Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Master of Disguise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sko ég veit ekki hvar ég á að byrja.... Master of disguise er ömurleg. Ég bjóst sko við fyndnri gamanmynd og bjóst ég við góðu því Adam Sandler skrifað handritið (held ég)og Dana Carvey leikur aðal hlutverkið. Sagan fjallar um Meistara dulargerfanna sem er stolið, og sonur hans,sem aldrei fékk að vita að pabbi hans var meistari dulargerfanna,átti að finna hann. Maður hlær svona nokkrum sinnum og þess vegna fékk myndin eina stjörnu hjá mér. Ég var mjög fyrir vonbrigðum því myndinn er kannski aðeins meira fyrir fimm ára bróður minn heldur en mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bend It Like Beckham
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bend it like Beckham er að mínu mati ágætismynd. Hún fjallar í grófum dráttum um Indverska stelpu sem heitir Jess og á heima í Englandi og finnst mjög gaman í fótbolta. Hún hefur enga reynslu nema bara að vera úti í fótbolta með strákunum. En fjölskyldan vill ekki sjá að Jess sé í fótbolta, því að í þeirra augum er fótbolti bara fyrir stráka, en indverskar stelpur eiga bara að vera heima og læra að elda góðan mat. En þegar Jess býðst að æfa fótbolta þá fá foreldrarnir nó og banna henni að vera í fótbolta, en þá hefst feluleikurinn um að foreldrarnir mega ekki vita að hún sé að æfa. Margt annað spilar inn í t.d brúðkaup systurinnar, þjálfarinn, enska vinkonan og stráka vinirnir og svo auðvitað stjarnan sjálf David Beckham.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Kina spiser de hunde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

I Kina spiser de hunde erum bankamanninn Arvid sem alltaf hefur verið hálfgerður aumingi. En líf hans breytist algjörleg þegar Arvid handsamar bankaræningja með því að slá hann í hausin með tennisspaða. Þessi hetjudáð hans var ekki alveg eins og hann hfði hugsað sér því stuttu seinna bankar kærasta bankaræningjans upp á hjá Arvid og er alveg eiðilögð og segir að Arvid hafi eiðilagt líf sitt með að koma manninum sínum í steininn. Arvid sem aldrei vill gera flugu mein reynir í sakleysi sínu að bæta henni tjónið með því að ræna peningabíl. Þegar ránið er af staðið og allt er farið í hávaðaloft fer málið fyrst að flækjast og fyrr en varir eru þeir komnir út í enn meiri vanda en þeir hefðu nokkurntíman lent í
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var heima hjá ömmu og afa og var að skoða allskonar gamlar myndir sem þau áttu. Satt að segja þekkti ég ekkert af þeim mmyndum svo ég bað þau gömlu um að segja hvaða myndir voru fyndnar og skemmtilegar, og þau benntu mér bæði hiklaust á Groudhog day. ég skellti henni í tækið og byrjaði að horfa. Ég skemmti mér alveg konunglega við að horfa á myndina og fannst hún mjög skemmtileg. Groundhog day er um mann (Bill Murray) sem lifir sama daginn aftur og aftur og aftur fyrst finnst honum þetta leiðinlegt en seina kemst hann að því hvernig hann getur notað sér þetta til að t.d borða það sem hann vildi og komast á date og fleira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tomcats
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tomcats er ótrúlega fyndin og skemmtileg mynd og er mjög svipuð og American pie. Tomcats fjallar um mann sem vantar svakalega mikið peninga. Eina ráðið sem honum datt í hug var að finna kærustu handa vini sínum til að fá pening úr sjóð sem þeir félagar voru búnir að safna í. Sá sem myndi seinast gifta sig mundi fá allan peninginn. Ég gef Tomcats tvær og hálfa stjörnu bara fyrir fyndna brandara en alls ekki fyrir leikarana þeir hefðu mátt vanda sig aðeins betur, en það áttu nú allir sínu góðu hliðar!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crossroads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit að þetta hljómar furðulega en þetta er bara ansk... góð mynd.Ég og mínar vinkonur fórum á myndina til að hlægja að Britney en það var eiginlega ekkert til að hlægja að nema bara þegar hún var eitthvað að raula (það var halló)!!! Þótt Britney fái kannski ekki óskarinn fyir leik sinn í þessari mynd þá var hún ágæt.

Í stuttu máli er Crossroads um stelpu sem heitir Lucy. Hún og æskuvinkonur hennar létu heitustu drauma sína í kassa og grófu kassan í garði. 18 árum síðar opnuðu þær kassan, heitast ósk Lucyar var að hitta mömmu sína. Ein vinkonan reddar driver fyrir þær og þær fara og reyna að láta drauma sína rædast.

Það er fínn söguþráður í myndinni(þótt þessi söguþráður sé kannski orðinn svolítið ofnotaður,)en leikararnir mættu bæta sig aðeins. Þess vegna gef ég Crossroads tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Down to Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er góð mynd sem kennir manni að horfa á það sem ynnra býr með fólki ekki það ytra.Chris Rock leikur grínista sem deyr fyrir slysni og er sendur aftur til jarðar en líkami hans er ekki við hæfur svo hann er sendur sem gamall feitur hvítur kall,það er fyndið að sjá gamlan mann eins og Chris Rock he,he.Chris Rock stendur sig mjög vel í þessari mynd og þess vegna fær Down to earth þrjár stjörnur.Það er gaman að horfa á þessa mynd svo takið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sugar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sugar and Spice er ein af þessum Klappststýrumyndum sem fyrirliðinn í klappstýruliðinu verður skotin í aðal fótboltastráknum.En þótt myndin byrji svona þá er hún ekki svona allan tímann því klappstýrunum vantar peninga,þær sejta ekki upp lítinn kökubasar og selja smákökur,Nei,heldur ræna þær banka.Ég skemmti mér ágætlega að horfa á þessa mynd,þótt hún væri ekkert endilega tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta leikinn.Að mínu mati fær Sugar og Spice 2 1/2 sjörnu því þótt söguþráðurinn sé fínn þá vantar aðeins í hann,ég veit ekki hvað en það á líka handritshöf.að vita.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ikíngut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ágætismynd en ég væri ekki til í að sjá hana samt með vinum mínum á video kvöldum. Ikíngut er frekar gamaldags (hún gerðist nú líka í gamladaga). En það er mjög gott fyrir krakka nú til dags að sjá hana því nú er oft verið að leggja nýbúa í einelti. Þessi mynd fær þrjár stjörnur hjá mér ein er allavegana fyrir leikin hjá Hjalta Rúnari Jónssyni hann var mjög góður miðað við hvað hann er ungur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What About Bob?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd allveg ótrúlega fyndin og skemmtileg. Oftast finnst mér gamlar myndir ekkert sérstaklega spennandi en What about Bob var mjög skemmtileg. Hún er um mann sem þjáist af öllu t. d innilokunarkend, asmi, mjaðmaveikur, sýkla hræddur og hann er svolítið geðveikur og svo margt meira sem ég man ekki. Bob fer til geðlæknis sem gefur honum bókina babysteps sem segir manni að taka bara eitt skref í einu og hugsa bara um að þú ætlar að gera næst t. d. að hugsa um hvernig þú ætlar að komast framm á gang og svo hvernig þú ætlar að komast niður stigan og svo framvegis. Og segir honum að lesa hana meðan hann er í fríi, en Bob er ekki alveg sáttur við að geðlæknirinn sinn sé að fara í frí þannig að hann byrjar að ofsækja hann í fríinu en þá byrjar fjölskylda geðlæknisins að líka vel við Bob. Þessi mynd fær þrjár stjörnur hjá mér því hún er allveg ógeðslega fyndin og alveg ágætlega leikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ástríkur og Steinríkur gegn Sesari
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg ágætis mynd, en sammt ekki nein sem maður fer með vinum eða vinkonum á, frekar að fara með litla bróður! Mér hefur alltaf þótt Géard Depardieu frekar skemmtilegur (ég veit ekki allveg afhverju) og mér þótti hann enn betri eftir þessa mynd. Þetta er allavegana skemmtilegasta franska myndin sem ég hef séð. Þessi mynd fær þrjár stjörnur hjá mér því Géard er í henni og hún er skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá þetta er allveg æðisleg mynd sem ég gjörsamlega elska. Nicole Kidman og Evan McGregor leika þetta alveg æðislega vel og þau syngja líka bæði alveg æðislega, ég meiri að segja keypti mér Moulin Rouge geisladiskinn því tónlistin var æði. Svo sannar hún sig líka vel hún Kylie Minogue. Myndin gerist í Rauðu Mylluni í París ( sem ég hef skoðað ). Myndin fær fjórar stjörnur hjá mér því hún er svo ótrúlega góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég leigði þessa mynd á afmælinu mínu, ég og vinkonur mínar hlógum okkur máttlausar (kannski vorum við bara með galsa hver veit?). Hún var allavega mjög skemmtileg þótt hún hafi kannski ekki verið fyndin eða kannski var hún findin? Lost and Found fær þrjár stjörnur hjá mér, hún var mjög skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Simon Birch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg æðisleg mynd um strák sem er orðin fjórtán ára og er samt bara alveg með vöxt sex ára barns. En hann trúir því að Guð hafi látið hann vera sérstakan og að hann hafi fæðst í sérstökum tilgangi. Þessi mynd er bæði mjög fyndin og mjög sorgleg (ég táraðist yfir henni). Ég mæli mjög mikið með þessari mynd. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu hjá mér. Þessi mynd er æði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Last Action Hero
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er kannski svolítið skrítin mynd og kannski líka svolítið langdregin á köflum en maður byjar sammt að sjá muninn á bíómynd og alvörinni. Eins og einu sinni sagði strákurinn við Schwarzenegger að það gæti ekki verið að svona ótrúlega fallegar konur væru út um allt þetta hlidi að vera bíómynd. En það er eitt sem mér finnst voðalega skrítið og það er það að Schwarzenegger hafi áhveðið að leika í svona ódýrri mynd???Þessi mynd fær tvær stjörnur hjá mér en sammt finnst mér það kannski aðeins og mikið,ææ það skiptir ekki
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Heroes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er fín en er sammt solldið skringilega leikin. Hún gerist í gamlagamladaga. Hún er um tvo menn sem ætla að vera á undan að fara yfir einhver sérstakan sjó sem ég man ekki hvað heitir. Ég gef þessari mynd tvær og hálfa stjörnu því hún er svolítið langdregin á köflum og solldið skringilega leikin. En annars er þetta prýðis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Stupids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er heimskulegasta mynd sem ég hef séð. Hún er bæði illa leikin og asnalegur söguþráður. Hún getur verið fyndin, en þá bara mjög mjög asnalega fyndin. Þessi mynd fær enga stjörnu hjá mér því hún er svo leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superstar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hélt nú að þessi mynd væri ömurleg en fór á hana í bíó því að ég átti frímiða á hana. En í ljós kom góð mynd. Myndin var ekkert æðislega vel leikin en hún varð samt ekkert mikið verri fyrir það. Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Swan Princess
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara svona týbísk teiknimynd um prinsessu og prins sem vilja ekki gifta sig meðan þau eru lítil. Svo er prinsessan hreppt í álög og verður svanur. Þetta er ágæt mynd ekkert leiðinleg eða neitt svoleiðis bara maður er orðin svolítið leiður á svona söguþráðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Muse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg þótt mér finnist hún nú ekkert vera rosalega vel leikin. En samt var sögu þráðurinn skemmtilegur. Mér finnst að söguþráðurinn fái tvær stjörnur og leikararnir og leikurinn í myndinni fá eina stjörnu, þess vegna fær myndin þrjár stjörnur hjá mér. Myndin er í stuttu máli sagt um handrits höfund sem dettur ekkert í hug til að skrifa. En vinur hans er alltaf að detta í hug nýtt og nýtt. Svo segir vinurinn honum hvert leyndarmálið sé og það kemur í ljós að hann noti Muse til að fá hugmyndirnar fyrir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér verulega á óvart, þegar ég var að fara sjá hana í bíói þá bjóst ég nú bara við einhverji grín mynd sem væri bara svona skít sæmileg. En það kom í ljós mjög skemmtileg grín mynd með skemmtilegum leikurum t.d. Jim Carrey og Cameron Diaz (sem var þá að leika í sinni fyrstu kvikmynd.) Ég mæli með þessari mynd ef þú ert ein(n) heima og þér leiðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá mér fannst þessi mynd bara hrein snilld. Ég sá hana þegar það var óvissusýninguni í Kringlubíói, salurinn var fullur af fullorðnu fólki sem hló allveg endalaust (hætti bara alls ekki). Ég held líka að enginn hafi gengið vonsvikin út úr salnum fyrir það að það hafi verið sýnd teiknimynd. Mér finnst þessi mynd alveg eiga það skilið að fá fjórar stjörnur ekki bara fyrir hvað hún er vel teiknuð og mjög raunveruleg heldur líka fyrir talsetninguna (á ensku), hvað leikararnir sem tala inn á passa akkúrat fyrir karetktarana í myndinni. Ég vona að sem flestir séu sammála mér með þessa umfjöllun, og að sem flestir eigi eftir að sjá hana.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei