Náðu í appið
Gagnrýni eftir:X-Men: First Class
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
First Class
Ég var að búast við góðri mynd en hún flaug langt frammúr væntingum, virkilega vönduð og allt öðruvísi ofurhetjumynd. Ekki þessi dæmigerða afþreyingamynd þarsem hasar er nr. 1 og 2 og persónusköpun er nr 3. Virkilega bara Bravo, hún er svo vel heppnuð og áhugaverð, maður fær allt aðra sýn á Magneto og Professor X. Maður skilur þá mikið betur ef maður hugsar uti hinar X-Men myndirnar.

Bacon er mjög góður sem illmennið en samt sem áður frekar skrítið að heyra hann tala svona mikla þýsku, en það er allt í góðu. Michael Fassbender sem Magneto er ótrulegur! hann nær honum svo vel og gerir þennan áhugaverða karakter svo miklu áhugaverðari, kraftmeiri og svalann, hans sjónarhorn á hlutunum sem fær mann til að skilja hann en maður stendur samt alltaf með James McAvoy sem Charles Xavier, þó það sé erfitt val, var byrjaður að hallast að Magneto, en Nei. Að sjá hvernig vinasambandið þeirra þroskast er frábært, maður sér líka virðinguna á milli þeirra. Báðir komnir úr svart og hvítu umhverfi sem mætast til að berjast við illmennið. McAvoy er líka mjög hlýr og góður gaur sem Xavier, nær honum virkilega vel. Ég get ekki fundið aðra leikara sem hefðu staðið sig betur að leika þessa tvo aðalkaraktera.

Gef henni 9/10 - P.S. Mig langar í ofurkrafta!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Thor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Virkilega vel heppnuð
Thor kom mér ótrulega á óvart, handritið kom á óvart, leikurinn kom á óvart, karakterinn og allt saman útaf þetta heppnaðist allt svo vel. Thor er svo epic, flókið að setja í kvikmynd-dæmi, þá heppnaðist mindfuckið fullkomnlega. Ofurhetjan sjálf er svalur, hrokafullur en á öðruvísi hátt, ekki svona Starsky týpa en léttari, sem er greinilega að virka, hrokinn; til þess að auka afþreyinguna. Þetta er svo góð afþreyingar mynd að manni leiðist ekki eina sekúndu, gott feelgood í gangi eftir hana og fannst mér galaxy kenningingin þeirra áhugaverð, hvernig alheimurinn (eða þessi partur af honum) tengist allt saman í eitt stórt, Þeir setja eiginlega bara meiri bakgrunn við trúna, er sett í áhugaverðan stíl og meikaði skemmtilega meira sens. Natalie Portman er ótrulega falleg og með því er bara voða fátt neikvætt við þessa mynd. 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Buried
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Á ekki til orð....
...Til að lýsa þessari mynd. Aldrei bjóst ég við að mynd um mann sem grafinn er lifandi í kassa myndi vera jafn spennandi og halda manni jafn stíft við atburðarásina. Ég meina þessi mynd er bara með einn leikara og svo er það bara raddir í síma, og vá hvað hún tókst vel! ég var ekki að búast við miklu, enda dyrkar maður þegar myndir koma sér á óvart. Ryan Reynolds er flottur í kassanum, og nær algjorlega að halda þessu gangandi. Ég er ennþá dofinn eftir endirinn, mæli sterklega með þessari en ekki fyrir þá sem eru með mikla innilokunarkennd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
District 9
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær
Gat ekki beðið lengur eftir að þessi kvikmynd kæmi í bío, svo ég náði í hana á netinu, sé smá eftir þvi að þurfa að horfa á jafn góðamynd í 'CAM' gæðum, en sem betur fer voru þetta góð cam gæði.

En allavega, það vita flest allir um hvað þessi mynd er. Geimveruskip svífur fyrir ofan Jóhannesborg í Suður Afríka, verurnar eru svokallaðar 'prawns' eða bara 'non-human'. Myndin er í svona heimildarmynda 'focus' sem er virkilega töff, og smellpassar ótrulegt en satt. Við fylgjumst með Wikus Van De Merwe 20 árum síðar, og hvernig geimverurnar eru bunar að koma sér fyrir í eitthvernskonar camp, sem herinn er buinn að koma fyrir þær. Hvernig innfæddir glíma við verurnar og almenningur er að fýla að hafa þær.

Alveg finnst mér merkilega hvað Neill Blomkamp nær að kreista út miklar tilfinningu með þessum verum, maður byrjar að halda með þeim, og myndar sterk bönd við þær. Myndatakan er virkilega flott, og tæknibrellurnar alveg geðveikar. Ætla ekki að segja eitthvað mikið meira, en enginn furða að Peter Jackson hafði svona mikla trú á þessum Blomkamp, þó að maður sé bunir að heyra nánast ekki neitt um hann.

En virkilega 2 thumps up ! frábær mynd og ein af þeim betri árið 2009. Verið spennt fyrir þessari, þó þið séuð það alveg pottþett, mæli með að skella sér samt á hana í bío, alveg 1050 kr virði. 10/10*
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei