Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Garden State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef einhvern veginn aldrei náð Scrubs. Ekki misskilja mig, ég fíla alveg húmorinn það er bara eitthvað við þennan þátt sem að ég fíla ekki. En allavega þá er Zach Braff aðalleikarinn í þeim þáttum handritshöfundurinn, leikstjórinn og aðalleikarinn af einhverri bestu feel good mynd sem að ég hef séð í langan tíma. Zach leikur Andrew Largeman sem að kemur eftir níu ára fjarveru í gamla heimabæinn sinn til jarða móður sína og gera upp fortíðina.

Zach hefur gert hérna æðislega mynd með svo ótrúlega frábært og skemmtilegt að það liggur við að ég fái sáðlát. Natalie Portman kemur líka sterk inn og sannar að hún sé einstök leikkona. Hlakka til að sjá hvað Zach Braff gerir næst. Fylgist með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Napoleon Dynamite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona getur smekkur manna verið misjafn. Hann Finnur Yngvi gefur þessa mynd enga stjörnu á meðan ég gef hana fullt hús. Það er ekkert nema gott. Enn mér fannst þessi mynd vera frábær. Fjallar um Napoleon Dynamite sem er algjör nörd í skólanum sínum og hjálpar öðrum nördavini sínum að vera bekkjarforseti. Virkilega fyndin og vel leikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House of Sand and Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef að þú ert að leita að mynd til að lækna skammdegisþunglyndið þá er þessi mynd ekki alveg málið en ef að þú ert að leita af góðri dramatískri og alvarlega mynd þá er þessi mynd SVO málið. Connelly leikur óvirkan alkóhólista sem að leitir í því að húsið hennar er tekið vegna ógreidda skatta. Kingsley leikur íranskan ofursta sem að vill fá sinn hlut í ameríska draumnum. Hún er samt ekki tilbúin að missa húsið sitt svona auðveldlega. Þessi mynd er vel skrifuð,rosalega vel gerð og þá sérstaklega vel leikin af öllum leikurunum. Þessi klikkar ekki. Á allar mínar þrjár og hálfa stjörnur skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ekki heillaður af þessi mynd. Húmorinn var þurr og hefði hentað eiginlega betur sem sjónvarpsmynd ekki bíómynd. Síðan er það nú hann Jack Black.Mér finnst alltaf vera leika sama hlutverkið aftur og aftur. Einhver sjálfselskur fáviti sem að breytist í góðhjartaðan mann eftir einhverja voða lífsreynslu. Æjjjii....eigum við ekki að segja þetta bara gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálplegEftir þessa mynd er Sofia Coppola komin í röð uppáhaldsleikstjórana mína í dag. Það er bara till eitt orð yfit þessa mynd og það er : Frábær. Bill Murray leikur bandarískan leikara sem fer til Tokyo að taka upp whiskey auglýsingu og kynnist þar ungri stelpu og saman reyna þau að leita af einhverri lífstilveru. Virkilega manneskjuleg og tilgerðarlaus mynd sem að allar sínar óskarstilnefningar skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var orðinn svo þreyttur á því að bíða eftir að þessi mynd mundi einhvern tímann koma í bíó þannig að fyrir tveimur mánuðum keypti ég mér dvd-diskinn og viti menn út úr blánum kemur þessi mynd af öllum óvörum í Háskólabíó. En ég hef bara eitt orð yfir þessa mynd. VÁ!!!!! Hún er auglýst sem brasilísk Goodfellas mynd og helvíti hafi það ef að hún er ekki bara helmingi betri en Goodfellas. Söguþráðurinn er voða einfaldur. Fjallar um glæpagengi í fátærahverfi í Rio De Janeiro og myndin spannar mörg ár sögu nokkra glæpona. Virkilega sniðug,athyglisverð og á tímum brutal frásögn um hversu maðurinn getur virkilega verið illur. Ég segi þér bara að hætta að lesa þessa grein og drífðu þig í bíó núna á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Satt að segja er ég lúmskur Adam Sandler aðdáandi. Alltaf fundist hann vera fyndinn og skemmtilegur. T.d. Billy Madison, Happy Gilmore og nýlega Punch Drunk Love þar sem hann sýndi algjörlega nýja hlið á sér. Anger Management hljómaði vel til að byrja með. Hann og Jack Nicholson leika tvo gaura sem eru fastir með hvor öðrum í rúman mánúð. En svo var raunin ekki.Anger Management fellur undir vondar adam sandler-myndir (little nicky) og vondar Jack Nicholson (blood & wine,man trouble) Því miður fannst mér þeir ekkert fyndnir í mynd sem reynir að kreista úr sér einhverja tilgangslausa og leiðinlega brandara. Nuff said´.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frailty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thokkalega var ég sáttur eftir ad hafa séd thessa mynd. Vel leikin(meiri segja af Matthew McCougblablabla),vel gerd og creepy!!! Virkar voda óspennandi vid fyrstu sýn (allavega fannst mér thad...enn jæja..) enn er eins og kold vatnsgusa thegar mar er búinn ad horfa á hana!! Bill Paxton rokkar feitt sem leikstjóri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pootie Tang
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er bara einfaldlega æði. Leigði hana vegna þess að það var ekkert annað sem ég sá inni og þessi mynd kom mér bara bilað á óvart. Mun betri enn ég bjóst nokkurn tímann við enn maður verður eiginlega að fíla alveg steiktan húmor til að meika hana. Tjekkaðu samt alveg endilega á henni. Plís:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef örugglega aldrei lent í því að hafa farið í bíó og fólkið sem var með mér í salnum hafi klappað á endanum yfir hversu leiðinleg myndin væri. Enn viti menn,ég lenti í því þegar ég fór á reign of fire. Og viljið þið vita eitt. Ég klappaði mest. Og hafið þið það!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Women Want
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok,áður enn ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá bjóst ég við að þessi mynd væri fyndin og kannski smá hnitmiðuð. Enn nei nei ég komst bara að því þetta var einabrandaramynd með viðbjóðslegri væmni á endanum og ég held að Mel Gibson hafi aldrei verið jafn leiðinlegur. Bara SÓ SORRY!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frá Jerry Bruckheimer. Manninum sem bræddi hjörtu okkar alla með myndum á borði við Armageddon, Top Gun og síðast enn ekki síst Coyote Ugly, kemur mynd um stolt, hugrekki, kjark og Hawaii skyrtur. PEARL HARBOR. Mynd sem alla vega ég mun aldrei gleyma....... Sökum þess að ég þurfti að eyða 800 kalli og þremur tímum af minni ævi sem ég fæ aldrei aftur til baka. En ég meina ok, þegar þú ert að horfa á þessa mynd, ég meina þá fer maður að hugsa. Af hverju??? Jerry, þú ert búinn að gera mynd um hversu frábært land Bandaríkin eru í raun og veru. En kom on?? Dan Akroyd??? Plís!!! En svona án djóks þá er Pearl Harbor einhver mest leiðinlegasta, væmnasta, tilgangslausasta mynd sem gerð hefur verið!!! Vel gerð..... Ok, ég viðurkenni það... Enn hvar er sagan, draman og tja... Almennt vit í þessari mynd???? Ég bara spyr!!!! Framvegis ætla ég að forðast allt sem stendur á Produced by Jerry Bruckheimer!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Virgin Suicides
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok það var kominn tími til!!! Loksins fengu íslendingar að berja augum þessa mjög svo góðu og sérstöku mynd sem er byrjendaverkefni fyrir hana Sofiu Coppola (yes, she is the daughter of you know who...) Virgin Suicides fjallar basicly um fimm gullfallegar systur sem búa í lokuðu umhverfi foreldra sinna og atburðinna sem leiða að því!! Við erum að tala um snilldarleikara í hverri rúllu (James Woods, Kathleen Turner, Kirsten Dunst, Josh Hartnett, Danny DeVito) sem allir með tölu skila sínu hlutverki alveg ótrulega vel í rosalega átakanlegri, listrænni (og ég megi nú sletta duglega á engilsaxnesunni) haunting mynd. Ekki sleppa þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei