd er klassísk og er ágæt spennusaga. Það er þó leiðinlegt að myndin er svo hæg og fyrir 21. aldar áhorfanda er ekki nógu mikil spenna í myndinni, ekki skotleikir eða feluleikir. Myndin er samt eins og oft áður hjá Hitchcock vel heppnuð og eru samtölin rosalega vel skrifuð. Mæli með henni fyir þá sem hafa gaman af gömlum myndum og Hitchcock myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrúlega fyndinn vísindaskáldskapur
The hitchhiker's guide to the galaxy er mynd byggð á bókaseríunni eftir Douglas Adams. Hún er byggð á handriti eftir rithöfundinn og nær því að fylgja söguræði bókarinnar vel og er mjög fyndin og skemmtileg.

Myndin fjallar um týpíska breska manninn Arthur Dent, sem er ógiftur og barnlaus og hvorki leiður né ánægður með lífið. Hann fær þær fréttir frá vini sínum Ford að jörðin sé að fara að eyðileggjast og að hann þurfi að yfirgefa hana með Ford á þumlinum. Ford segir Arthur líka að hann sjálfur sé utan úr geimnum og að þeir þurfi að nota bókina hitchhiker's guide to the galaxy til að átta sig á öllu í geiminum. Arthur veit ekkert hvað er að gerast en veit að hann á eftir að sakna stelpunnar sem að hann hitti í partíi hana Triciu en hún stakk hann af og fór til manns sem að notaði þá pick-up línu að hann væri á geimskipi.

Þeir Arthur og Ford leggja af stað í langt ferðalag um geiminn og kynnast þar alls konar fáranlegum persónum, m.a. vélmenninu Marvin sem að er alvarlega þunglyndur og snilldarlega talsettur af Alan Rickman. Arthur fær líka annað tækifæri í sínum ástarmálum og þarf að ákveða hvernig hann ætli að nýta sér það. Ferðalag félaganna um geiminn verður spennandi og er aldrei að vita hvernig það endar.

Myndin er mjög umdeild en að mínu mati mjög skemmtileg bresk gamanmynd. Leikararnir eru stórskemmtilegir og þá sérstaklega þeir sem eru í minni hlutverkum m.a. Bill Nighy og Alan Rickman. Húmorinn nær vissulega ekki til allra en skemmtilegt söngatriði og fáranlegur geimhúmor kom mér oft til að hlæja. Tækniatriðin eru vel gerð og líður manni alveg eins og myndin sé í geimnum. Þessa mynd mæli ég með fyrir þá sem hafa gaman af breskum gamanmyndum og aðeins steiktum húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sérstök Mæðgnasaga
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood er mynd sem fjallar að mestu leyti um erfið samskipti mæðgnanna Sidda Walker og móður hennar Vivi Walker. Myndin gerist í suðurríkjunm Bandaríkjanna á 4-8 áratugnum og segir því sögu sem er byggð í kringum daglegt líf og atburði í suðurríkjunum.

Sidda Walker er mjög vinsæl sem leikritahöfundur í New York og býr þar með kærastanum sínum Connor en þau ætla að gifta sig bráðum eftir sjö ára samband. Viðtal er tekið við hana í Time Magazine í upphafi myndarinnar þar sem hún segir mjög opinskátt frá slæmu sambandi sínu við geðtruflaða móður sína. Móðir hennar les viðtalið og verður í kjölfarið brjáluð út í dóttur sína, klippir upp myndir af henni og sendir henni og tilbaka sendir dóttir hennar henni dagsetninga-laust boðskort til að móðir hennar komi ekki í brúðkaupið hennar. Þannig hefst langt rifrildi á milli þeirra þar sem að þær tala ekki við hver aðra lengur. Til að grípa inní áður en of illa fer ræna bestu vinkonur Vivi, sem hafa verið saman í systralagi allt sitt líf, Siddu og fara að segja henni frá leyndarmálum þeirra og ástæður á bakvið og útskýringar á hegðun móður hennar í gegnum árin. Þá fær áhorfandinn að sjá suðurríkjalífið í mörg ár og óskiljanlegt, á köflum, samband mæðgnanna.

Myndin er ágæt og er hún mjög góð afþreying fyrir stelpukvöld. Hún er sjórænlega vel gerð og er mjög skemmtilegt að venju að sjá gömlu suðurríkin, bílana, dansleikina og kjólana.

Það er gaman að fylgjast með fjórum eldri og velþekktum leikkonum m.a. Maggie Smith vera með glas í annarri hendi og sígarettu í hinni segjandi frá æsku sinni og ævintýrum á yngri árum.

Þetta er það sem að maður myndi kalla hugljúf mynd. Sagan sem sögð er hefur maður heyrt áður um erfitt samband mæðgna, glataða ást og ævilanga vináttu. Sagan er þó hin ágætasta og tekst myndinni vel að miðla boðskap sínum og sögu. Þetta er þó klárlega ekki mynd fyrir alla og þá sérlega ekki þá sem vilja bara hasar og enga ást með dramatík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kick-Ass
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrúlega fyndin
Kick ass er ótrúlega fyndin og skemmtileg ofurhetjumynd. Hún er í bíó núna og mæli ég með að sem flestir skelli sér á hana.

Hún fjallar um strákinn Dave sem er komin með leið á venjulega lífi sínu, mamma hans er dáinn, hann er ekki óvinsæll en heldur ekki vinsæll, stelpurnar taka ekki eftir honum og það er alltaf verið að ræna hann.
Hann ákveður því sér til skemmtunar að panta sér ofurhetjubúning og reyna að bjarga heiminum sem ofurhetjan Kick-Ass. Þetta gengur ekki vel í fyrstu en svo eftir einn slag sem komst inná netið verður Kick-Ass mjög frægur. Á sama tíma hrifin af stelpunni Katie sem að heldur að hann sé hommi og reynir hann að sannfæra hana að senda Kick-Ass vandamál sín í pósti svo hann geti leyst þau. Það kemur í ljós að hann þurfi að berja einhvern dópista Rasul sem var að pirra hana og fer því Kick-Ass heim til hans til að segja honum að láta Katie í friði. Þar hittir hann aðrar ,,alvöru" oferhetjur, Hit Girl og pabba hennar Big Daddy. Eftir það flækist hann inn í líf þeirra og þorparanna í New York og lendir í alls konar vandræðum. Hann þarf þá að koma sér út úr vandræðunum á meðan allir halda að hann sé bara venjulegur unglingur.

Kick-Ass er ótrúlega skemmtileg og fyndin mynd ég fór á hana tvisvar og hló jafn mikið í bæði skiptin. Leikaravalið er ferskt þar sem er fullt af ungum krökkum, þar á meðal hin tólf ára Chloe Moretz sem stendur sig virkilega vel sem hin ófyrirsjáanlega stórhættulega Hit Girl. Nicholas Cage var ágætur í sínu hlutverki sem Big Daddy en stóð alls ekkert upp úr. Tónlistarvalið í myndinni er líka mjög gott og myndast mjög góð stemning hjá manni við að horfa á þessa mynd. Hún er must-see fyrir alla ofurhetjuaðdáendur og líka þá sem gera grín af þannig myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vertigo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistari spennunnar
Vertigo þýðir á ensku tilfinningin sem að maður fær þegar maður er lofthræddur og lítur niður stóra hæð. Þetta lýsir þó myndinni ekki alveg þótt að þetta gefi manni ákveðna hugmynd um hvað hún er.
Vertigo er klassísk spennumynd eftir meistara spennunnar Alfred Hitchcock. Í henni tekst Hitchcock virkilega að taka mann á tauginni og rugla mann alveg í ríminu.

Myndin fjallar um manninn John (Scottie) Ferguson, hann hættir sem rannsóknarlögregla eftir að hafa misst lögreglu sem var með honum í máli og sjá manninn hrapa niður margar hæðir. Scottie verður eftir þetta virkilega hræddur við hæðir. Einn daginn er þó haft samband við hann þar sem gamall vinur hans vill að hann hafi auga með Madeleine konu sinni því hann haldi að hún sé andsetin af anda dáinnar ömmu sinnar. Hann fer að elta hana og kemst að því að hún er alveg rugluð og að hann verði að bjarga henni, en á meðan hún er í lagi andlega verður hann ástfanginn af henni. Svo gerast mjög undarlegir atburðir og verður myndin virkilega spennandi og rugllngsleg, en þá þarf að muna að ekkert er eins og það sýnist.

Myndin er virkilega góð og þurfa allir aðdáendur gamalla kvikmynda eða Hitchcocks sjálfs að sjá hana. Hún kemur virkilega á óvart og heldur áfram að vera spennandi eftir fimmtíu ára aldurinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bjarnfreðarson
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætt íslenskt drama
Bjarnfreðarson er sjálfstætt framhald af hinum vinsælu þáttum Fanga, Nætur og Dagvöktunum. Hún er ágæt sem íslenskt drama, en er svolítið erfitt að átta sig á öllum söguþræðinum og húmornum sem býr að baki myndarinnar ef að maður hefur ekki séð þættina.

Myndin segir í raun og veru tvær sögur í einu, hún segir söguna af uppvexti Georgs Bjarnfreðarsonar og svo söguna af sambandi hans og lífi hans með vinum sínum eftir fimm ára veru í fangelsi.
Móðir hans var hörkumikill jafnaðarmaður og feminísti og þurfti hann að þola erfitt og harkalegt uppeldi af þeim sökum. Hann lærði mikið, er með fimm háskólagráður, en lærði aldrei almennileg mannleg samskipti. Þegar maður fær að sjá þessa uppvaxtarsögu hans skilur maður betur sögu hans í nútíðinni þar sem að hann þarf að kljást við það að losna út úr skipulagða fangelsinu í óreiðu lífsins. Hann flytur inn með vinum sínum sem hann vann með á bensínstöð og fór svo í fangelsi með í þáttunum. Þeir eiga allir við sín áhugaverð vandamál að ræða.

Í myndinni er á skemmtilegan hátt notað almennt íslenskt líf og staði í borginni. Það er mjög góð tónlist í myndinni sem að dregur fram tilfinningar persónanna. Leikararnir stóðu sig vel en var Jóhann Haukur sérstaklega eftirminnilegur í sínu litla hlutverki. Jón Gnarr var virkilega góður í hlutverki sínu sem titilpersónann. Í lok myndarinnar er vel týnt saman efni sögunar og taka persónurnar skemmtilegum breytingum.

Þetta var ágætlega heppnuð íslensk dramamynd, helsti galli hennar var hversu þung hún var og hve mikil forsaga bjó að baki henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Feel Good mynd
Amélie er frönsk mynd sem var gefin út árið 2001. Hún er sérstaklega falleg í öllum stílnum sínum, hvort sem það er aðalleikonan, söguþráðurinn eða tónlistin. Hún er ofarlega á uppáhalds evrópsku kvikmyndalistum fólks og er ein vinsælasta evrópska mynd allra tíma.

Hún fjallar um Amélie Poulain stórfurðulega stelpu á þrítugsaldrinum sem hefur átt undarlegt líf frá byrjun. Hún ólst upp sem einkabarn hjá föður sínum en mamma hennar dó af stórfurðulegum slysaförum.

Hún hefur aldrei fundið fyrir ást þó hún hafi reynt. Hún býr í París og vafrar um borgina á daginn og finnur sér ævintýri þar. Einn daginn breyttist líf hennar og örlög þegar hún rekst á myndaalbúm og fer að reyna að finna manninn sem á það. Þar með hefst enn annað ævintýri hennar.

Það er bara eitt orð yfir þessa mynd og það er yndisleg. Yann Tiersen samdi tónlistina sem að gerir myndina alveg ævintýralega. Audrey Tatou var óþekkt af heiminum fyrir gerð þessarar myndar og stendur hún sig frábærlega í aðalhlutverki sínu sem Amélie. Myndin er fyndin, sorgleg og kemur manni á óvart. Fólk ætti ekki að láta frönskuna stoppa sig við að horfa á þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coco avant Chanel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áhugaverð Forsaga
Coco avant chanel segir sögu Coco Chanel hönnuðar og stofnanda tískumerkisins Chanel. Sagan er um líf hennar áður en hún varð hönnuður. Myndin er á frönsku sem að fælir fólk kannski frá henni, en evrópskar myndir eins og þessi mynd sýna samt eitthvað öðruvísi og fallegt.

Gabrielle kölluð Coco er munaðarleysingi sem býr ásamt systur sinni í pínulitlu herbergi í bæ úti á landi í Frakklandi. Þær vinna sem saumakonur og vinna við að laga gallaðar flíkur. Á kvöldin syngja þær á skemmtistað og dreymir Coco um að flytja til Parísar og að verða fræg söngkona. Við komu hershöfðingja til bæjarins ákveður hún að flytja til hans og verður eins konar hjákona hans. Hún heldur samt alltaf sjálfstæði sínu og heldur meira að segja við annan mann. Hún finnur þó fyrir löngun til að hanna og saumar á sig sjálfa hverja flíkina á eftir annarri. Svona fer hún að þróa stíl sinn og í gegnum myndina sér maður hvernig hún verður að fræga og dáða hönnuðinum sem að hún verður alltaf eftir dauða sinn.

Myndin er mjög falleg, hver rammi er eins og listaverk og er hönnunin eftir Coco tímalaus. Myndin er áhugaverð sérstaklega vegna þess að hún er sannsöguleg. Audrey tatou sannar sig enn og aftur sem háklassa leikkona. Það mætti samt setja út á það hvað myndin er hæg og verður hún aldrei spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Næstum óaðfinnanlegur Burton
Big Fish er án efa uppáhalds Tim Burton myndin mín og þar er um margar góðar að velja. Hún er ævintýraleg og ógleymanleg.

Hún fjallar um Edward Bloom sem er að deyja úr krabbameini. Sonur hans Will sem hann er ekki búinn að tala við í 3 ár kemr til hans og vill heyra staðreyndir um líf hans en ekki sögur sem hann hefur heyrt allt sitt líf.

Hann trúir ekki sögum föður síns og þolir ekki að faðir sinn segi sömu sögurnar endalaust. Hann kemur með ólétta konu sína heim með sér frá París og þegar Edward segir henni sögur upplifir áhorfandinn þær í fyrsta sinn. Hann hefur lifað ævintýralegu lífi, með ást, harðri vinnu og stríði, og minnir því myndin mann mikið á Forrest Gump. Edward Bloom var stór fiskur í heimabæ sínum og þurfti að læra hvernig hann gar orðið það í stóra heiminum. En ólíkt Forest Gump sem að er frekar raunhæf saga sem hefði getað gerst, þá er Big Fish það ekki. Hver ný saga úr lífi Edwards er furðulegri en sú fyrri. En áhorfandinn þarf eins og Will að komast að því hvað er satt og hvað er ýkt.

Ég las bókina sem myndin er byggð á og ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem að mér finnst myndin betri og segir það virkilega til um hversu góð hún er.

Hún er skemmtileg, fyndin og sorgleg allt í senn og kemur manni alltaf á óvart. Hún þolir það að það sé horft á hana aftur og aftur. Aðalleikararnir sem að deila með sér hlutverki Edwards Bloom, Ewan McGregor sem yngri Edward og Albert Finney sem sá yngri gera það virkilega vel. Tónlist Danny Elfman slær í gegn eins og alltaf og leikstjórnun Tim Burtons skilar sér í frábærri mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Julie and Julia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ljúffeng afþreying!
Julie & Julia er létt mynd fyrir þá sem að vilja slappa af og þá kannski sérstaklega konur. Hún fjallar um tvær konur í senn sem að tengjast þrátt fyrir það að þær hittast aldrei. Myndin er hugljúf og þægileg áhorfar og er algjör ,,feel good" mynd.

Hún fjallar um tvær konur Juliu Child (Meryl Streep) og Julie Power (Amy Adams), þær tengjast í raun og veru ekkert í byrjun myndarinnar.

Julia Child er gift diplómata í bandaríska sendiráðinu í París og leiðist svo að gera ekki neitt að hún fer í kokkaskóla. Julie Powel er gift kona en er virkilega óheppnuð í starfslífinu. Hún vinnur sem símasvarari vegna trygginga í tengslum við 11.09 og leiðist það mjög. Julia Child fer í kokkaskólann og finnur náðagáfu sína, hún fer að kenna og í gegnum mikla streitu tekst henni að gefa út matreiðslubók. Julie ákveður að fara að elda á einu ári upp úr þessari bók og blogga um það, 524 uppskriftir á einu ári. Þannig hefst ferðalag þeirra saman sem að enginn veit hvert leiðir þær.

Amy Adams og Meryl Streep leika saman á ný eftir Doubt og gengur það mjög vel. Meryl Streep stendur sig vel í hlutverki sínu sem Julia Child, hún fékk golden globe fyrir það. Eina athugaverða við hana er hvað hún er með pirrandi rödd (sem að Julia Child var með í alvöru, sem Meryl þurfti að herma eftir). Aukaleikararnir eru ekkert sérstakir en kvikmyndagerð og tónlistin í myndinni setja upp mjög góða stemmningu. Þessa mynd ættu allir matáhugamenn að sjá eða þeir sem kunna vel að meta ,,feel good" myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
500 Days of Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Yndisleg Summer
500 days of summer er ein af þessum myndum sem að sjást mjög sjaldan í Hollywood. Í þeim eru raunhæft og venjulegt fólk sem að verður ástfangið en það gengur ekkert alltaf eins og í sögu. Með skemmtilegum bröndurum, frábærum soundtrack og æðislegum aðalleikurum verður 500 days of summer að yndislegri mynd.

Myndin fjallar um ungt fólk sem að hittist í vinnunni og verður að góðum vinum, annars vegar er það Summer sem að er ung kona sem trúir ekki á ást og hings vegar Tom að hélt að hann myndi aldrei finna ást.
Þau fara að kynnast og fara að vera svona eiginlega saman. En svo gengur ekki allt upp. Tom fer svo að rifja upp 500 dagana sem þau áttu saman og er að reyna að púsla þetta allt saman. Það er hoppað á milli daga í gegnum myndina og þannig áttar maður sig ekki alveg á henni fyrr en í endann. Hún tekur skemmtilega, en líka leiðilega fyrir þá sem trúa á ást, stefnu og verður að allt öðruvísi mynd heldur en þessar venjulegu Hollywood rómantísku gamanmyndir. En í byrjun myndarinnar er maður varaður við, maður þarf bara að hlusta.

Ég mæli eins og margir aðrir kvikmyndagagnrýnendur með þessari mynd fyrir þá sem að fíla ekki rómantískar gamanmyndir og fyrir þá sem að fíla þær í tætlur. Þetta er virkilega vel gerð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blood Diamond
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik mynd!
Blood diamond er ein flottasta mynd sem ég hef lengi séð, með Leonardo DiCaprio, Jennifer Connelly og Djimoun Hounsou í aðalhlutverkum. Hún gerist í borgarastyrjöldinnni í Sierra Leone og fjallar um demantastarfssemina í Afríku og hrottalega aðferð á börnum og fólki í Sierra Leone.

Danny Archer (Leonardo DiCaprio) er hvítur maður sem er þó fæddur í Zimbabve, hann vinnur við að fá demanta fyrir vopn hjá uppreisnarmönnum í Sierra Leone.

Hann er tekinn í fangelsi og heyrir þar um svartan mann sem að hafa fundið risastóran bleikan 100 karata demant. Danny hefur upp á manninum Solomon Vandy og vill hefja viðskipti við hann og fá demantinn til að komast í burtu frá Afríku. Í stað demantsins býður hann Solomon að fá fjölskyldu sína tilbaka, það er búið að ráðast inn í þorp hans, rústa því og taka konuna hans og dætur í fangabúðir og son hans í herinn.

Solomon tekur boðinu og hefst þá ferðalag þeirra ásamt blaðamanninum Maddy sem endar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Myndin er virkilega áhugaverð um alvarlegt málefni sem hefur ekki fengið nógu mikla umfjöllun. Hún er átakanleg og skilur mikið eftir sig. Hún er vel leikin og fékk óskarstilnefningu fyrir leikinn, eina sem að ég set út á eru samræður á milli Danny og Maddy sem eru dálítið klisjukennd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Adams æbler
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð dönsk mynd
Adams Æbler er dönsk gamanmynd ívafin dramatík, hún er bráðskemmtileg og fær mann til að hlæja af danska húmornum.

Hún fjallar um prestinn Ivan sem að tekur á móti föngum á meðan þeir eru ennþá í fangelsi og á að kenna þeim eitthvað. Hann biður þá um að setja sér markmið sem að þeir eiga að standa við.
En þegar nasistafangi, alkahólisti og útlendingur mæta á svæðið fær Ivan aðeins meira en hann ræður við. Hann reynir eins og hann getur að vera jákvæður en er í raun og veru bara að horfa framhjá því slæma.Svo mætir fyrrum alki, kona sem að er ólétt líka á svæðið og heldur geðveikinni áfram á þessu prestsetri. Þá taka við bráðskemmtilegir en líka dramatískir atburðir og láta mann sjá nýja hlið á jákvæða prestinum.

Myndin er eins og margar danskar myndir ljúf og fyndin og ólík öllum öðrum myndum sem að maður sér. Mads Mikkelsen stendur sig líka frábærlega í hlutverki Ivans prests.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Usual Suspects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Krimmi af bestu gerð
The usual suspects er snilldarmynd, krimmi af bestu gerð. Hún kemur mikið á óvart og er sérstaklega vel leikin.

Hún fjallar um mann sem Kevin Spacey leikur, hann er að segja lögreglunni frá því sem gerst hefur vegna þess að bátur var sprengdur upp í loftið. Hann er búinn að fá friðhelgi eftir yfirheyrslu og er löggan að reyna að fá meira upp úr honum en í réttinum.
Hann fer að segja sögu sína og fjögurra annarra manna, þeir lentu saman í því að vera sakaðir um glæp og kynntust þannig í line up í fangelsi. Þeir ákveða að hefna sín á lögreglunni fyrir að taka þá inn fyrir glæp sem þeir frömdu ekki og fara að fremja glæpi saman.
En einn daginn kemur maður með skilaboð til þeirra um að þeir eigi að gera verk fyrir Keyser Söze þekktan glæpamann sem enginn hefur þó hitt. Þetta gera þeir en endar það illa með marga dauða og aðeins einn til að bera vitni.
En hvað gerðist í alvöru og er Keyser Söze til og ef hann er það hver er hann?

Þessi mynd er frábær og kemur gjörsamlega á óvart. Hún er prýdd stjörnuleikurum og stendur Kevin Spacey sig frábærlega í hlutverki sínu og fékk m.a.s. óskarinn fyrir það.
Þetta er krimmi sem er ólíkur flestum öðrum sem ég hef sé, mæli ég með henni fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Söngleikur eins og þeir gerast bestir
Chicago er einn vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur verið settur upp víða um heim m.a. á Íslandi. Myndin er eiginlega alveg eins og söngleikurinn og er alveg frábær skemmtun.

Chicago fjallar um fangelsi þar sem flestar konurnar eru morðkvendi sem þykjast vera saklausar til að komast hjá dauðarefsingu. Meðal þeirra er Velma (Catherine Zeta Jones) sem að hafði áður komið fram en er nú fræg fyrir frábæran lögfræðing sem er alveg að fara að koma henni út.

En einn daginn kemur nýr viðskiptavinur hjá lögfræðingnum og nær í alla athygli fjölmiðla en það er Roxy (Renée Zellweger) sem skaut mann sem hún var að halda við. Þessar konur keppast um athygli hjá fangaverðinum Queen Latifah, lögfræðingnum Richard Gere og fjölmiðlum og verður keppnin grimm.
Með frábærum söngum og dönsum verður myndin alveg eins og á broadway og skemmta sér allir yfir öllu jazzinu.

Myndin er ein af fáum söngleikjamyndum sem nær að skila sér sem heild eins og bíómynd. Áhorfandi skemmtir sér vel yfir öllum söngvunum og dansatriðunum en er söguþráðurinn nægur til að bera hana líka uppi. Hún vann fjölda verðlauna m.a. Óskarinn, Chicago er mynd sem allir söngleikja-áhugamenn ættu að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snargeggjuð og æðislega fyndin
Zoolander er án efa besta grínmynd Owen Wilsons, Will Ferrell og Ben Stiller. Hún lætur mann hlæja aftur og aftur af vitleysunni í þeim.

Hún fjallar um Derek Zoolander (Ben Stiller) sem að er ein vitlausasta og yfirborðkenndasta karl-módel sem fyrirfinnst. En þegar hann tapar male model of the year verðlaununum á móti hippanum Hansel (Owen Wilson) ætlar hann að hætta módel störfunum og gera eitthvað merkilegra.
En þá fær hann tilboð til að taka þátt í tískusýningu frá heitasta tískuhönnuði heims, Mugatu (Will Ferrel). Hann fattar þó ekki að það er búið að heilaþvo hann til að myrða forsætisráðherra Malasíu (sem að er að berjast gegn barnaþrælkun í tískuheiminum) á tískusýningunni. Með hjálp Matildu, blaðamanns, fyrrum handamódeli og Hansel reynir hann að koma í veg fyrir þetta á ótrúlega fyndin, frumlegan og vitlausan hátt.

Zoolander er ein besta grínmynd allra tíma, hún er algjör hápunktur í ferli Ben Stillers, Will Ferrells og Owen Wilsons. Hún er alveg fáranlega vitlaus og er hver einasta setning sem Zoolander segir fyndin. Hún er must see fyrir alla sem hafa gott af því að hlæja aðeins meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Steel Magnolias
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Feel good stelpumynd
Steel Magnolias er mynd frá árinu 1989 sem skartar fullt af frægustu leikkonum Hollywood m.a. Juliu Roberts fyrir Pretty Woman. Hún er sorgleg, fyndin og lætur manni einfaldlega líða vel á meðan maður horfir á hana.

Hún fjallar um sex konur: Shelby (Julia Roberts),stelpu um tvítugt sem er sykursjúk á alvarlegu stigi en er að gifta sig, mömmu hennar M'Lynn (Sally Field), konuna í hverfinu sem allir elska að hata Ouiser (Shirley McLane), konuna sem á snyrti-og hárgreiðslustofu bæjarins Truvy (Dolly Parton), trúuðu aðstoðarkonu hennar Annelle (Daryl Hannah) og loks konuna sem að veit allt slúðrið Clairee (Olympia Dukakis).
Þessar sex konur eru allar ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera vinkonur og fylgja hver annarri í gegnum erfiða tíma.
Þetta gera þær í myndinni á skemmtilegan hátt.

Myndin er mjög þægileg áhorfar og skilur eitthvað gott eftir sig, hún er frábær stelpumynd fyrir allar ömmur, mömmur, dætur, frænkur og vinkonur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friends
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vinir okkar allra
Friends eru einir vinsælustu sjónvarpsþættir sem hafa nokkurn tíman verið gerðir, voru þeir sýndir í tíu ár og er góð ástæða fyrir því. Þeir eru skemmtilegir, fyndnir, með mismunandi fólk, frábærum gestaleikurum og líður manni einfaldlega vel á að horfa á þá.

Hér er lýsing á aðalkarekturunum:

Rachel (Jennifer Aniston)

Hún hættir við að giftast manninum sínum, yfirgefur hann við altarið og fer til New York þar sem hún hittir bestu vinkonu sína úr menntaskóla Monicu. Hún flytur inn með henni og fer að vinna í fyrsta sinn á kaffihúsinu Central Perk, þar sem vinirnir hanga allan daginn. Hún er í on and off sambandi með Ross.

Monica

Monica er kokkur sem að var offitusjúklingur sem unglingur og er mjög furðuleg og hávær. Hún heldur hópnum saman og hittast þau langoftast heima hjá henni. Hún hefur verið með hinum ýmsu mönnum en endar svo með góðum vini.

Ross

Ross er bróðir Monicu, hann er risaeðlufræðingur og vinnur á safni og við kennslu. Hann skilur við konu sína vegna þess að hún er lesbísk en eignast þau samt soninn Ben saman stuttu eftir skilnaðinn. Hann er frekar misheppnaður náungi en er hans helsta afrek samband hans með Rachel.

Joey

Joey er leikari sem er oftast atvinnulaus en fær þó nokkur góð tækifæri, hann er af ítölskum kaþólskum ættum, á 7 systur og borðar endalaust af pizzu og samlokum. Hann er algjör kvennabósi og þarf hann sjaldnast meira en sturtu til að komast yfir sambandsslit. Hannn býr með Chandler.

Chandler

Chandler er mjög fyndinnn náungi sem að er í einhverri vinnu sem enginn veit hver er. Foreldrar hans skildu þegar hann var 9 ára og varð pabbi hans hommi. Í kjölfari þess fór hann að nota brandara til að tjá sig. Chandler og Joey búa í íbúðinni á móti Monicu og Rachel.

Phoebe

Phoebe er örruglega furðulegust af öllum vinunum. Þegar hún var 14 ára framdi mamma hennar sjálfsmorð og fór stjúppabbi hennar í fangelsi og lenti hún þá á götunni. Hún er mikill hippi og er oftast atvinnulaus sjálfstætt starfandi nuddari en spilar þó líka ógleymanleg lög á kaffihúsinu Central Perk á gítar. Hún á erfitt í ástarmálum en er stórskemmtileg.

Vinirnir gera allt saman og hlær maður yfir næstum öllu sem þau segja. Þau lifa frekar venjulegum lífum en alltaf kemur eitthvað skemmtilegt upp á. Þættirnir eru mjög skemmtilegir en eina sem getur gert mann pirraðan er hláturinn sem er hleginn inná. Gamanþáttur sem allir ættu að hafa gaman af!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
It's Complicated
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Afþreying sem átti ekki skilið golden globe
It's complicated er fín kellingamynd ef að maður hefur engan áhuga á að spá djúpt eða mikið í myndum.

Hún fjallar um konu sem er búin að vera fráskilin í 10 ár Jane (Meryl Streep). Hún fer til New York út af útskrift sonar síns og þar hittir hún giftan fyrrverandi eiginmann sinn Jake (Alec Baldwin). Þau verða mjög full saman og afþví að hann er einn á ferð, fer þetta aðeins úr böndunum og sofa þau saman. Þá hefja þau ástarsamband sem að er mun skemmtilegra en hjónaband þeirra. Jane er líka að byggja við húsið sitt og fellur hún fyrir arkitektinum Adam (Steve Martin). En þá verður hún að velja hvorn af mönnunum hún vill.

Myndin er ófrumleg, ekki vel skrifuð og fannst mér sérstaklega leikur Meryl Streep ekki sérstaklega góður, þrátt fyrir golden globe tilnefningu. Steve Martin er þó áhugaverður sem eitthvað annað en brenglaður fjölskyldufaðir.
En ég er alveg sammála gagnrýnendum um það að tengdasonurinn Harley er æðislegur karakter og frábærlega vel leikinn í myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Graduate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk mynd sem enginn má láta framhjá sér fara
The Graduate er án efa frægasta mynd Dustin Hoffman sem kom honum líka á kortið í Hollywood. Margir aðrir urðu frægir við þessa mynd og þá má nefna tvo Simon og Garfunkel sem sáu alveg um soundtrackið.

The Graduate fjallar um Ben sem er nýútskrifaður úr háskóla á austurströndinni og kemur heim til foreldra sinna til Los Angeles. Hann er búinn að standa sig vel í náminu og fengið verðlaun en veit núna ekkert hvað hann ætlar að gera í sambandi við framtíð sína.
Þegar hann kemur heim er haldin veisla honum til heiðurs, þá biður Mrs. Robinson, gift vinkona foreldra hans, honum að skutla sér heim. Þetta gerir hann en þegar inn er komið tælir hún hann. Þau hefja ástarsamband sem haldið er leyndu.
En Ben verður fyrir enn meiri áhyggjum um framtíð og hvað hann eigi að gera þegar hann er orðinn hrifinn af dóttur hennar.

The Graduate er frábær mynd í alla staði, það er gaman að fylgjast með henni með auga fyrir tækni, vinnslu og upptöku og sjá hvað hún er langt á undan sinni tíð og öðruvísi. Simon og Garfunkel standa fyrir sínu og gera þeir hvert atriði betra.
The Graduate er mynd sem maður getur hlegið mikið yfir þó hún sé líka á alvarlegri nótum. Hún er must-see fyrir alla kvikmyndaaðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Up in the Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi Mynd
Up in the air er ekki þessi týpíska Hollywood George Clooney mynd, í þessari mynd leikur hann ekki sjálfan sig heldur einhvern allt annan sem að maður hefur samúð með.

Up in the air fjallar um manninn Ryan sem að vinnur við það að fljúga fylkjanna og borganna á milli í Bandaríkjunum og segja fólki upp vinnu. Hann hefur gaman af flugunum, hótelunum og skyndikynnunum og er hans hæst markmið í lífinu að verða einn af 7 mönnum í heiminum til að hafa safnað 10.000.000 vildarpunkta.

En einn daginn breytist líf hans alveg þegar 23 stelpa, nýútskrifuð úr Cornell, Natalie,kemur með þá hugmynd að reka fólk í gegnum tölvusímtal með webcam og þannig draga verulega úr útgjöldum fyrirtækisins.

En hvað á Ryan núna að gera þegar hann er bara vanur 40 dögum heima hjá sér á ári og á enga fjölskyldu en á vinkonu sem hann hittir reglulega á flugvöllum?

Myndin snertir mann virkilega því hún fjallar um mannleg samskipti og hvaða þunga af hlutum og samböndum maður vill bera með sér í gegnum lífið. Hún er vel gerð og leikin og var m.a. tilnefnd til 6 golden globe verðlauna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridge to Terabithia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi Fjölskyldumynd
Bridge to Terabithia er fjölskyldumynd sem er þó ekki helst fyrir börnin heldur eldra fólkið í fjölskyldunni.

Hún fjallar um Jesse Aarons sem að er eini strákurinn í fimm barna hópi. Foreldrar hans er við gjaldþrot og eiga ekki einu sinni fyrir skóm á hann. Hann er mjög góður teiknari og er fljótur að hlaupa. Honum líður illa í skólanum, hann er stöðugt lagður í einelti og nú getur hann loksins unnið eitthvað, hlaupið.
En þá kemur ný stelpa í skólann Leslie sem að hleypur hraðar en allir aðrir í keppninni og vinnur Jesse. Hann er reiður út í hana fyrst en svo fara þau að tala saman. Hún er nágranni hans og eru foreldrar hennar rithöfundar, krakkarnir eiga það sameiginlegt að hafa mikin tíma fyrir sig ein og vera einmana.
Þau búa til landið Terabithia í bakgarðinum sínum og skemmta sér þar vel með tröllum, skrímslum og konungsfólki . Þá er allt að ganga á besta veg fyrir Jesse vinskapur þeirra Leslie er ævintýralegur og fallegur en þá kemur eitthvað hræðilegt upp á.

Myndin er mjög falleg og vel gerð, hún er byggð á samnefndri bók en er hún ekki það sem ég myndi orða barnamynd. Hún er skemmtileg og sorgleg en var helsti galli hennar endinn að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sherlock Holmes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd, frábær endir
Sherlock Holmes er án efa einn þekktasti spæjari allra tíma. Ég fékk áfall þegar frændi minn vissi ekki hver hann var svo að við fórum á myndina. Hún er mjög skemmtileg og vel gerð og er hún að setja Guy Ritchie á hærri stall.

Hún gerist í London á 19. öld þar sem oft eru vandamál en þau eru fá sem Sherlock Holmes (Robert Downey Jr.) getur ekki leyst. Hann hefur alltaf unnið með vini sínum John (Jude Law) lækni og lögreglunni. Sagan dregur upp mjög jákvæða mynd af löggunni sem í þetta sinn er með hetjunni.
En þannig er að Sherlock lokar sig af frá umheiminum um tíma og fer ekki út úr húsi í 2 vikur. Þá segir John við hann að hann verði að fara aftur að vinna. Þá kemur kona, Irene Adler (Rachel McAdams) sem hann þekkir úr fortíðinni til hans með mál sem hann þarf að leysa, sem er að finna mann sem á að hafa verið í tengslum við Lord Blackwood. Lord Blackwood var raðmorðingji sem myrti 5 næstum því sex stelpur og var dæmdur og búið var að hengja hann. En þegar Lord Blackwood rís frá dauðum fer Sherlock Holmes í málið. Hann leysir það á skemmtilegan og ófyrirsjáanlegan hátt þar sem hver og einn er að blekkja hvern annan.

Robert Downey Jr. fékk golden globe verðlaunin fyrir leik sinn og er hann stórskemmtilegur eins og oftast í þessu hlutverki. Jude Law og Rachel McAdams voru þó ekkert að skara fram úr að þessu sinni.
Tæknin er ekki eins og venjulega en var hún mjög flott og dró alveg fram 19. aldar gráu London. Þetta var mjög skemmtileg sakamálamynd sem að allir geta haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Notting Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Feel-good mynd
Notting Hill er bresk rómantísk gamanmynd með þeim Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverki. Hún er svona feel-good mynd sem hægt er að horfa endalaust á og gleðjast í hvert sinn.

William Thacker (Hugh Grant) er skilinn ferðabókasali sem á ferðabókabúð í Notting Hill. Einn daginn kemur Anna Scott (Julia Roberts) ein frægasta leikkona heims inn í búðina og þá breytist líf hans. Hann sullar á hana appelsínusafa og verður hún að koma heim til hans til að fá að skipta um föt. Þar kyssir hún hann upp úr þurru og þar hefst samband þeirra. Það er þó ekki togstreitulaust heldur er alltaf vesen því Hollywood og Notting Hill eru tveir mjög ólíkir heimar. Í myndinni er líka frábær karakter Spike herbergisfélagi Will og er eins ógeðslegur og undarlegur og bretar geta orðið.

Myndin er mjög skemmtileg og lætur manni líða vel, hér er ekkert um neitt meistaraverk að ræða en nær söguþráðurinn og stuðið til manns.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mamma Gógó
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Úrklippumynd
Mamma gógó er ágætis íslensk mynd eftir Friðrik Friðriksson. En það sem má helst út á hana setja er að hann er að segja sögu lífs síns, börn náttúrunnar, 79 af stöðinni og móður sinnar á sama tíma. Þetta gerir vissulega fallega mynd sem er hádramatisk á tímabili en skilar ekki endilega góðri samheldni.

Friðrik Þór er að fara á hausinn vegna börnum náttúrunnar sem þá er að koma í bíó en samt er árið 2009, þó hún hafi komið út mörgum árum áður. Margir leika sjálfan sig sem að dregur fram mjög raunhæfa mynd af því sem er að gerast í kringum Friðrik Þór. En mamma hans Gógó er að fá alshæmer og er alltaf að lenda í vandræðum þanngað til að þarf loksins að setja hana inn á elliheimili. Þá er Friðrik að fara á hausinn og á taugum út af mömmu sinni.

Trailerinn segir samt mest allan söguþráðinn og er fólk ekki að missa af miklu við að sjá ekki þessa mynd. Hún er samt hugljúf og falleg og heillar helst eldri kynslóðina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Raunhæf stelpumynd
Mean Girls er uppáhalds ,,stelpumynd" margra þótt að enginn strákur ætti að skammast sín fyrir að finnast hún skemmtileg.

Hún snýst um mál sem að þótt að það sé dáldið ýkt er eitthvað sem allar grunnskóla og menntaskóla stelpur kannast við.
The plastics eru vinsælustu stelpurnar í skólanum þær eru fallegar, klæðast bleiku á miðvikudögum og eru aldrei í joggingfötum. Þær eru Gretchen (Lacey Chabert), Karen (Amanda Seyfried) og hin illa Regina George (Rachel McAdams).
Cadey (Lindsay Lohan) er 16 ára stelpa sem að er búin að búa í Afríku allt sitt líf ásamt foreldrum sínum sem eru dýrafræðingar.
Þegar þau flytja til Bandaríkjanna og senda hana í menntaskóla halda þau að allt muni ganga vel, en þeim gæti ekki skjátlast meira.

Fyrsta daginn borðar hún ein og svo hittir hún Janis Ian (Lizzy Caplan) og Damian (Daniel Franzese). Þau útskýra allt borðakerfið í skólanum sem skiptist m.a. upp í kynlífsaktív nörd, asísk nörd, asískar gellur, the plastics, stelpur sem borða tilfinningar sínar og stelpur sem borða bara ekki neitt.

Cady er góð í stærðfræði og hittir þar Aaron (Johnathan Bennet). Hún verður hrifin af honum og heldur að fullkomna tækifærið að reyna við hann sé í hrekkjavöku-partíinu sem hann heldur. Áður bjóða the plastics Cady að setja með sér í hádeginu og hanga með þeim. En þegar Regina fyrrverandi kærasta Aarons kyssir hann í hrekkjavöku-partíinu bilast Cady, Hún vill hefnd eins og Janis fyrrverandi vinkona Reginu og ásamt Damian plotta þær saman að eyðileggja líf hennar. Þetta gera þær á fyndinn og frumlegan hátt en á endanum verður þú ekkert mjórri við að kalla einhvern annan feitann.

Myndin er skrifuð af snillingnum Tinu Fey sem er þekktust fyrir 30 Rock þessa dagann. Vinkona hennar Amy Poehler úr saturday night live leikur líka mömmu Reginu á ógleymanlega fyndinn hátt. Myndin er samt ekki bara grín og vitleysa heldur er virkilega mikill boðskapur í henni og afhjúpar hún á ýktan hátt leiðinlegu, baktalandi, klíkuskapar heim stelpna.

Maður verður að sjá Mean Girls hún er alltaf við hæfi í stelpupartíum og strákarnir vilja ekki alltaf viðurkenna það en þeir hafa líka gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Graffiti
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nær ekki alveg væntingunum
American Graffiti er mjög fræg mynd fyrir að hafa getað skemmt unglingum í marga áratugi. Mér finnst hún ekki hafa verið jafn skemmtileg og maður bjóst við. Hún var mjög fræg fyrir að hafa sem aðalleikarar fólk sem er mjög frægt í dag en voru bara unglingar á þessum tíma þá má nefna Ron Howard og Harrison Ford.

Hún fjallar um hóp unglinga á sjötta áratugnum sem eru að skemmta sér síðast kvöldið áður en tveir þeirra fara í skóla langt í burtu. Annar þeirra Steve (Ron Howard) hefur alltaf verið staðfastur í að fara í burtu og á kærustu Laurie sem er einu ári yngri og vill ekki missa hann. Þau rífast um kvöldið um þetta. Vinur Steve, Curt er líka að fara í burtu en hann er á báðum áttum um hvort hann vilji fara á annað borð en hefur bara kvöldið til umhugsunar. Síðan er aðalgæinn í bænum John sem er fátækur en er lang frægastur fyir að vera hraðastur í bænum í bílakappi. Hann veit að hann á von á mótherja Bob Falfa (Harrison Ford) en er líka eltur af ungri stelpu Carol allt kvöldið. Loks er það nördið "Toad" sem að dettur í lukkupottin þegar Steve gefur honum bílinn sinn og pikkar hann upp stelpu og skemmta þau sér vel saman allt kvöldið.

Myndin er ágæt en ekki meira en það, hún sýnir vel ,,dineralífið" og hvernig unglingar létu á sjötta áratugnum en annars er hún ekki mjög eftirminnileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ástin í öllum sínum myndum
Love actually er ein best heppnaða rómantískra gamanmynd allra tíma. Hún er líka án efa besta jólamynd allra tíma að mínu mati.

Hún fjallar um margar persónur sem maður sér enga tengingu á milli í byrjun en tvinnast svo sögur þeirra saman. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum. Hvort sem hún sé skyndikynni eins og hjá Colin sem fer til Bandaríkjanna til þess. Ást hjá barni sem myndar ást milli stjúpfaðir og barns. Ástin sem er bönnuð sem gæti orðið að framhjálhaldi. Ástin sem er alþjóðleg hjá fólki sem skilur ekki hvort annað eða bara venjuleg ást sem byrjar í vinnunni.

Myndin er gædd mörgum frábærum leikurum. Þá má nefna, Hugh Grant, Billy-Bob Thornton, Emma Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson. Hún er must-see fyrir alla, því hún er á svo miklu hærra sigi en aðrar rómantískar gamanmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
About a Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bretarnir kunna þetta
Það er sjaldan sem að maður sér breska gamanmynd og verður fyrir vonbrigðum. Sama má því miður ekki segja um þær bandarísku, bretarnir kunna þetta bara.

About a boy er mynd byggð á samnefndri bók. Hún fjallar um 12 ára strákinn Marcus sem að á nett bilaða móður sem reynir að fremja sjálfsmorð. Honum er strítt mikið í skólanum og á enga vini. Hann er elsti 12 ára krakki í heimi, hann er svo þroskaður og ábyrgðarfullur.

Will er 36 ára gamall karlmaður sem hefur aldrei þurft að vinna á ævi sinni. Pabbi hans samdi lagið Santa's super sleigh og lifir Will á auðæfum þess. Will er ekki heldur heppin í ástum en kemst fljótt að því að það sé mjög sniðugt að hitta einstæðar mæður. Þær eru svo tilfinningalega í rusli eftir slæma fyrrverandi og geta svo aldrei farið í langtíma samband. En hann veit ekki alveg hvar hann á að finna þær, hann sér þá einn daginn auglýsingu um styrktarhóp fyrir einstæða foreldra. Þar býr hann til son sinn Ned og hittir þar einstæðu móðurina Susie.

Þau fara að hittast og fara m.a. með Marcus sem er sonur vinkonu Susie í garðinn. Þann sama dag reynir mamma Marcus að fremja sjálfsmorð og liggja þá leiðir Will og Marcusar saman. Marcus fer alltaf að heimsækja Will eftir skóla til að forðast þunglyndu mömmu sína og hræðilegt einelti. Á milli þeirra tveggja myndast sterk tengsl, þar sem þeir kenna hvor öðrum að haga sér samkvæmt aldri. En hvernig eiga þeir að útskýra vináttu sína fyrir öðrum?

Myndin er alveg frábær, þrátt fyrir dramatíkina þá er hún gamanmynd. Strákurinn sem leikur Marcus er mjög góður í hlutverki sínu og vorkennir maður honum virkilega. Toni Colette stendur sig vel sem mamma Marcusar og sömuleiðis stendur Hugh Grant sig vel sem Will.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boat That Rocked
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bretarnir Standa Sig Alltaf
The boat that rocked er bresk gamanmynd eins og þær gerast bestar. Prýdd bestu lögum þess tíma, frábærum leikurum og skemmtilegri stemningu.

The boat that rocked fjallar um hóp manna ásamt einni lesbískri konu sem að stjórna útvarpsstöð á báti í norðursjónum. Pirate radio heitir það á góðri ensku.
Þar spila þeir tónlist sem að breska ríkisstjórnin er á móti allan daginn m.a. Hollies, Beatles, Kinks og fleirri. Ríkisstjórnin er að reyna að loka fyrir útsendingu þeirra innan eins árs, en mennirnir hafa enga hugmynd um það.
Quentin (Bill Nighy) stjórnar þessum hópi og tekur að ser guðson sinn Carl sem að er búið að henda út úr skóla fyrir jónureykingar. Carl er mjög hrifinn af bátnum og reyna karlarnir að kenna honum á stelpur tónlist og fleirra.
Margt gerist á bátnum og endar myndin á skemmtilegan og ófyirsjáanlegan hátt.

Myndin er algjör snilld fyrir þá sem hafa gaman af breskum gamanmyndum og með tónlist sem orð geta varla líst og skemmtilegum leikarahópi getur hún varla klikkað hjá áhorfendum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man with Two Brains
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndið Bull
Ég er persónulega ekki helsti aðdáendi Steve Martins en í réttu hlutverki er hann yndislega fyndinn eins og í þessari mynd.

The man with two brains fjallar um heilaskurðalækni sem að lendir í því að keyra á konu sem að er gold-digger og verður ástfanginn af henni.
Þau gifta stuttu seinna á spítalanum en þekkjast mjög lítið.
Hjónabandið byrjar illa sökum þess að allt kynferðislegt vantar í sambandið, síðan er Steve Martin boðið að fara til Austurríkis og halda ræðu og fara þau hjóninn þangað.
Þar gerast undarlegir hlutir m.a það að kona Steve kemst að því að hann erfir mikinn pening eftir fjölskyldumeðlim og ákveður að halda sér í hjónabandinu þangað til meðlimurinn deyr (sama hvað það kostar hana). Síðan gerast ennþá skrýtnari atvik sem hafa í för með sér talandi heila og veggi úr pappír og sameinast öll vitleysan í skrautlegan endi.

Myndin er alls ekki vel gerð en húmorinn er svo fáránlegur að maður grenjar úr hlátri. Það tekur því miður myndina góðan hálftíma að byrja að vera fyndin en hún er vel þess virði að klára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hours
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ofboðslega þung dramatík
The hours er verðlaunamynd um þrjár konur sem í upphafi virðast ekki eiga neitt sameiginlegt, en eiga þó margt sameiginlegt þegar á myndina líður.

Clarissa býr með kærustu sinni og dóttur í New York 2001 og hugsar um Richard vin sinn sem er langt leiddur af alnæmi. Þennan dag langar hana til þess að halda veislu til að heiðra hann út af verðlaunum sem hann fékk fyrir ljóðin sín. Laura er húsmóðir á 6. áratugnum sem að á einn son og er með annað barn á leiðinni og er að halda upp á afmæli mannsins síns. Virginia Woolf er frægur rithöfundur sem er langt leidd af þunglyndi og er hálf geðveik og er að skrifa eina af sínum frægustu bókum. Myndin fer fram og tilbaka yfir einn dag í lífi þessara kvenna og skýrir hvað tengir þær allar.

Myndin er vel gerð, leikararnir eru í gæðaflokki og kemur Nicole Kidman manni virkilega á óvart í hlutverki sínu, þar sem hún er nánast óþekkjanleg. Það er samt eins og vanti eitthvað í myndina, hún ber ekki beint skýrann boðskap og skilur ekki mikið eftir sig, nema þungar hugsanir. Tónlistin í myndinni er frábær og passar alveg við hvert atriði. Þetta er ekki mynd sem ég myndi mæla með fyrir fólk sem vill skemmta sér, þetta er frekar mynd fyrir þá sem hafa áhuga á drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta fjölskyldu-jólamyndin
Home alone er án efa besta jóla-fjölskyldumyndin, hún hefur þann hæfileika að koma manni í jólaskap og gerir það árlega fyrir marga.

Hún fjallar um Kevin McCallister (Macaulay Kulkin) sem er átta ára gamall í 7 manna fjölskyldu og finnst hann vera skilinn út undan og vera illa liðinn af fjölskyldu sinni.

En þá er það um jólin að fjölskylda hans og fjölskylda frænda hans eru að fara saman til frænda hans til Parísar yfir jólin. Kvöldið fyrir brottför eru allir stressaðir að pakka og borða áður en þau fara af stað, en þá er Kevin með stæla og er sendur upp á loft til að sofa. Það síðasta sem hann segir við mömmu sína er að hann vildi óska að hann byggi einn og væri ekki meðlimur í fjölskyldu sinni.

Næsta dag vaknar hann og fjölskyldan er horfin! Þau eru lögð af stað til Parísar og hafa gleymt honum heima og ná ekki að hringja í hann eða ná flugi heim strax.
Kevin skemmtir sér konunglega við að horfa á bannaðar myndir yfir ís með sykurpúðum og súkkulaðileðju. En fjörið endist stutt því að það eru ræningjar að brjótast inn í hverfið hans sem ætla sér að ræna húsið hans. En þá verður Kevin að verja húsið sitt.

Myndin er frábær og kemur manni til að brosa og í jólaskap á hverju ári. Macaulay Culkin var auðvitað besta barnastjarna síns tíma og lék hann hlutverk sitt í þessari mynd á mjög sannfærandi hátt.
Þetta er must see fyrir alla um jólin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garden State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott upphaf leikstjórnarferils
Garden State er frumraun Zach Braffs sem leikstjóri og ein af fáum dramatískum myndum sem hann hefur leikið í .

Andrew Largeman (zach braff) snýr aftur heim í gamla heimabæinn sinn eftir 9 ára fjarveru vegna dauða móður sinnar. Samband hans við foreldra sína hefur verið slæmt og það veit enginn afhverju hann var í burtu svona lengi.
Þá hittir hann aftur gömlu vinina sem eru á nákvæmlega sama stað og í menntaskóla, í partíum að reykja vatnspípur að pikka upp gellur í flöskustút og í ömurlegum vinnum.
Það er þó ein breyting síðan hann fór og það er stelpan Sam (Natalie Portman) sem hann hittir upp á sjúkrahúsi. Þau kynnast og eyða dögum hans í bænum saman á skemmtilegan hátt.
Í lok myndarinnar kemur ástæða fjarveru hans í ljós og er endirinn alveg það sem að gefur myndinni aukastig í minni bók. Hann er frumlegur og einlægur.

Myndin öll er öðruvísi á þann hátt að samtölin í myndinni eru ekki djúp eins og þau séu skrifuð af vel lærðum handritshöfundum. Heldur eðlileg eins og persónurnar hafi sjálfar skrifað þau.
Tónlistin er líka mikill plús í myndinni, en þar koma fram The Shins, Coldplay og Iron and Wine. Mér fannst Zach standa sig mjög vel í frumraun sinni sem leikstjóri og það var gaman að sjá hann í ögn alvarlegra hlutverki en J.D úr Scrubs.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Super Ex-Girlfriend
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það sem byrjar vel verður verra og verra og verra
My super ex-girlfriend fjallar um manninn Matt sem að biður stelpunni Jenny sem hann hittir í lest á stefnumót. Þá hefst samband þeirra á milli.
Samband þeirra gengur ágætlega í byrjun og tekur áhugaverðan snúning þegar Jenna uppljóstrar leyndarmálinu sínu að hún sé G-girl ,,kvenkyns superman".
En svo hættir sambandið að virka og vill Matt hætta með henni og gerir það. Þá hefst útrás á brjálaðri afbrýðissemi Jennu á Hönnu vinnufélaga og ,,potential" kærustu Matt og sömuleiðis hefnd á Matt fyrir að hætta með henni.
Þá bara algjörlega klúðrast myndin, hún verður kjánaleg með bröndurum sem passa einungis fyrir undir 12 aldurinn eða yfir 50 aldurinn. Það eru ágætir leikarar í myndinni, Uma Thurman, Luke Wilson....en þau gera lítið til að bjarga þessu hræðilega handriti.

Ég mæli með þessari mynd fyrir undir 12 ára hópinn eða fyrir þá sem virkilega hafa gaman af því að horfa á lélegar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Stepford Wives
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Umdeilanleg
The Stepford wives er að mínu mati, óhugnaleg, skemmtileg og vel gerð (ekki besti leikur í heimi samt). En mörgum finnst hún það ekki og því er hún umdeilanleg eftir mismunandi smekk fólks.

The Stepford Wives fjallar um sjónvarpskonuna Joanna sem að er ofurkeyrð þegar einn af þáttakendum í raunveruleikaþættinum hennar sturlast. Í kjölfari þess er henni sagt upp og stingur þá maður hennar Walter upp á að þau flytji ásamt börnum sínum á rólegri stað. Sá staður er Stepford í Connecticut. Þar er grasið grænt, konurnar heimavinnandi og karlarnir alsælir. En ekki er allt sem sýnist og kemur í ljós hvað liggur að baki þessarar ,,fullkomna" bæjar.

Þessi mynd hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hún kom út, sem svona mynd sem maður horfir á þegar maður er veikur. Hún er alls ekki fyrir alla myndi ég helst segja að hún væri fyrir stelpur frekar en stráka.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Juno
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein frumlegasta unglingamynd allra tíma
Juno er indie mynd sem fjallar um unglingsást og óléttu í för hennar sem er tekið á á óhefðbundin hátt.

Juno er 16 ára stelpa í menntaskóla, sem er í hljómsveit, drekkur og er mjög opin. Hún og besti vinur hennar Paulie ákveða einn daginn að sofa saman og verður Juno ólétt í kjölfar þess. Hún ákveður að láta ættleiða barnið og telur sig hafa fundið besta parið til þess: Gamlan rokkara sem semur lög fyrir auglýsingar og mjög skipulagða og snyrtilega konu sem dreymir um að verða móðir. Juno fer í gegnum áhugaverða óléttu og er á meðan í skólanum og er að reyna að átta sig á sambandi þeirra Paulie. Endar svo myndin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Juno er ein frumlegasta unglingamynd sem ég hef séð. Leikararnir eru frábær saman og gæti maður trúað því að Ellen Page og Michael Cera væru saman í alvöru. Tónlistin er snilld og kynnir hún manni fyrir frábærum tónlistarmönnum. Aukahlutir og fyndnir brandarar gera líka myndina virkilega skemmtilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Just Like Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sæt mynd
Just like heaven fjallar um annað tækifæri í lífinu. Annað tækifæri fyrir ást og að breyta lífi sínu og endurhefja það.

Elizabeth er ungur læknir sem er vinnualki og er að taka sólarhrings vaktir til að fá langtíma vinnu sem læknir á sjúkrahúsinu. Hún er lítið fyrir stefnumót og hefur aldrei verið í alvarlegu sambandi. Kvöld eitt bíður Abby systir hennar henni í heimsókn til að hitta mann.
David er nýfluttur inn í íbúð í San Fransico þegar draugur sem veit ekkert hver hún er né hvort hún sé með lífs eða liði og fer að reyna að hjálpa henni að komast að því. Á meðan á því stendur verða þau hrifin af hvort öðru en hvernig á sambandið að virka með vofu?

Myndin kemur skemmtilega á óvart, hún er mun skemmtilegri en maður heldur og er mjög gott ,,chemistry" á milli Mark Ruffalo og Reese Witherspoon. Ég mæli með henni sem chick flick eða date mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Life in Ruins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrirsjáanlegur söguþráður, fyrirsjáanlegar týpur
My life in Ruins er svona mynd sem að maður (oftast sem stelpa) vill sjá til að hlæja á og sem andleg afþreying. Hún var algjörlega það sem ég bjóst við fyrir utan nokkra góða brandara sem að maður hló yfir.

Myndin fjallar um konuna Georgia sem að er þreytt á lífinu sem háskólakennari við sagnfræði og ákveður að vera ,,spontanious" og flytja til Grikklands. En eftir eitt ár án þess að hafa fengið vinnu við háskóla og eftir að hafa unnið á lélegri ferðaþjónustu með sömu ferðamönnum og án kynlífs virðist hún hafa misst lífsgleði sína. Svo fer hún í ferðalag með ferðamannahóp, sem að er ekki 100% eins og allir hinir höfðu verið, ásamt óspennandi, illa háruðum bílstjóra.
Í gegnum myndina gerast hræðilegar atburðir sem hafa það í för með sér að Georgia ætlar að hætta í starfinu. En skemmtilegir atburðir láta hana enduríhuga málið....
Myndin er eins og maður heldur fyrirsjáanleg, með týpískum karakterum (staðalímyndum) og áður séðu efni. Hún náði þó nokkrum hlátrum upp úr mér og var svona feel good mynd eftiráaðhyggja. Fullkomin fyrir þá sem vilja létt afþreyjingarefni og myndir sem að þarf ekkert að spá í þegar þeim er lokið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei