Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Hall Pass
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Farrelly snúa aftur
Ég var búinn að sjá trailer myndarinnar svona 18 sinnum í bíó áður en ég uppgötvaði að hún væri Farrelly mynd, gaman að því að þeir séu að gera eitthvað gott eftir að hafa verið í lægð svona lengi. Myndin er engan veginn nærri því að komast nálægtThere's Something About Mary, Dumb And Dumber eða KingPin en er samt mjög skemmtileg. Owen Wilson er alltaf mjög góður og stendur fyrir sínu. Jason Sudeikis er tær snilld, er á uppleið í Hollywood eftir að hafa verið í sinni fyrstu Hollywood mynd árið 2007, eftir að hafa verið í SNL í nokkur ár. Frábær árangur og á það svo sannarlega skilið. Stephen Merchant er alltof lítið í myndinni miðað við að hann er einn fyndnasti maður á jörðinni, hann á eitt al besta atriði myndarinnar. Christina Applegate og Jenna Fischer úr The Office eru góðar sem eiginkonurnar. Myndin er eitt hláturskast að mínu mati, mynd sem maður má ekki missa af, sérstaklega ef maður fílar húmor þeirra Farrelly bræðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Romantics
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Romantic
Góð mynd. Fjallar um vinskap, ást og harmleik. Katie Holmes sýnir frábæran leik. Hún skipar aðalhlutverk myndarinnar. Maður hefur oftast séð hana leika aukahlutverk í myndum, s.s. í Batman begins og Wonder Boys. Josh Duhamel leikur einnig stórt hlutverk. Þegar ég frétti að hann léki í myndinni vissi ég ekki hvað ég ætti að halda. Heldur mikill b-leikari út frá því sem ég hef séð, þ.e. Las Vegas þættirnir og Transformers. Hann kemst samt alveg hjá og er fínn. Adam Brody úr O.C. er mjög góður sem og Malin Akerman úr Watchmen. Anna Paquin, sem brúðurin er frekar óþolandi, en ég held að það sé frekar vegna þess að persóna hennar á að vera frekar pirrandi heldur en að það sé leikkonunni að kenna. Handrit myndarinnar er mjög gott, sagan er fín en það er leikframmistaða leikaranna sem gerir myndina áhugaverða. Ég gæti séð fyrir mér að mörg atriði yrðu notuð í framtíðinni í hinum ýmsu leiklistarskólum sem kennsluefni.
Myndin er einkar góð, vel gerð og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unknown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Known
Mjög skemmtileg mynd. Neeson er mjög góður í aðalhlutverkinu, enda ekki óvanur svona hlutverki, svipar mjög til hlutverks hans í Taken. Myndin er blanda af Bourne Identity og Frantic eftir Polanski. Ástæða tengingar við þá síðari er að persónan er stödd í öðru landi, mjög týnd og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Bruno Ganz stelur myndinni algerlega með frábærri frammistöðu og Frank Langella er einnig mjög góður. Diane Kruger er í minna hlutverki heldur en hún ætti að vera miðað við hennar hæfileika og er mjög góð í myndinni. January Jones er fín, ekkert eftirminnileg frammistaða miðað við hve frábæra frammistöðu sem hún sýnir í þáttunum Mad Men. Aidan Quinn skipar lítið hlutverk - þetta er minni háttar hlutverk sem frábær leikari gerir að mjög eftirminnilegu. Yfir heildina litið er myndin mjög skemmtileg. Aldrei eins góð og Taken, en góð bíóferð. Persónulega sá ég í gegnum plottið við fysta áhorf á trailer myndarinnar, en samt sem áður er myndin skemmtileg áhorfs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Love and Other Drugs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd
Fyrir hlé er myndin algjör snilld, eftir hlé fer hún út af sporinu. Hún reynir að vera dýpri en hún er í raun og veru. Ég datt gersamlega út úr myndinni. Ég var þennan punkt mjög dreginn inn í söguna. Allan seinni part myndarinnar var ég að velta fyrir mér hvernig væri hægt að breyta þessum seinni part. Þeir reyna að blanda Something About Mary og Sophie's Choice. Var ekki alveg að virka fyrir mig, en sem heild er myndin fín. Það er fallið í Judd Apatow gildruna, þ.e. myndin var mun lengri en hún átti að vera og sagan verður þurr, sífelldar endurtekningar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei