Náðu í appið
Gagnrýni eftir:When a Stranger Calls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd fyrir algjöran misskilning. Hélt þetta væri myndin með Paul Walker. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Mér fannst lélegur leikur og ódýr umgjörð skemma helst fyrir. Söguþráðurinn var líka afspyrnulélegur og fyrirsjáanlegur. Ég myndi segja að þetta væri leiðinlegasta mynd sem ég hef séð í ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verð að segja að mér finnst þetta vera ein besta mynd ársins. Nicolas Cage fer á kostum sem siðblindur vopnasali sem verður siðblindari með hverri sölunni. Sýnir á sannfærandi hátt hvað þeir bræðurnir eru samt mannlegir. Byrja sem viðvaningar en færa sig svo upp á skaptið. Góður söguþráður, styður skemmtilega mannkynssöguna og þá atburði sem flestir á mínum aldri hafa orðið vitni að. Mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð því miður að vera ósammála nokkrum hér og segja að þessi mynd hafi engan veginn náð fram því sem ég var að vonast eftir. Ég ásamt vini mínum sem einnig er mikill Stjörnustríðsaðdáandi fórum á myndina og vorum að spá í að fara út í hléinu. Það sem mér fannst verst við þessa mynd var það að hún var að reyna að toppa allt. Bardagaatriðin með geislasverðin voru ýktari, flugatriðin einnig, furðulegu skepnurnar asnalegri og fáránleikinn verri. Ég gef hálfa stjörnu fyrir seinni helminginn sem var skömminni skárri en fyrir hlé. Ég mun aldrei borga mig inn á neitt sem George Lucas kemur nálægt í framtíðinni. Mér fannst þetta rán um hábjartan dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Paparazzi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að játa að ég hafði ákveðnar hugmyndir um þessa mynd eftir að hafa séð myndbrot úr henni á undan öðrum bíósýningum. Ég var viss um að þessi mynd væri gerð af frægu fólki til að ná sér niðri á paparazzi ljósmyndurum og sýna heiminum hvað þeir væru slæmir karlar. Þannig fór ég á þessa mynd og varð því ekki fyrir vonbrigðum. Tom Sizemore er náttúrulega alltaf góður og hefur nú sennilega sjálfur slæma reynslu af svona ljósmyndurum. Ég upplifði þessa mynd sem einskonar gæluverkefni fyrir fræga fólkið og andúð þeirra á ljósmyndurunum sem halda þeim frægum. Í stuttu máli rétt fyrir ofan meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei